KSÍ og kynferðisofbeldi Drífa Snædal skrifar 22. febrúar 2024 09:31 Um helgina verður nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands kjörinn, eða reyndar ekki svo nýr ef marka má algengar spár um úrslitin. Guðni Bergsson sagði af sér árið 2021 í kjölfar ofbeldismála innan knattspyrnunnar og vanhæfni hans til að taka á þeim. Þegar ofbeldisverk voru afhjúpuð var stokkið í vörn, þolendur eða talsfólk þeirra sagt ljúga og reynt að villa um í umræðunni. Guðni kemur fram í Kastljósi og segir engar tilkynningar um ofbeldi hafa komið inn á borð sambandsins síðan hann tók við sem formaður 2017 en í framhaldinu steig fram brotaþoli og sagði þetta ekki rétt. Mikilvægara var að vernda og verja ofbeldismenn en brotaþola. Eftir afsögn Guðna tók Vanda Sigurgeirsdóttir við sem formaður og innleiddi ýmsar breytingar á stefnum sambandsins í átt til jafnréttis. Það er eins og við manninn mælt, konurnar mæta í hreingerninguna þegar drullan er orðin yfirgengileg. Vanda ákvað að sitja aðeins í eitt kjörtímabil og hættan er sú að þetta kjörtímabil verði frávik frá því sem telst eðlilegt í heimi KSÍ. KSÍ er ekki eyland heldur stór stærð í samfélaginu. Þar er fjöldi barna að æfa vinsælustu íþrótt heims og innan þess vébanda verða til hetjur sem fólk lítur upp til. Að taka á ofbeldismálum og karlrembu er því ekki einkamál forystu KSÍ, það er samfélagslegt mál. Það snýst um athafnafrelsi stúlkna og kvenna inni og utan vallar og það snýst um að þeir sem beita ofbeldi þurfi að taka afleiðingum af því. Að lokum snýst þetta um jafnréttismál í víðum skilningi, að konur séu ekki settar skör lægra í tekjum, virðingu og rými. Sem talsfólk brotaþola, þekkjandi alvarlegar afleiðingar kynferðisbrota bæði af hendi fótboltamanna og annarra þá förum við fram á að þeir sem eru í kjöri til forystu KSÍ geri sér grein fyrir afleiðingum kynferðisbrota, geri grein fyrir því hvernig öryggi og rými verði tryggt, hvernig stutt verði við brotaþola og hvernig ofbeldismenn þurfti að taka afleiðingum gjörða sinna. Það er óbærilegt ef barátta hugrakkra brotaþola gegn ofurefli frægðar og vinsælda verður til lítils og allt verður eins og áður. Það má ekki gerast og konur, stúlkur og þau sem láta sig athafnafrelsi og jafnrétti varða eiga heimtingu á að fá vissu fyrir því að nú séu runnir upp nýjir tímar! Gagnvart litlum hópi landsliðsmanna í knattspyrnu eru ótrúlega hátt hlutfall af kærum, meiri en í öðrum íþróttagreinum og meira en gengur og gerist í samfélaginu í heild. Það er því rökrétt að í stafni KSÍ þurfi að vera fólk sem er treyst fyrir réttlátri málsmeðferð með þolendavænni nálgun. Það er krafa okkar, fyrir hönd brotaþola, að málum verði ekki sópað undir teppið um helgina eða í framtíðinni og það hlýtur að vera krafa foreldra, barna og annarra sem vilja njóta þess að æfa íþróttina, fylgjast með af hliðarlínunni og líta upp til raunverulegra fótboltahetja. Það var grein á Vísi eftir Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur sem hratt af stað atburðarrásinni árið 2021 sem olli formannsskiptum hjá KSÍ. Það er við hæfi að rifja upp lokaorð þeirrar greinar sem víti til varnaðar: ”Ætlar KSÍ að halda áfram að þagga niður ofbeldi sem gerendur á þeirra vegum hafa beitt? Að vera gerendameðvirk og fórna stúlkum og konum á altari keppniskarla? Er það afstaða sem hreyfingin vill standa fyrir? Í þessu samhengi er KSÍ tvær leiðir færar, annars vegar að halda áfram að senda þau skýru skilaboð til stráka og karla að þeir geti beitt konur miskunarlausu ofbeldi, án þess að það hafi nokkur áhrif á velgengni þeirra og því síður að þeir þurfi að axla ábyrgð á gerðum sínum. Skilaboðin til stúlkna og kvenna frá KSÍ eru að þær þurfi að sætta sig við ofbeldið af hálfu karla og þegja yfir því, annars verði þær sakaðar um lygi. Að ofbeldismenning sé sjálfsögð og eðlileg. Að mikilvægi karla sé óumdeilanlega meira en kvenna. Hin leiðin fyrir KSÍ er að verða hluti af lausninni, að rjúfa vítahring ofbeldis, þöggunar og kvenfyrirlitningar. Taka skýra afstöðu með þolendum, jafnrétti og réttlætinu.” Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Kynferðisofbeldi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um helgina verður nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands kjörinn, eða reyndar ekki svo nýr ef marka má algengar spár um úrslitin. Guðni Bergsson sagði af sér árið 2021 í kjölfar ofbeldismála innan knattspyrnunnar og vanhæfni hans til að taka á þeim. Þegar ofbeldisverk voru afhjúpuð var stokkið í vörn, þolendur eða talsfólk þeirra sagt ljúga og reynt að villa um í umræðunni. Guðni kemur fram í Kastljósi og segir engar tilkynningar um ofbeldi hafa komið inn á borð sambandsins síðan hann tók við sem formaður 2017 en í framhaldinu steig fram brotaþoli og sagði þetta ekki rétt. Mikilvægara var að vernda og verja ofbeldismenn en brotaþola. Eftir afsögn Guðna tók Vanda Sigurgeirsdóttir við sem formaður og innleiddi ýmsar breytingar á stefnum sambandsins í átt til jafnréttis. Það er eins og við manninn mælt, konurnar mæta í hreingerninguna þegar drullan er orðin yfirgengileg. Vanda ákvað að sitja aðeins í eitt kjörtímabil og hættan er sú að þetta kjörtímabil verði frávik frá því sem telst eðlilegt í heimi KSÍ. KSÍ er ekki eyland heldur stór stærð í samfélaginu. Þar er fjöldi barna að æfa vinsælustu íþrótt heims og innan þess vébanda verða til hetjur sem fólk lítur upp til. Að taka á ofbeldismálum og karlrembu er því ekki einkamál forystu KSÍ, það er samfélagslegt mál. Það snýst um athafnafrelsi stúlkna og kvenna inni og utan vallar og það snýst um að þeir sem beita ofbeldi þurfi að taka afleiðingum af því. Að lokum snýst þetta um jafnréttismál í víðum skilningi, að konur séu ekki settar skör lægra í tekjum, virðingu og rými. Sem talsfólk brotaþola, þekkjandi alvarlegar afleiðingar kynferðisbrota bæði af hendi fótboltamanna og annarra þá förum við fram á að þeir sem eru í kjöri til forystu KSÍ geri sér grein fyrir afleiðingum kynferðisbrota, geri grein fyrir því hvernig öryggi og rými verði tryggt, hvernig stutt verði við brotaþola og hvernig ofbeldismenn þurfti að taka afleiðingum gjörða sinna. Það er óbærilegt ef barátta hugrakkra brotaþola gegn ofurefli frægðar og vinsælda verður til lítils og allt verður eins og áður. Það má ekki gerast og konur, stúlkur og þau sem láta sig athafnafrelsi og jafnrétti varða eiga heimtingu á að fá vissu fyrir því að nú séu runnir upp nýjir tímar! Gagnvart litlum hópi landsliðsmanna í knattspyrnu eru ótrúlega hátt hlutfall af kærum, meiri en í öðrum íþróttagreinum og meira en gengur og gerist í samfélaginu í heild. Það er því rökrétt að í stafni KSÍ þurfi að vera fólk sem er treyst fyrir réttlátri málsmeðferð með þolendavænni nálgun. Það er krafa okkar, fyrir hönd brotaþola, að málum verði ekki sópað undir teppið um helgina eða í framtíðinni og það hlýtur að vera krafa foreldra, barna og annarra sem vilja njóta þess að æfa íþróttina, fylgjast með af hliðarlínunni og líta upp til raunverulegra fótboltahetja. Það var grein á Vísi eftir Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur sem hratt af stað atburðarrásinni árið 2021 sem olli formannsskiptum hjá KSÍ. Það er við hæfi að rifja upp lokaorð þeirrar greinar sem víti til varnaðar: ”Ætlar KSÍ að halda áfram að þagga niður ofbeldi sem gerendur á þeirra vegum hafa beitt? Að vera gerendameðvirk og fórna stúlkum og konum á altari keppniskarla? Er það afstaða sem hreyfingin vill standa fyrir? Í þessu samhengi er KSÍ tvær leiðir færar, annars vegar að halda áfram að senda þau skýru skilaboð til stráka og karla að þeir geti beitt konur miskunarlausu ofbeldi, án þess að það hafi nokkur áhrif á velgengni þeirra og því síður að þeir þurfi að axla ábyrgð á gerðum sínum. Skilaboðin til stúlkna og kvenna frá KSÍ eru að þær þurfi að sætta sig við ofbeldið af hálfu karla og þegja yfir því, annars verði þær sakaðar um lygi. Að ofbeldismenning sé sjálfsögð og eðlileg. Að mikilvægi karla sé óumdeilanlega meira en kvenna. Hin leiðin fyrir KSÍ er að verða hluti af lausninni, að rjúfa vítahring ofbeldis, þöggunar og kvenfyrirlitningar. Taka skýra afstöðu með þolendum, jafnrétti og réttlætinu.” Höfundur er talskona Stígamóta.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar