Jon Stewart snýr aftur: „Hvað erum við að gera?“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2024 11:25 Jon Stewart hóf fyrsta þátt sinn á því að útskýra af hverju hann hefði snúið aftur. Sjónvarpsmaðurinn Jon Stewart sneri aftur í sett The Daily Show í gærkvöldi, í fyrsta sinn frá því hann hætti árið 2015. Fyrir það hafði hann og rithöfundar hans á sextán árum gert þáttinn að ákveðnu stórveldi á sviði pólitískrar satíru. Tilkynnt var í síðasta mánuði að Stewart myndi stýra þáttunum á mánudögum, fram að forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram í nóvember og kemur hann einnig að því að framleiða þættina. Eftir að hann hætti tók Trevor Noah við stjórn Daily Show. Noah hætti svo í desember og síðan þá hafa fjölmargir gestastjórnendur haldið á spöðunum á þáttunum. Stewart hóf fyrsta þátt sinn á því að útskýra af hverju hann hefði snúið aftur. Hann sagðist hafa framið mikið af glæpum á undanförnum árum og honum skildist að þáttastjórnendur fengju friðhelgi. Þá sagðist hann ætla að tala um margt á árinu, eins og kosningarnar, Kína, gervigreind og svo mögulega einhver „létt mál“ eins og málefni Ísrael og Palestínu. Stewart byrjaði á því að ræða undarlegar samsæriskenningar hægri manna vestanhafs um Super Bowl og Taylor Swift, áður en hann skaut sér í að ræða kosningarnar og þá Joe Biden og Donald Trump. Fjallaði hann meðal annars um aldur þeirra og vitsmuni, eins og mikið hefur verið rætt um á undanförnum vikum. Samhliða því gerði Stewart einnig grín að sjálfum sér og aldri sínum. Meðal þeirra sem störfuðu fyrir Stewart í Daily Show í gegnum árin voru Stephen Colbert, John Oliver, Steve Carell, Ed Helms, Jessica Williams, Samantha Bee og Hasan Minhaj. Stewart var einnig með innslag með núverandi starfsmönnum þáttarins, þar sem þau gerðu grín að kosningaumfjöllun bandarískra fjölmiðla. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Bíó og sjónvarp Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Tilkynnt var í síðasta mánuði að Stewart myndi stýra þáttunum á mánudögum, fram að forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram í nóvember og kemur hann einnig að því að framleiða þættina. Eftir að hann hætti tók Trevor Noah við stjórn Daily Show. Noah hætti svo í desember og síðan þá hafa fjölmargir gestastjórnendur haldið á spöðunum á þáttunum. Stewart hóf fyrsta þátt sinn á því að útskýra af hverju hann hefði snúið aftur. Hann sagðist hafa framið mikið af glæpum á undanförnum árum og honum skildist að þáttastjórnendur fengju friðhelgi. Þá sagðist hann ætla að tala um margt á árinu, eins og kosningarnar, Kína, gervigreind og svo mögulega einhver „létt mál“ eins og málefni Ísrael og Palestínu. Stewart byrjaði á því að ræða undarlegar samsæriskenningar hægri manna vestanhafs um Super Bowl og Taylor Swift, áður en hann skaut sér í að ræða kosningarnar og þá Joe Biden og Donald Trump. Fjallaði hann meðal annars um aldur þeirra og vitsmuni, eins og mikið hefur verið rætt um á undanförnum vikum. Samhliða því gerði Stewart einnig grín að sjálfum sér og aldri sínum. Meðal þeirra sem störfuðu fyrir Stewart í Daily Show í gegnum árin voru Stephen Colbert, John Oliver, Steve Carell, Ed Helms, Jessica Williams, Samantha Bee og Hasan Minhaj. Stewart var einnig með innslag með núverandi starfsmönnum þáttarins, þar sem þau gerðu grín að kosningaumfjöllun bandarískra fjölmiðla.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Bíó og sjónvarp Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“