Tjáningarfrelsi fyrir „réttar“ skoðanir Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 08:31 Í sameiginlegri heimsókn formanna utanríkismálanefnda frá Norður- og Eystrasaltslöndunum, tókum við m.a. þátt í pallborði í Columbia háskóla í New York. Mikil ásókn var á viðburðinn sem bar yfirskriftinaNordic Baltic Voices og hverfðist um öryggis- og varnarmál. Við undirbúning viðburðarins fengum við upplýsingar sem vöktu hjá mér óhug. Reglum skólans varðandi upplýsingagjöf nemenda hafði sem sé nýlega verið breytt. Þannig þurfa nemendur ekki lengur að gera grein fyrir sér þegar þeir taka þátt í umræðum í skólastarfinu, þ.m.t. á fyrirlestrum og á opnum viðburðum eins og þessum. Ástæðan er að nemendur skólans höfðu orðið fyrir árásum utan skóla vegna ummæla sem þeir létu falla í skólastarfinu, þ.m.t. í tímum. Til þess að gæta öryggis nemenda hafði skólinn gripið til þess ráðs að setja það í hendur nemenda hvort þeir treystu sér til að auðkenna sig í umræðum. Framangreindar upplýsingar komu virkilega illa við mig og hafa verið mér ofarlega í huga. Vaxandi umburðarleysi í samfélaginu og aukin tilhneiging til þess að veitast að fólki og útskúfa fyrir skoðanir þess er nú helsta ógnin við tjáningarfrelsið. Þessi ógn er bætist við ógn sem tjáningarfrelsinu stafar af hryðjuverkaárásum ofbeldisfullra ofstækismanna sem eru hluti af herför þeirra gegn frjálsri hugsun og tjáningu. Tjáningarfrelsið er grundvallarundirstaða lýðræðissamfélaga. Þótt við setjum því skorður og leggjum áherslu á að tjáningarfrelsinu sé ekki beitt í meiðandi tilgangi og til valdníðslu, réttlætir tjáning í engum tilvikum ofbeldi. Ofbeldi, áreiti og ógnandi hegðun er auðvitað aldrei réttlætanleg. Þó virðist nú fullt tilefni til að taka það fram. Langminnstur hluti fólks býr við raunverulegt tjáningarfrelsi. Og hópurinn fer minnkandi. Við lesum fréttir af ofbeldisfullum árásum íranskra stjórnvalda á borgarana, m.a. vegna myndbirtinga. Við fylgjumst með rússneskum „réttarhöldum“ yfir fólki sem hefur flutt eða hlýtt á ljóðalestra sem þarlendum yfirvöldum þóknast ekki. Ekki samræmist þetta hugmyndum okkar um frjálst og lýðræðislegt samfélag og við mótmælum þessu. Svo færist þetta nær. Við hneykslumst á fréttum frá Bandaríkjunum þar sem ofbeldisverk og eignaspjöll, tengd stjórnmálaskoðunum hefur stóraukist, einkum eftir árás ofbeldismanna (mótmælenda?) á bandaríska þinghúsið. En hver er staða skoðana- og tjáningarfrelsis á Íslandi? Stöndum við vörð um frjálst og opið samfélag á Íslandi? Finnst okkur í lagi að veitast að fólki með ofbeldi vegna skoðana og tjáningar? Ógna því, hóta og hræða – skemma eigur þess? Brjóta gegn friðhelgi heimila þess? Framangreind aðför að tjáningarfrelsi í öðrum löndum er knúin áfram af sannfæringu fólks sem telur sig handhafa réttra skoðana. Og réttlætir aðfarirnar með því að röngum skoðunum og tjáningu annarra verði að útrýma með öllum tiltækum aðferðum. Við megum aldrei líða neins konar aðför að skoðana- og tjáningarfrelsi fólks. Sama hversu heilög réttlætingin er. Framtíð okkar allra er þar í húfi – frelsið er aldrei meira en einni kynslóð frá því að deyja út, ekki satt? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Tjáningarfrelsi Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Í sameiginlegri heimsókn formanna utanríkismálanefnda frá Norður- og Eystrasaltslöndunum, tókum við m.a. þátt í pallborði í Columbia háskóla í New York. Mikil ásókn var á viðburðinn sem bar yfirskriftinaNordic Baltic Voices og hverfðist um öryggis- og varnarmál. Við undirbúning viðburðarins fengum við upplýsingar sem vöktu hjá mér óhug. Reglum skólans varðandi upplýsingagjöf nemenda hafði sem sé nýlega verið breytt. Þannig þurfa nemendur ekki lengur að gera grein fyrir sér þegar þeir taka þátt í umræðum í skólastarfinu, þ.m.t. á fyrirlestrum og á opnum viðburðum eins og þessum. Ástæðan er að nemendur skólans höfðu orðið fyrir árásum utan skóla vegna ummæla sem þeir létu falla í skólastarfinu, þ.m.t. í tímum. Til þess að gæta öryggis nemenda hafði skólinn gripið til þess ráðs að setja það í hendur nemenda hvort þeir treystu sér til að auðkenna sig í umræðum. Framangreindar upplýsingar komu virkilega illa við mig og hafa verið mér ofarlega í huga. Vaxandi umburðarleysi í samfélaginu og aukin tilhneiging til þess að veitast að fólki og útskúfa fyrir skoðanir þess er nú helsta ógnin við tjáningarfrelsið. Þessi ógn er bætist við ógn sem tjáningarfrelsinu stafar af hryðjuverkaárásum ofbeldisfullra ofstækismanna sem eru hluti af herför þeirra gegn frjálsri hugsun og tjáningu. Tjáningarfrelsið er grundvallarundirstaða lýðræðissamfélaga. Þótt við setjum því skorður og leggjum áherslu á að tjáningarfrelsinu sé ekki beitt í meiðandi tilgangi og til valdníðslu, réttlætir tjáning í engum tilvikum ofbeldi. Ofbeldi, áreiti og ógnandi hegðun er auðvitað aldrei réttlætanleg. Þó virðist nú fullt tilefni til að taka það fram. Langminnstur hluti fólks býr við raunverulegt tjáningarfrelsi. Og hópurinn fer minnkandi. Við lesum fréttir af ofbeldisfullum árásum íranskra stjórnvalda á borgarana, m.a. vegna myndbirtinga. Við fylgjumst með rússneskum „réttarhöldum“ yfir fólki sem hefur flutt eða hlýtt á ljóðalestra sem þarlendum yfirvöldum þóknast ekki. Ekki samræmist þetta hugmyndum okkar um frjálst og lýðræðislegt samfélag og við mótmælum þessu. Svo færist þetta nær. Við hneykslumst á fréttum frá Bandaríkjunum þar sem ofbeldisverk og eignaspjöll, tengd stjórnmálaskoðunum hefur stóraukist, einkum eftir árás ofbeldismanna (mótmælenda?) á bandaríska þinghúsið. En hver er staða skoðana- og tjáningarfrelsis á Íslandi? Stöndum við vörð um frjálst og opið samfélag á Íslandi? Finnst okkur í lagi að veitast að fólki með ofbeldi vegna skoðana og tjáningar? Ógna því, hóta og hræða – skemma eigur þess? Brjóta gegn friðhelgi heimila þess? Framangreind aðför að tjáningarfrelsi í öðrum löndum er knúin áfram af sannfæringu fólks sem telur sig handhafa réttra skoðana. Og réttlætir aðfarirnar með því að röngum skoðunum og tjáningu annarra verði að útrýma með öllum tiltækum aðferðum. Við megum aldrei líða neins konar aðför að skoðana- og tjáningarfrelsi fólks. Sama hversu heilög réttlætingin er. Framtíð okkar allra er þar í húfi – frelsið er aldrei meira en einni kynslóð frá því að deyja út, ekki satt? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun