Grunnskólabörn panta heimsendingu: „Af augljósum ástæðum gengur þetta ekki“ Árni Sæberg skrifar 13. febrúar 2024 17:15 Telja verður líklegt að sendlar á vegum Domino's séu meðal þeirra sem komið hafa í Valhúsaskóla. Vísir Skólastjórnendur Grunnskóla Seltjarnarness hafa biðlað til forráðamanna barna í sjöunda til tíunda bekk að brýna fyrir börnunum að panta sér ekki heimsendan mat í skólann. Í tölvupósti sem sendur er á forráðamenn segir að skólastjórnaendur vilji vekja athygli á því að það virðist vera nokkuð vinsælt hjá börnunum að panta sér mat frá hinum og þessum fyrirtækjum og fá sendan í skólann. „Af augljósum ástæðum gengur þetta ekki upp. Þetta er afar kostnaðarsamt fyrir nemendur auk þess sem þetta er eitthvað sem við viljum ekki fá inn í skólann. Vinsamlegast ræðið við börnin um að þetta er ekki leyfilegt.“ Vilja sendlana ekki inn í skólann Í samtali við Vísi segir Kristjana Hrafnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, að hingað til hafi starfsfólk ekki tekið eftir því að börn panti sér mat. Nú færist hins vegar sífellt í aukana að alls konar matarsendlar frá hinum ýmsu fyrirtækjum komi með mat í skólann. „Eðli málsins samkvæmt viljum við ekki að hver sem er sé að koma inn í skólabygginguna. Skólabyggingin er ætluð fyrir nemendur, starfsfólk og aðstandendur. Við viljum hafa sem minnst rennerí af fólki sem á ekki erindi þangað. Fyrir utan það þá teljum við að þetta sé ekkert sérstaklega gott fyrir börnin. Þetta er dýrt og það er ekkert endilega alltaf einhver hollusta sem þau eru að panta sér.“ Ekki endilega á hverjum degi Kristjana segir að það sé ekki endilega á hverjum degi sem starfsfólk verði vart við matarsendla en fyrst nú séu þeir farnir að venja komur sínar í skólann. „Við erum aðeins að taka meira eftir þessu núna og við viljum stoppa þetta af áður en þetta verður almenn hefð. Þetta er ekkert þannig að við séum að drukkna í sendlum en við höfum orðið vör við nokkur atvik.“ Þá segir hún að málið gæti tengst óánægju með matinn sem boðið er upp á í mötuneyti skólans. „En það hefur alltaf verið, alveg sama hvaða matur er. Það eru margir sem vilja bara eitthvað annað. Nemendur eru svolítið að fara út í Hagkaup af því að þau vilja síður matinn í mötuneytinu. Hérna áður fyrr voru seldar samlokur og eitthvað sem þau gátu keypt sér. Eftir að það var skipt um rekstraraðila á mötuneytunum þá breyttist það. Við getum svo sem alveg skilið það að þau langi í eitthvað annað, en engu að síður viljum við ná utan um þetta.“ Seltjarnarnes Grunnskólar Börn og uppeldi Matur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Sjá meira
Í tölvupósti sem sendur er á forráðamenn segir að skólastjórnaendur vilji vekja athygli á því að það virðist vera nokkuð vinsælt hjá börnunum að panta sér mat frá hinum og þessum fyrirtækjum og fá sendan í skólann. „Af augljósum ástæðum gengur þetta ekki upp. Þetta er afar kostnaðarsamt fyrir nemendur auk þess sem þetta er eitthvað sem við viljum ekki fá inn í skólann. Vinsamlegast ræðið við börnin um að þetta er ekki leyfilegt.“ Vilja sendlana ekki inn í skólann Í samtali við Vísi segir Kristjana Hrafnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, að hingað til hafi starfsfólk ekki tekið eftir því að börn panti sér mat. Nú færist hins vegar sífellt í aukana að alls konar matarsendlar frá hinum ýmsu fyrirtækjum komi með mat í skólann. „Eðli málsins samkvæmt viljum við ekki að hver sem er sé að koma inn í skólabygginguna. Skólabyggingin er ætluð fyrir nemendur, starfsfólk og aðstandendur. Við viljum hafa sem minnst rennerí af fólki sem á ekki erindi þangað. Fyrir utan það þá teljum við að þetta sé ekkert sérstaklega gott fyrir börnin. Þetta er dýrt og það er ekkert endilega alltaf einhver hollusta sem þau eru að panta sér.“ Ekki endilega á hverjum degi Kristjana segir að það sé ekki endilega á hverjum degi sem starfsfólk verði vart við matarsendla en fyrst nú séu þeir farnir að venja komur sínar í skólann. „Við erum aðeins að taka meira eftir þessu núna og við viljum stoppa þetta af áður en þetta verður almenn hefð. Þetta er ekkert þannig að við séum að drukkna í sendlum en við höfum orðið vör við nokkur atvik.“ Þá segir hún að málið gæti tengst óánægju með matinn sem boðið er upp á í mötuneyti skólans. „En það hefur alltaf verið, alveg sama hvaða matur er. Það eru margir sem vilja bara eitthvað annað. Nemendur eru svolítið að fara út í Hagkaup af því að þau vilja síður matinn í mötuneytinu. Hérna áður fyrr voru seldar samlokur og eitthvað sem þau gátu keypt sér. Eftir að það var skipt um rekstraraðila á mötuneytunum þá breyttist það. Við getum svo sem alveg skilið það að þau langi í eitthvað annað, en engu að síður viljum við ná utan um þetta.“
Seltjarnarnes Grunnskólar Börn og uppeldi Matur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Sjá meira