Herjaði á Krónuna og fékk fimm mánuði Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2024 20:55 Maðurinn hafði matvöru og vítamín að andvirði 2015 þúsund króna með sér út úr Krónunni í Skeifunni. Vísir/Egill Karlmaður hefur verið dæmdur til fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda þjófnaðarbrota. Hann virðist hafa haft dálæti á Krónunni þar sem hann stal vörum fyrir ríflega 300 þúsund krónur. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 14. febrúar en birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir tólf þjófnaðarbrot. Fjögur brotanna hafi verið framin í verslunum Krónunnar, þar af eitt þar sem hann hafi stolið matvörum og vítamínum að andvirði 215 þúsund króna. Þá hafi hann stolið úr fjölda verslana í miðbæ Reykjavíkur, mest vörum að andvirði 95 þúsund króna í GK Reykjavík. Maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og málið verið tekið til dóms án frekar sönnunarfærslu vegna þess og brot mannsins talin sönnuð. Þá segir að maðurinn eigi nokkurn sakarferil að baki. Hann hafi sjö sinnum hlotið refsidóma vegna auðgunarbrota, þar af sex sinnum fyrir þjófnað. Nú síðast hafi honum verið gert að sæta sex mánaða fangelsi með dómi árið 2022 en þá hafi eftirstöðvar reynslulausnar vegna eldri dóms frá árinu 2021 verið dæmdar upp. Brot hans samkvæmt þremur ákæruliðum hafi verið framin fyrir uppkvaðningu þess dóms og því yrði honum dæmdur hegningarauki vegna þeirra brota. Refsing hans hafi verið með hliðsjón af sakarefni, dómvenju og ákvæði almennra hegningarlaga um brotasamsteypu ákveðin sex mánaða fangelsisvist. Með vísan til sakarferils hafi ekki verið talið unnt að skilorðsbinda refsinguna. Þá var fallist á einkaréttarkröfur Krónunnar upp á ríflega 300 þúsund krónur og kröfu ÁTVR upp á 8.138 krónur vegna þjófnaðar á tveimur áfengisflöskum. Dómsmál Verslun Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 14. febrúar en birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir tólf þjófnaðarbrot. Fjögur brotanna hafi verið framin í verslunum Krónunnar, þar af eitt þar sem hann hafi stolið matvörum og vítamínum að andvirði 215 þúsund króna. Þá hafi hann stolið úr fjölda verslana í miðbæ Reykjavíkur, mest vörum að andvirði 95 þúsund króna í GK Reykjavík. Maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og málið verið tekið til dóms án frekar sönnunarfærslu vegna þess og brot mannsins talin sönnuð. Þá segir að maðurinn eigi nokkurn sakarferil að baki. Hann hafi sjö sinnum hlotið refsidóma vegna auðgunarbrota, þar af sex sinnum fyrir þjófnað. Nú síðast hafi honum verið gert að sæta sex mánaða fangelsi með dómi árið 2022 en þá hafi eftirstöðvar reynslulausnar vegna eldri dóms frá árinu 2021 verið dæmdar upp. Brot hans samkvæmt þremur ákæruliðum hafi verið framin fyrir uppkvaðningu þess dóms og því yrði honum dæmdur hegningarauki vegna þeirra brota. Refsing hans hafi verið með hliðsjón af sakarefni, dómvenju og ákvæði almennra hegningarlaga um brotasamsteypu ákveðin sex mánaða fangelsisvist. Með vísan til sakarferils hafi ekki verið talið unnt að skilorðsbinda refsinguna. Þá var fallist á einkaréttarkröfur Krónunnar upp á ríflega 300 þúsund krónur og kröfu ÁTVR upp á 8.138 krónur vegna þjófnaðar á tveimur áfengisflöskum.
Dómsmál Verslun Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Sjá meira