Hjálpa fólki að hætta á verkjalyfjum með íslensku hugviti Árni Sæberg skrifar 13. febrúar 2024 10:16 Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi, Kjartan Þórsson, læknir og einn stofnenda Prescriby og Teitur Guðmundsson, læknir og forstjóri Heilsuverndar. Prescriby Íslenska sprotafyrirtækið Prescriby hefur í samráði við Heilsuvernd og Heilsugæsluna í Urðarhvarfi stigið stórt skref í veitingu heilbrigðisþjónustu, en þau bjóða nú upp á persónusniðna verkjamóttöku og þjónustu við að minnka notkun eða hætta á sterkum verkjalyfjum. Þetta segir í fréttatilkynningu um samstarfið. „Verkjamóttakan er stórt framfaraskref í að gjörbreyta lífi fólks til hins betra og mun auðvelda okkur að takast jafnframt á við notkun slævandi og ávanabindandi lyfja. Samstarfið með Prescriby markar síðan ákveðin tímamót þar sem að við getum nýtt íslenskt hugvit og tækni til að bjóða upp á þjónustu sem við höfum áður ekki getað veitt,“ er haft eftir Lindu Kristjánsdóttur, yfirlækni Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi. Stefna að því að gera Ísland öruggast í heimi Í tilkynningu segir að Prescriby sé íslenskt sprotafyrirtæki stofnað af læknum og forriturum sem hafi séð tækifæri í að þróa nýja og öruggari leið til að hjálpa fólki sem notast við sterk verkjalyf, róandi lyf og svefnlyf. Kjartan Þórsson, læknir og einn stofnanda Prescriby, hafi síðastliðin fimm ár tileinkað ferli sínum sem læknir því að þróa Prescriby og stuðla að landslagi þegar kemur að því hvernig uppáskrifuð sterk verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf eru meðhöndluð. Kjartan hafi ásamt meðstofnendum Prescriby áttað sig á gríðarstóru tækifæri í að tryggja öruggari notkun lyfjanna og stefni að því að gera íslenskt heilbrigðiskerfi að öruggasta stað í heimi fyrir fólk sem þarf á þessum lyfjum að halda, en Prescriby sé nú þegar einnig í innleiðingarferli í Kanada og Danmörku. „Við erum mjög þakklát fyrir metnaðinn sem Heilsuvernd og Heilsugæslan í Urðarhvarfi hafa sett í þetta málefni. Við bjuggum til hugbúnaðinn til að geta gert heilbrigðisstarfsfólki kleift að veita þessa meðferð til skjólstæðinga og gera hana auk þess betri og öruggari. Við þurfum hins vegar að reiða okkur á metnað og vilja heilbrigðisstofnanna til að taka þátt í að bæta núverandi ástand og þess vegna er það svo ánægjulegt að hefja þetta samstarf með þeim,“ er haft eftir Kjartani Þá veiti Reykjanesapótek einnig þjónustu í gegnum Prescriby auk þess að Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins bætist við eftir nokkrar vikur. Mikilvægur liður í stuðningi við skjólstæðinga Í tilkynningunni segir mikil vinna og metnaður liggi að baki innleiðingunni á kerfinu og þurft hafi að aðlaga kerfið að íslensku regluverki og verkferlum heilbrigðisstarfsfólks. Heilsugæslan Urðarhvarfi hafi sett á fót verkjamóttöku, þar sem kerfið komi til með að opna nýja tegund heilbrigðisþjónustu. „Það er ánægjulegt að segja frá því að búið er að undirrita samninga og afla leyfis frá Embætti Landlæknis til að nýta hugbúnað og þjónustu Prescriby. Opnuð hefur verið verkjamóttaka fyrir skjólstæðinga Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi þar sem leitað er leiða til að draga úr notkun sterkra verkjalyfja eins og mögulegt er. Samstarfið við Prescriby er mikilvægur liður í að lyfta þjónustunni upp á næsta stig og geta stutt við okkar skjólstæðinga sem vilja hætta eða minnka notkun lyfjanna. Þá er einnig mikilvægt að geta með markvissum og öruggum hætti beitt meðferð með slíkum lyfjum við réttum ábendingum og fylgja þeirri meðferð eftir,“ er haft eftir Teiti Guðmundssyni, lækni og forstjóra Heilsuverndar. Heilbrigðismál Fíkn Nýsköpun Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu um samstarfið. „Verkjamóttakan er stórt framfaraskref í að gjörbreyta lífi fólks til hins betra og mun auðvelda okkur að takast jafnframt á við notkun slævandi og ávanabindandi lyfja. Samstarfið með Prescriby markar síðan ákveðin tímamót þar sem að við getum nýtt íslenskt hugvit og tækni til að bjóða upp á þjónustu sem við höfum áður ekki getað veitt,“ er haft eftir Lindu Kristjánsdóttur, yfirlækni Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi. Stefna að því að gera Ísland öruggast í heimi Í tilkynningu segir að Prescriby sé íslenskt sprotafyrirtæki stofnað af læknum og forriturum sem hafi séð tækifæri í að þróa nýja og öruggari leið til að hjálpa fólki sem notast við sterk verkjalyf, róandi lyf og svefnlyf. Kjartan Þórsson, læknir og einn stofnanda Prescriby, hafi síðastliðin fimm ár tileinkað ferli sínum sem læknir því að þróa Prescriby og stuðla að landslagi þegar kemur að því hvernig uppáskrifuð sterk verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf eru meðhöndluð. Kjartan hafi ásamt meðstofnendum Prescriby áttað sig á gríðarstóru tækifæri í að tryggja öruggari notkun lyfjanna og stefni að því að gera íslenskt heilbrigðiskerfi að öruggasta stað í heimi fyrir fólk sem þarf á þessum lyfjum að halda, en Prescriby sé nú þegar einnig í innleiðingarferli í Kanada og Danmörku. „Við erum mjög þakklát fyrir metnaðinn sem Heilsuvernd og Heilsugæslan í Urðarhvarfi hafa sett í þetta málefni. Við bjuggum til hugbúnaðinn til að geta gert heilbrigðisstarfsfólki kleift að veita þessa meðferð til skjólstæðinga og gera hana auk þess betri og öruggari. Við þurfum hins vegar að reiða okkur á metnað og vilja heilbrigðisstofnanna til að taka þátt í að bæta núverandi ástand og þess vegna er það svo ánægjulegt að hefja þetta samstarf með þeim,“ er haft eftir Kjartani Þá veiti Reykjanesapótek einnig þjónustu í gegnum Prescriby auk þess að Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins bætist við eftir nokkrar vikur. Mikilvægur liður í stuðningi við skjólstæðinga Í tilkynningunni segir mikil vinna og metnaður liggi að baki innleiðingunni á kerfinu og þurft hafi að aðlaga kerfið að íslensku regluverki og verkferlum heilbrigðisstarfsfólks. Heilsugæslan Urðarhvarfi hafi sett á fót verkjamóttöku, þar sem kerfið komi til með að opna nýja tegund heilbrigðisþjónustu. „Það er ánægjulegt að segja frá því að búið er að undirrita samninga og afla leyfis frá Embætti Landlæknis til að nýta hugbúnað og þjónustu Prescriby. Opnuð hefur verið verkjamóttaka fyrir skjólstæðinga Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi þar sem leitað er leiða til að draga úr notkun sterkra verkjalyfja eins og mögulegt er. Samstarfið við Prescriby er mikilvægur liður í að lyfta þjónustunni upp á næsta stig og geta stutt við okkar skjólstæðinga sem vilja hætta eða minnka notkun lyfjanna. Þá er einnig mikilvægt að geta með markvissum og öruggum hætti beitt meðferð með slíkum lyfjum við réttum ábendingum og fylgja þeirri meðferð eftir,“ er haft eftir Teiti Guðmundssyni, lækni og forstjóra Heilsuverndar.
Heilbrigðismál Fíkn Nýsköpun Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira