Tónlistarvinir Rauða krossins vinna gegn einsemd og einangrun Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar 13. febrúar 2024 11:31 Í janúar hrinti Rauði krossinn á Íslandi af stað nýju Vinaverkefni, sem kallast Tónlistarvinir. Markmið Tónlistarvina, eins og annarra Vinaverkefna, er að efla og styrkja félagslega þátttöku og sporna við félagslegri einangrun. Í Tónlistarvinum taka sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins að sér tónlistarsamveru og heimsækja þátttakendur að jafnaði hálfsmánaðarlega eða vikulega í um það bil klukkustund í senn, en heimsóknir eru alltaf útfærðar í samráði við þátttakendur í verkefninu. Verkefnið er hugsað sem leið til þess að mæta félagslegri og tónlistartengdri þörf þeirra sem eiga erfitt með að komast á tónleikastaði af einhverri ástæðu. Í gegnum tíðina hefur verið notast við ýmsar aðferðir til þess að takast á við félagslega einangrun og einmanaleika. Til að mynda hefur verið unnið í því að bæta félagslega færni einstaklinga og hópa, efla félagslegan stuðning þeirra og að auka við tækifæri einstaklinga og hópa til félagslegra samskipta. Það er sömuleiðis ekki nýtt af nálinni að notast við tónlist til þess að sigla í gegnum flóknar og krefjandi tilfinningar, enda getur tónlist veitt mikinn stuðning við krefjandi aðstæður. Tónlist hjálpar fólki að mynda tengsl Félagsleg einangrun og einmanaleiki eru alvarleg þjóðfélagsleg vandamál sem bitna verulega á heilsu þeirra sem búa við slíkar aðstæður. Í réttu umhverfi getur tónlistarþátttaka styrkt félagslegar tengingar og dregið úr einmanaleika, en rannsóknir benda til þess að tónlist hafi víðtæka og mikilvæga verkun á skynjun okkar. Með tónlist geta hlustendur líka upplifað skilning og tilfinningalegan stuðning. Tónlist getur auk þess aðstoðað fólk við að tilheyra, því að í gegnum tónlist myndast oft góðar forsendur fyrir félagslegum tengslum, enda fylgir hlustun og iðkun tónlistar oft mikil samvera og samkennd. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á þátttöku í verkefninu, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að hika ekki við að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri í félagsverkefnum Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Sjá meira
Í janúar hrinti Rauði krossinn á Íslandi af stað nýju Vinaverkefni, sem kallast Tónlistarvinir. Markmið Tónlistarvina, eins og annarra Vinaverkefna, er að efla og styrkja félagslega þátttöku og sporna við félagslegri einangrun. Í Tónlistarvinum taka sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins að sér tónlistarsamveru og heimsækja þátttakendur að jafnaði hálfsmánaðarlega eða vikulega í um það bil klukkustund í senn, en heimsóknir eru alltaf útfærðar í samráði við þátttakendur í verkefninu. Verkefnið er hugsað sem leið til þess að mæta félagslegri og tónlistartengdri þörf þeirra sem eiga erfitt með að komast á tónleikastaði af einhverri ástæðu. Í gegnum tíðina hefur verið notast við ýmsar aðferðir til þess að takast á við félagslega einangrun og einmanaleika. Til að mynda hefur verið unnið í því að bæta félagslega færni einstaklinga og hópa, efla félagslegan stuðning þeirra og að auka við tækifæri einstaklinga og hópa til félagslegra samskipta. Það er sömuleiðis ekki nýtt af nálinni að notast við tónlist til þess að sigla í gegnum flóknar og krefjandi tilfinningar, enda getur tónlist veitt mikinn stuðning við krefjandi aðstæður. Tónlist hjálpar fólki að mynda tengsl Félagsleg einangrun og einmanaleiki eru alvarleg þjóðfélagsleg vandamál sem bitna verulega á heilsu þeirra sem búa við slíkar aðstæður. Í réttu umhverfi getur tónlistarþátttaka styrkt félagslegar tengingar og dregið úr einmanaleika, en rannsóknir benda til þess að tónlist hafi víðtæka og mikilvæga verkun á skynjun okkar. Með tónlist geta hlustendur líka upplifað skilning og tilfinningalegan stuðning. Tónlist getur auk þess aðstoðað fólk við að tilheyra, því að í gegnum tónlist myndast oft góðar forsendur fyrir félagslegum tengslum, enda fylgir hlustun og iðkun tónlistar oft mikil samvera og samkennd. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á þátttöku í verkefninu, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að hika ekki við að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri í félagsverkefnum Rauða krossins.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun