Segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2024 09:06 Framleiðslugeta verksmiðjunnar verður um 200 þúsund skotfæri á ári. AP/Philipp Schulze Armin Papperger, forstjóri vopnaframleiðandans Rheinmetall, segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum á ný. Hann segir skotfærabirgðir álfunnar á þrotum. Rheinmetall er stærsti vopnaframleiðandi Þýskalands og Papperger lét ummælin falla þegar hann tók á móti Olaf Scholz kanslara, þegar horsteinn var lagður að nýrri vopnaverksmiðju í Neðra-Saxlandi. Meðal annarra gesta voru varnarmálaráðherrann Boris Pistorius og Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Fjárfesting Rheinmetall vegna verksmiðjunnar nemur yfir 300 milljónum dollara en þegar hún verður komin í fulla notkun verður framleiðslugeta hennar 200 þúsund skotfæri í stórskotabyssur. Leiðtogar Evrópu og Atlantshafsbandalagsins hafa gagnrýnt harðlega ummæli Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, sem sagðist á dögunum hafa látið þau orð falla á leiðtogafundi að Rússum væri velkomið að ráðast á þær Nató-þjóðir sem legðu ekki sitt af mörkum fjárhagslega. Menn hafa í kjölfarið lagt áherslu á nauðsyn Evrópu að geta varið sig óháð Bandaríkjunum, þrátt fyrir að afstaða Trump lýsi ekki almennum viðhorfum innan stjórnkerfisins vestanhafs. Papperger sagði að það myndi taka Evrópu langan tíma að undirbúa sig til að takast á við óvin sem vildi efna til stríðs við Atlantshafsbandalagið. „Við verðum ágæt eftir þrjú til fjögur ár en þurfum tíu ár til að verða virkilega reiðubúin,“ sagði hann. Stærstur hluti skotfærabirgða Evrópu hefði verið sendur til Úkraínu á síðustu misserum og framleiðsluþörfin væri um 1,5 milljón skotfæri. Scholz vildi ekki tjá sig um það hvort ummæli Trump hefðu valdið honum áhyggjum en sagðist fullviss að Nató væri nauðsynlegt Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum. „Við treystum á það, forseti Bandaríkjanna treystir á það og ég er viss um að bandaríska þjóðin mun gera það líka,“ sagði hann. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði sýnt að hann hefði „keisaralegan metnað“ og ef menn vildu búa við frið þyrftu þeir að draga kjarkinn úr þeim sem mögulega vildu efna til stríðs. Spurð að því hvort Evrópa þyrfti að vera undir það búin að geta varið sig ef Bandaríkjamenn slitu varnarsamstarfinu sagði Frederiksen að menn þyrftu að vera reiðubúnir „sama hvað“. Hraða þyrfti vopnaframleiðslu og því væri hún viðstödd lagningu hornsteinsins. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC. NATO Þýskaland Danmörk Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira
Rheinmetall er stærsti vopnaframleiðandi Þýskalands og Papperger lét ummælin falla þegar hann tók á móti Olaf Scholz kanslara, þegar horsteinn var lagður að nýrri vopnaverksmiðju í Neðra-Saxlandi. Meðal annarra gesta voru varnarmálaráðherrann Boris Pistorius og Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Fjárfesting Rheinmetall vegna verksmiðjunnar nemur yfir 300 milljónum dollara en þegar hún verður komin í fulla notkun verður framleiðslugeta hennar 200 þúsund skotfæri í stórskotabyssur. Leiðtogar Evrópu og Atlantshafsbandalagsins hafa gagnrýnt harðlega ummæli Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, sem sagðist á dögunum hafa látið þau orð falla á leiðtogafundi að Rússum væri velkomið að ráðast á þær Nató-þjóðir sem legðu ekki sitt af mörkum fjárhagslega. Menn hafa í kjölfarið lagt áherslu á nauðsyn Evrópu að geta varið sig óháð Bandaríkjunum, þrátt fyrir að afstaða Trump lýsi ekki almennum viðhorfum innan stjórnkerfisins vestanhafs. Papperger sagði að það myndi taka Evrópu langan tíma að undirbúa sig til að takast á við óvin sem vildi efna til stríðs við Atlantshafsbandalagið. „Við verðum ágæt eftir þrjú til fjögur ár en þurfum tíu ár til að verða virkilega reiðubúin,“ sagði hann. Stærstur hluti skotfærabirgða Evrópu hefði verið sendur til Úkraínu á síðustu misserum og framleiðsluþörfin væri um 1,5 milljón skotfæri. Scholz vildi ekki tjá sig um það hvort ummæli Trump hefðu valdið honum áhyggjum en sagðist fullviss að Nató væri nauðsynlegt Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum. „Við treystum á það, forseti Bandaríkjanna treystir á það og ég er viss um að bandaríska þjóðin mun gera það líka,“ sagði hann. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði sýnt að hann hefði „keisaralegan metnað“ og ef menn vildu búa við frið þyrftu þeir að draga kjarkinn úr þeim sem mögulega vildu efna til stríðs. Spurð að því hvort Evrópa þyrfti að vera undir það búin að geta varið sig ef Bandaríkjamenn slitu varnarsamstarfinu sagði Frederiksen að menn þyrftu að vera reiðubúnir „sama hvað“. Hraða þyrfti vopnaframleiðslu og því væri hún viðstödd lagningu hornsteinsins. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC.
NATO Þýskaland Danmörk Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira
Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00