Menningarverðmæti danslistarinnar glatast jafnt og þétt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 20. febrúar 2024 15:00 Dans er list augnabliksins. Ekkert kemur í stað þess að upplifa dansverk á þeim tíma og í því rúmi sem það er flutt. Eins og með önnur sviðslistaverk er það nærveran við listamanninn sem býr til galdurinn, hrífur okkur með og veitir okkur dýpri skilning á okkur sjálfum, sem er, vitaskuld, tilgangur listarinnar þegar upp er staðið. En það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að varðveita heimildir um listaverkið og flutning þess. Tæknin hefur fært okkur fjölmargar aðferðir, svo sem myndupptökur, til að miðla til framtíðarinnar því sem fram fór. En dansverk eru oft varðveitt á annan hátt en þann, t.d. með handritum, dansnótum, ljósmyndum, búningum, leikmunum, plakötum og teikningum, en slíkir hlutir passa oft illa inn í hefðbundin skjalasöfn. Hér á landi hefur varðveislu dansverka ekki verið sinnt sem skyldi. Myndbandsupptökur eru að mestu til staðar af verkum Íslenska dansflokksins, en lítið hefur varðveist þegar kemur að sjálfstæðu danssenunni. Þetta er auðvitað menningarsögulegt slys, því hér hefur danssenan verið í gríðarlegri sókn síðustu áratugi og mikilvægt er fyrir menningu þjóðarinnar að heimildir um þennan uppgangstíma séu varðveittar. Við verðum því að gera betur. Við þurfum ekki að leita langt að fyrirmyndum að því hvernig þetta er gert, því að á hinum Norðurlöndunum er staðið mun betur að málum en hér og væri gott ef við gætum sett okkur það markmið að nálgast það sem þar gerist. Í byrjun þessarar viku lagði ég, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum fram þingsályktunartillögu sem miðar að því að fela menningar- og viðskiptaráðherra að hefja vinnu við að stuðla að varðveislu íslenskra dansverka. Innblásturinn að þessari tillögu kemur úr rannsókn sem nemandi minn við Háskólann á Bifröst, dansarinn Þorgerður Atladóttir gerði í tengslum við BA verkefni sitt síðasta haust. Orð eru til alls fyrst. Í greinargerð með þessari tillögu er ráðherra hvattur til að hefja samtal við fagfólk innnan greinarinnar um hvernig verði best að þessu staðið. Best er ef hægt er að hefjast handa sem allra fyrst, því á meðan ekkert er gert erum við að tapa menningarverðmætum og leyfa þeim að glatast í augnablikinu. Þó augnablikið sé dýrmætt og ekkert komi í stað þess, getum við þó gert okkar besta til að varðveita heimildir um listina. Danslistin og okkar frábæru dansarar og danshöfundar eiga það skilið. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Alþingi Dans Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Dans er list augnabliksins. Ekkert kemur í stað þess að upplifa dansverk á þeim tíma og í því rúmi sem það er flutt. Eins og með önnur sviðslistaverk er það nærveran við listamanninn sem býr til galdurinn, hrífur okkur með og veitir okkur dýpri skilning á okkur sjálfum, sem er, vitaskuld, tilgangur listarinnar þegar upp er staðið. En það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að varðveita heimildir um listaverkið og flutning þess. Tæknin hefur fært okkur fjölmargar aðferðir, svo sem myndupptökur, til að miðla til framtíðarinnar því sem fram fór. En dansverk eru oft varðveitt á annan hátt en þann, t.d. með handritum, dansnótum, ljósmyndum, búningum, leikmunum, plakötum og teikningum, en slíkir hlutir passa oft illa inn í hefðbundin skjalasöfn. Hér á landi hefur varðveislu dansverka ekki verið sinnt sem skyldi. Myndbandsupptökur eru að mestu til staðar af verkum Íslenska dansflokksins, en lítið hefur varðveist þegar kemur að sjálfstæðu danssenunni. Þetta er auðvitað menningarsögulegt slys, því hér hefur danssenan verið í gríðarlegri sókn síðustu áratugi og mikilvægt er fyrir menningu þjóðarinnar að heimildir um þennan uppgangstíma séu varðveittar. Við verðum því að gera betur. Við þurfum ekki að leita langt að fyrirmyndum að því hvernig þetta er gert, því að á hinum Norðurlöndunum er staðið mun betur að málum en hér og væri gott ef við gætum sett okkur það markmið að nálgast það sem þar gerist. Í byrjun þessarar viku lagði ég, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum fram þingsályktunartillögu sem miðar að því að fela menningar- og viðskiptaráðherra að hefja vinnu við að stuðla að varðveislu íslenskra dansverka. Innblásturinn að þessari tillögu kemur úr rannsókn sem nemandi minn við Háskólann á Bifröst, dansarinn Þorgerður Atladóttir gerði í tengslum við BA verkefni sitt síðasta haust. Orð eru til alls fyrst. Í greinargerð með þessari tillögu er ráðherra hvattur til að hefja samtal við fagfólk innnan greinarinnar um hvernig verði best að þessu staðið. Best er ef hægt er að hefjast handa sem allra fyrst, því á meðan ekkert er gert erum við að tapa menningarverðmætum og leyfa þeim að glatast í augnablikinu. Þó augnablikið sé dýrmætt og ekkert komi í stað þess, getum við þó gert okkar besta til að varðveita heimildir um listina. Danslistin og okkar frábæru dansarar og danshöfundar eiga það skilið. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun