Missti aldrei stjórn á aðstæðum í baðstofunni Lovísa Arnardóttir skrifar 21. febrúar 2024 14:49 World Class-hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir fyrir utan World Class Laugum í Laugardal. Vísir/Vilhelm Björn Leifsson, eigandi World Class, segir ekki rétt að hann hafi ekki ráðið við aðstæður sem upp komu í baðstofu Lauga Spa á laugardaginn. Greint var frá því á Vísi á mánudag að lögreglan hefði haft afskipti af góðkunningjum lögreglunnar í baðstofunni. Sérsveitarmenn hefðu mætt á svæðið. Í hópi þeirra sem var vísað út var meðal annars Gabríel Douane, 22 ára karlmaður. Hann á að baki nokkurn brotaferil þar á meðal tveggja ára dóm fyrir líkamsárás í Borgarholtsskóla í janúar 2021 og fleiri líkamsárásir. Þá hefur hann verið hluti af svonefndu Latino-gengi sem komið hefur við sögu í deilum og árásum á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur og skotárás við Silfratjörn í Úlfarsárdal þar sem hann særðist lítillega. Það mál er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem einn karlmaður sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps. Hann segir að um fjóra unga menn og tvær ungar konur hafi verið að ræða en ekki sex karlmenn eins og fram kom í frétt Vísis. Þau hafi mætt snemma eftir gleði næturinnar í baðstofuna. Þau hafi svo truflað aðra gesti með því að spila tónlist „Síðan var orðið smá háreysti í þeim. Þannig við fórum niður og báðum þau að fara út. Sem þau gerðu,“ segir Björn og að aðeins einn mannanna hafi verið með einhvern smá mótþróa. Á sama tíma hafi lögreglan verið komin fyrir utan eftir að afgreiðslustúlkurnar hringdu á lögregluna. Ekki rétt ályktað Björn segir ekki rétta ályktun sem dregin var af aðkomu sérsveitar að hann hafi ekki ráðið við aðstæðurnar. Hann hafi fylgt þeim sjálfur út. Enginn hafi verið handtekinn en að lögreglan hafi verið viðstödd. „Það voru engar hótanir eða vopnaburður eða neitt slíkt,“ segir Björn Kemur eitthvað svona oft upp hjá ykkur? „Nei, en auðvitað kemur alltaf eitthvað. Við erum með það mikinn fjölda að við erum með vitleysingana líka. Við höfum ekki enn lent í þannig aðstæðum að við ráðum ekki við þær.“ Líkamsræktarstöðvar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Fleiri fréttir „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Sjá meira
Í hópi þeirra sem var vísað út var meðal annars Gabríel Douane, 22 ára karlmaður. Hann á að baki nokkurn brotaferil þar á meðal tveggja ára dóm fyrir líkamsárás í Borgarholtsskóla í janúar 2021 og fleiri líkamsárásir. Þá hefur hann verið hluti af svonefndu Latino-gengi sem komið hefur við sögu í deilum og árásum á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur og skotárás við Silfratjörn í Úlfarsárdal þar sem hann særðist lítillega. Það mál er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem einn karlmaður sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps. Hann segir að um fjóra unga menn og tvær ungar konur hafi verið að ræða en ekki sex karlmenn eins og fram kom í frétt Vísis. Þau hafi mætt snemma eftir gleði næturinnar í baðstofuna. Þau hafi svo truflað aðra gesti með því að spila tónlist „Síðan var orðið smá háreysti í þeim. Þannig við fórum niður og báðum þau að fara út. Sem þau gerðu,“ segir Björn og að aðeins einn mannanna hafi verið með einhvern smá mótþróa. Á sama tíma hafi lögreglan verið komin fyrir utan eftir að afgreiðslustúlkurnar hringdu á lögregluna. Ekki rétt ályktað Björn segir ekki rétta ályktun sem dregin var af aðkomu sérsveitar að hann hafi ekki ráðið við aðstæðurnar. Hann hafi fylgt þeim sjálfur út. Enginn hafi verið handtekinn en að lögreglan hafi verið viðstödd. „Það voru engar hótanir eða vopnaburður eða neitt slíkt,“ segir Björn Kemur eitthvað svona oft upp hjá ykkur? „Nei, en auðvitað kemur alltaf eitthvað. Við erum með það mikinn fjölda að við erum með vitleysingana líka. Við höfum ekki enn lent í þannig aðstæðum að við ráðum ekki við þær.“
Líkamsræktarstöðvar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Fleiri fréttir „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Sjá meira