Vilja leggja niður RÚV ohf. Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2024 09:43 Óli Björn Kárason er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Níu af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingar á lögum sem snerta fjölmiðla, þar á meðal. Ríkisútvarpið. Leggja þeir til að RÚV ohf. verði lagt niður og til verði ríkisstofnun á fjárlögum með sjálfstæða stjórn. Það sé ekkert samræmi fólgið í því að RÚV auki tekjur sínar í hlutfalli við aukna fólksfjölgun vegna útvarpsgjaldsins. Beinir styrkir til einkarekinna fjölmiðla verði einnig felldir niður. Nái frumvarpið um ýmsar breytingar á lögum fram að ganga verður formbreyting á rekstri Ríkisútvarpsins og skattalegar ívilnanir fyrir sjálfstæða fjölmiðla innleiddar til að styrkja stöðu þeirra. Þá verða skorður settar við samkeppnisrekstri Ríkisútvarpsins. „Með frumvarpinu viljum við jafna stöðuna á fjölmiðlamarkaði, draga úr forréttindum ríkisfjölmiðils og styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla,“ segir Óli Björn Kárason, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins í tilkynningu til fjölmiðla. „Við þurfum að viðurkenna að það voru mistök að gera Ríkisútvarpið að opinberu hlutafélagi. Þá ætti öllum að vera ljóst að fyrirkomulag fjármögnunar með álagningu útvarpsgjalds er óeðlileg. Klippt hefur verið á milli fjármögnunar og þróunar rekstrarkostnaðar vegna lögbundinna verkefna.“ Í greinargerð með frumvarpinu er í þessu sambandi bent á að fjárveitingar til Ríkisútvarpsins ráðist af fjölda skattgreiðenda á aldrinum 16-67 ára, fjölda lögaðila og fjárhæð útvarpsgjalds en endurspegli ekki þróun útgjalda. Hlutverk og þjónusta Ríkisútvarpsins sé nánast að öllu leyti sú sama, óháð fjölda skattgreiðenda hverju sinni. Auknar tekjur Ríkisútvarpsins vegna fjölgunar greiðenda útvarpsgjalds séu því ekki í neinu samræmi við þær skyldur sem á því hvílir, enda eru ekki lagðar ríkari skyldur á Ríkisútvarpið samhliða fólksfjölgun. Í frumvarpinu eru jafnframt settar skorður við samkeppnisrekstri Ríkisútvarpsins, sem ekki verður heimilt að afla kostunar og stífar reglur verða um auglýsingar. Ríkisútvarpinu verður heimilt að birta auglýsingar á grundvelli gjaldskrár sem staðfest hefur verið af ráðherra og birt opinberlega. Óheimilt verður að veita nokkurs konar afslátt af gjaldskrá eða stunda beina sölu auglýsinga. Hámarksauglýsingatími á hverri klukkustund verði fimm mínútur. Lagt er til að beinir ríkisstyrkir til einkarekinna fjölmiðla verði felldir niður. Á móti njóti sjálfstæðir fjölmiðlar skattaívilnana sem eru samræmdar og gegnsæjar. Annars vegar með undanþágu frá greiðslu tryggingagjalds upp að vissu marki og hins vegar með því að fella niður virðisaukaskatt af áskriftum innlendra fjölmiðla; prentmiðlum, netmiðlum og ljósvakamiðlum. Hlutfallslega fáist sama lækkun á hvern fjölmiðil miðað við launakostnað og áskriftartekjur og er skattaívilnunin þannig byggð á rekstri einstakra fjölmiðla. „Nái frumvarpið fram að ganga verður umhverfi fjölmiðla heilbrigðra en áður. Óréttlætið sem viðgengst er augljóst og löggjafinn getur ekki leyft sé að sitja aðgerðarlaus hjá,“ segir Óli Björn Kárason. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Sjá meira
Nái frumvarpið um ýmsar breytingar á lögum fram að ganga verður formbreyting á rekstri Ríkisútvarpsins og skattalegar ívilnanir fyrir sjálfstæða fjölmiðla innleiddar til að styrkja stöðu þeirra. Þá verða skorður settar við samkeppnisrekstri Ríkisútvarpsins. „Með frumvarpinu viljum við jafna stöðuna á fjölmiðlamarkaði, draga úr forréttindum ríkisfjölmiðils og styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla,“ segir Óli Björn Kárason, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins í tilkynningu til fjölmiðla. „Við þurfum að viðurkenna að það voru mistök að gera Ríkisútvarpið að opinberu hlutafélagi. Þá ætti öllum að vera ljóst að fyrirkomulag fjármögnunar með álagningu útvarpsgjalds er óeðlileg. Klippt hefur verið á milli fjármögnunar og þróunar rekstrarkostnaðar vegna lögbundinna verkefna.“ Í greinargerð með frumvarpinu er í þessu sambandi bent á að fjárveitingar til Ríkisútvarpsins ráðist af fjölda skattgreiðenda á aldrinum 16-67 ára, fjölda lögaðila og fjárhæð útvarpsgjalds en endurspegli ekki þróun útgjalda. Hlutverk og þjónusta Ríkisútvarpsins sé nánast að öllu leyti sú sama, óháð fjölda skattgreiðenda hverju sinni. Auknar tekjur Ríkisútvarpsins vegna fjölgunar greiðenda útvarpsgjalds séu því ekki í neinu samræmi við þær skyldur sem á því hvílir, enda eru ekki lagðar ríkari skyldur á Ríkisútvarpið samhliða fólksfjölgun. Í frumvarpinu eru jafnframt settar skorður við samkeppnisrekstri Ríkisútvarpsins, sem ekki verður heimilt að afla kostunar og stífar reglur verða um auglýsingar. Ríkisútvarpinu verður heimilt að birta auglýsingar á grundvelli gjaldskrár sem staðfest hefur verið af ráðherra og birt opinberlega. Óheimilt verður að veita nokkurs konar afslátt af gjaldskrá eða stunda beina sölu auglýsinga. Hámarksauglýsingatími á hverri klukkustund verði fimm mínútur. Lagt er til að beinir ríkisstyrkir til einkarekinna fjölmiðla verði felldir niður. Á móti njóti sjálfstæðir fjölmiðlar skattaívilnana sem eru samræmdar og gegnsæjar. Annars vegar með undanþágu frá greiðslu tryggingagjalds upp að vissu marki og hins vegar með því að fella niður virðisaukaskatt af áskriftum innlendra fjölmiðla; prentmiðlum, netmiðlum og ljósvakamiðlum. Hlutfallslega fáist sama lækkun á hvern fjölmiðil miðað við launakostnað og áskriftartekjur og er skattaívilnunin þannig byggð á rekstri einstakra fjölmiðla. „Nái frumvarpið fram að ganga verður umhverfi fjölmiðla heilbrigðra en áður. Óréttlætið sem viðgengst er augljóst og löggjafinn getur ekki leyft sé að sitja aðgerðarlaus hjá,“ segir Óli Björn Kárason.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Sjá meira