Hræðilegt að heyra sögurnar úr Grindavík Jón Þór Stefánsson skrifar 14. febrúar 2024 23:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri segir ömurlegt að heyra sögur atvinnurekenda í Grindavík sem segja fyrirtæki bæjarins blæða út, en þau vilja skýrari svör frá stjórnvöldum um framhald atvinnulífs bæjarins. „Það er hræðilegt að heyra þessar sögur, enda er fólk þarna jafnvel að missa aleigu sína og hefur miklar áhyggjur af afkomu sinni og öllum þessu starfsmönnum, og við skiljum það mjög vel,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Greint var frá því í dag að starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hefðu verið teknir af launaskrá, en svipaða sögu var að segja af Vísi í Grindavík í síðustu viku, sem fór í álíka aðgerðir. Þar á undan var greint frá því að að stórum hluta starfsmanna Stakkavíkur, sem er líka í Grindavík, hefði verið sagt upp störfum. Í dag sendu fyrirtæki í Grindavík frá sér yfirlýsingu þar sem að sagði að fyrirtæki bæjarins væru komin að þolmörkum, og að mikilvægt væri að opna bæinn fyrir starfsemi. Sigríður segist vonast til að aðgerðir sem hafa verið í gangi undanfarið skili því að ástandið skýrist. „Það sem hefur verið í gangi undanfarnar vikur er vinna með jarðvegssjám, til að tryggja þessar aðkomuleiðir að bænum og að fyrirtækjunum. Það hefur verið samtal við eitthvað af fyrirtækjunum, en alls ekki öll og það er miður, en þau eru mjög mörg og mjög mismunandi. Þetta er ekki ein stærð sem passar fyrir alla.“ segir hún. „En nú sjáum við jákvæð teikn á lofti. Það er að koma miklu skýrari mynd á það hvar hætturnar liggja og þá er hægt að afmarka þær og setja öryggisþáttinn frekar á herðar fyrirtækjanna,“ segir Sigríður sem bætir að það þyrfti að ná samkomulagi um öryggisreglur. „Það er algjörlega markmið allra að það sé sterk og öflug atvinnustarfsemi í Grindavík. Við erum að reyna að vinna eins hratt og við getum í að geta opnað.“ Hefði mátt bæta samráð og samtal við atvinnurekendur? „Samtal og samráð í svona aðstæðum er aldrei nægilega gott. Við erum einmitt að reyna að ná til þessa hóps einmitt núna.“ Hún segir að ætlunin sé að nota jarðvegsmynd og áhættumat veðurstofu til að búa til kerfi um veru í Grindavík. „Þá er þetta bara eins og veðurspáin: gult, rautt, grænt. Þá vita allir hvað þeir eiga að gera, fyrirtækin hafa æft og eru með flóttaleiðir og svo framveigis. Þá er miklu meiri fyrirsjáanleiki.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira
„Það er hræðilegt að heyra þessar sögur, enda er fólk þarna jafnvel að missa aleigu sína og hefur miklar áhyggjur af afkomu sinni og öllum þessu starfsmönnum, og við skiljum það mjög vel,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Greint var frá því í dag að starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hefðu verið teknir af launaskrá, en svipaða sögu var að segja af Vísi í Grindavík í síðustu viku, sem fór í álíka aðgerðir. Þar á undan var greint frá því að að stórum hluta starfsmanna Stakkavíkur, sem er líka í Grindavík, hefði verið sagt upp störfum. Í dag sendu fyrirtæki í Grindavík frá sér yfirlýsingu þar sem að sagði að fyrirtæki bæjarins væru komin að þolmörkum, og að mikilvægt væri að opna bæinn fyrir starfsemi. Sigríður segist vonast til að aðgerðir sem hafa verið í gangi undanfarið skili því að ástandið skýrist. „Það sem hefur verið í gangi undanfarnar vikur er vinna með jarðvegssjám, til að tryggja þessar aðkomuleiðir að bænum og að fyrirtækjunum. Það hefur verið samtal við eitthvað af fyrirtækjunum, en alls ekki öll og það er miður, en þau eru mjög mörg og mjög mismunandi. Þetta er ekki ein stærð sem passar fyrir alla.“ segir hún. „En nú sjáum við jákvæð teikn á lofti. Það er að koma miklu skýrari mynd á það hvar hætturnar liggja og þá er hægt að afmarka þær og setja öryggisþáttinn frekar á herðar fyrirtækjanna,“ segir Sigríður sem bætir að það þyrfti að ná samkomulagi um öryggisreglur. „Það er algjörlega markmið allra að það sé sterk og öflug atvinnustarfsemi í Grindavík. Við erum að reyna að vinna eins hratt og við getum í að geta opnað.“ Hefði mátt bæta samráð og samtal við atvinnurekendur? „Samtal og samráð í svona aðstæðum er aldrei nægilega gott. Við erum einmitt að reyna að ná til þessa hóps einmitt núna.“ Hún segir að ætlunin sé að nota jarðvegsmynd og áhættumat veðurstofu til að búa til kerfi um veru í Grindavík. „Þá er þetta bara eins og veðurspáin: gult, rautt, grænt. Þá vita allir hvað þeir eiga að gera, fyrirtækin hafa æft og eru með flóttaleiðir og svo framveigis. Þá er miklu meiri fyrirsjáanleiki.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira