Hræðilegt að heyra sögurnar úr Grindavík Jón Þór Stefánsson skrifar 14. febrúar 2024 23:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri segir ömurlegt að heyra sögur atvinnurekenda í Grindavík sem segja fyrirtæki bæjarins blæða út, en þau vilja skýrari svör frá stjórnvöldum um framhald atvinnulífs bæjarins. „Það er hræðilegt að heyra þessar sögur, enda er fólk þarna jafnvel að missa aleigu sína og hefur miklar áhyggjur af afkomu sinni og öllum þessu starfsmönnum, og við skiljum það mjög vel,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Greint var frá því í dag að starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hefðu verið teknir af launaskrá, en svipaða sögu var að segja af Vísi í Grindavík í síðustu viku, sem fór í álíka aðgerðir. Þar á undan var greint frá því að að stórum hluta starfsmanna Stakkavíkur, sem er líka í Grindavík, hefði verið sagt upp störfum. Í dag sendu fyrirtæki í Grindavík frá sér yfirlýsingu þar sem að sagði að fyrirtæki bæjarins væru komin að þolmörkum, og að mikilvægt væri að opna bæinn fyrir starfsemi. Sigríður segist vonast til að aðgerðir sem hafa verið í gangi undanfarið skili því að ástandið skýrist. „Það sem hefur verið í gangi undanfarnar vikur er vinna með jarðvegssjám, til að tryggja þessar aðkomuleiðir að bænum og að fyrirtækjunum. Það hefur verið samtal við eitthvað af fyrirtækjunum, en alls ekki öll og það er miður, en þau eru mjög mörg og mjög mismunandi. Þetta er ekki ein stærð sem passar fyrir alla.“ segir hún. „En nú sjáum við jákvæð teikn á lofti. Það er að koma miklu skýrari mynd á það hvar hætturnar liggja og þá er hægt að afmarka þær og setja öryggisþáttinn frekar á herðar fyrirtækjanna,“ segir Sigríður sem bætir að það þyrfti að ná samkomulagi um öryggisreglur. „Það er algjörlega markmið allra að það sé sterk og öflug atvinnustarfsemi í Grindavík. Við erum að reyna að vinna eins hratt og við getum í að geta opnað.“ Hefði mátt bæta samráð og samtal við atvinnurekendur? „Samtal og samráð í svona aðstæðum er aldrei nægilega gott. Við erum einmitt að reyna að ná til þessa hóps einmitt núna.“ Hún segir að ætlunin sé að nota jarðvegsmynd og áhættumat veðurstofu til að búa til kerfi um veru í Grindavík. „Þá er þetta bara eins og veðurspáin: gult, rautt, grænt. Þá vita allir hvað þeir eiga að gera, fyrirtækin hafa æft og eru með flóttaleiðir og svo framveigis. Þá er miklu meiri fyrirsjáanleiki.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
„Það er hræðilegt að heyra þessar sögur, enda er fólk þarna jafnvel að missa aleigu sína og hefur miklar áhyggjur af afkomu sinni og öllum þessu starfsmönnum, og við skiljum það mjög vel,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Greint var frá því í dag að starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hefðu verið teknir af launaskrá, en svipaða sögu var að segja af Vísi í Grindavík í síðustu viku, sem fór í álíka aðgerðir. Þar á undan var greint frá því að að stórum hluta starfsmanna Stakkavíkur, sem er líka í Grindavík, hefði verið sagt upp störfum. Í dag sendu fyrirtæki í Grindavík frá sér yfirlýsingu þar sem að sagði að fyrirtæki bæjarins væru komin að þolmörkum, og að mikilvægt væri að opna bæinn fyrir starfsemi. Sigríður segist vonast til að aðgerðir sem hafa verið í gangi undanfarið skili því að ástandið skýrist. „Það sem hefur verið í gangi undanfarnar vikur er vinna með jarðvegssjám, til að tryggja þessar aðkomuleiðir að bænum og að fyrirtækjunum. Það hefur verið samtal við eitthvað af fyrirtækjunum, en alls ekki öll og það er miður, en þau eru mjög mörg og mjög mismunandi. Þetta er ekki ein stærð sem passar fyrir alla.“ segir hún. „En nú sjáum við jákvæð teikn á lofti. Það er að koma miklu skýrari mynd á það hvar hætturnar liggja og þá er hægt að afmarka þær og setja öryggisþáttinn frekar á herðar fyrirtækjanna,“ segir Sigríður sem bætir að það þyrfti að ná samkomulagi um öryggisreglur. „Það er algjörlega markmið allra að það sé sterk og öflug atvinnustarfsemi í Grindavík. Við erum að reyna að vinna eins hratt og við getum í að geta opnað.“ Hefði mátt bæta samráð og samtal við atvinnurekendur? „Samtal og samráð í svona aðstæðum er aldrei nægilega gott. Við erum einmitt að reyna að ná til þessa hóps einmitt núna.“ Hún segir að ætlunin sé að nota jarðvegsmynd og áhættumat veðurstofu til að búa til kerfi um veru í Grindavík. „Þá er þetta bara eins og veðurspáin: gult, rautt, grænt. Þá vita allir hvað þeir eiga að gera, fyrirtækin hafa æft og eru með flóttaleiðir og svo framveigis. Þá er miklu meiri fyrirsjáanleiki.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira