Tónlistarvinir Rauða krossins vinna gegn einsemd og einangrun Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar 13. febrúar 2024 11:31 Í janúar hrinti Rauði krossinn á Íslandi af stað nýju Vinaverkefni, sem kallast Tónlistarvinir. Markmið Tónlistarvina, eins og annarra Vinaverkefna, er að efla og styrkja félagslega þátttöku og sporna við félagslegri einangrun. Í Tónlistarvinum taka sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins að sér tónlistarsamveru og heimsækja þátttakendur að jafnaði hálfsmánaðarlega eða vikulega í um það bil klukkustund í senn, en heimsóknir eru alltaf útfærðar í samráði við þátttakendur í verkefninu. Verkefnið er hugsað sem leið til þess að mæta félagslegri og tónlistartengdri þörf þeirra sem eiga erfitt með að komast á tónleikastaði af einhverri ástæðu. Í gegnum tíðina hefur verið notast við ýmsar aðferðir til þess að takast á við félagslega einangrun og einmanaleika. Til að mynda hefur verið unnið í því að bæta félagslega færni einstaklinga og hópa, efla félagslegan stuðning þeirra og að auka við tækifæri einstaklinga og hópa til félagslegra samskipta. Það er sömuleiðis ekki nýtt af nálinni að notast við tónlist til þess að sigla í gegnum flóknar og krefjandi tilfinningar, enda getur tónlist veitt mikinn stuðning við krefjandi aðstæður. Tónlist hjálpar fólki að mynda tengsl Félagsleg einangrun og einmanaleiki eru alvarleg þjóðfélagsleg vandamál sem bitna verulega á heilsu þeirra sem búa við slíkar aðstæður. Í réttu umhverfi getur tónlistarþátttaka styrkt félagslegar tengingar og dregið úr einmanaleika, en rannsóknir benda til þess að tónlist hafi víðtæka og mikilvæga verkun á skynjun okkar. Með tónlist geta hlustendur líka upplifað skilning og tilfinningalegan stuðning. Tónlist getur auk þess aðstoðað fólk við að tilheyra, því að í gegnum tónlist myndast oft góðar forsendur fyrir félagslegum tengslum, enda fylgir hlustun og iðkun tónlistar oft mikil samvera og samkennd. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á þátttöku í verkefninu, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að hika ekki við að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri í félagsverkefnum Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í janúar hrinti Rauði krossinn á Íslandi af stað nýju Vinaverkefni, sem kallast Tónlistarvinir. Markmið Tónlistarvina, eins og annarra Vinaverkefna, er að efla og styrkja félagslega þátttöku og sporna við félagslegri einangrun. Í Tónlistarvinum taka sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins að sér tónlistarsamveru og heimsækja þátttakendur að jafnaði hálfsmánaðarlega eða vikulega í um það bil klukkustund í senn, en heimsóknir eru alltaf útfærðar í samráði við þátttakendur í verkefninu. Verkefnið er hugsað sem leið til þess að mæta félagslegri og tónlistartengdri þörf þeirra sem eiga erfitt með að komast á tónleikastaði af einhverri ástæðu. Í gegnum tíðina hefur verið notast við ýmsar aðferðir til þess að takast á við félagslega einangrun og einmanaleika. Til að mynda hefur verið unnið í því að bæta félagslega færni einstaklinga og hópa, efla félagslegan stuðning þeirra og að auka við tækifæri einstaklinga og hópa til félagslegra samskipta. Það er sömuleiðis ekki nýtt af nálinni að notast við tónlist til þess að sigla í gegnum flóknar og krefjandi tilfinningar, enda getur tónlist veitt mikinn stuðning við krefjandi aðstæður. Tónlist hjálpar fólki að mynda tengsl Félagsleg einangrun og einmanaleiki eru alvarleg þjóðfélagsleg vandamál sem bitna verulega á heilsu þeirra sem búa við slíkar aðstæður. Í réttu umhverfi getur tónlistarþátttaka styrkt félagslegar tengingar og dregið úr einmanaleika, en rannsóknir benda til þess að tónlist hafi víðtæka og mikilvæga verkun á skynjun okkar. Með tónlist geta hlustendur líka upplifað skilning og tilfinningalegan stuðning. Tónlist getur auk þess aðstoðað fólk við að tilheyra, því að í gegnum tónlist myndast oft góðar forsendur fyrir félagslegum tengslum, enda fylgir hlustun og iðkun tónlistar oft mikil samvera og samkennd. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á þátttöku í verkefninu, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að hika ekki við að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri í félagsverkefnum Rauða krossins.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar