Trump harðlega gagnrýndur fyrir boð til Rússa um að ráðast gegn Nató Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2024 07:24 Stoltenberg sagði ummæli á borð við þau sem Trump hefði látið falla grafa undan Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir bandalagið reiðubúið og viljugt til að vernda alla bandamenn sína, eftir að greint var frá því að Donald Trump hefði eggjað Rússa til að ráðast á þau ríki sem ekki legðu nægt fjármagn til varnarmála. Trump sagði í ræðu á kosningafundi í Suður-Karólínu á laugardag að hann byði Rússum að ráðast gegn hverju því aðildarríki Nató sem honum þætti ekki vera að leggja sitt af mörkum fjárhagslega til bandalagsins. Hvíta húsið sagði ummæli Trump „forkastanleg og brjáluð“. Dewiza NATO jeden za wszystkich, wszyscy za jednego jest konkretnym zobowi zaniem. Podwa anie wiarygodno ci pa stw sojuszniczych to os abianie ca ego Paktu Pó nocnoatlantyckiego. adna kampania wyborcza nie jest wyt umaczeniem dla igrania bezpiecze stwem Sojuszu.— W adys aw Kosiniak-Kamysz (@KosiniakKamysz) February 11, 2024 Trump hélt því fram á kosningafundinum að þegar hann var forseti hefði hann átt orðaskipti við annan þjóðarleiðtoga á ótilgreindum Nató-fundi og sagt að Bandaríkin, undir hans stjórn, myndu ekki koma þeim ríkjum til varnar sem væru í skuld við bandalagið. „Einn forseti stórs ríkis stóð upp og sagði: Jæja, herra, ef við greiðum ekki og Rússland ræðst á okkur, ætlar þú að koma okkur til varna? Ég sagði: Þú borgaðir ekki, þú skuldar?“ sagði Trump. „Nei, ég myndi ekki koma ykkur til varna. Ég myndi raunar hvetja [Rússa] til að gera hvað sem þeir í fjáranum vildu. Þú verður að borga. Þú verður að borga reikningana þína.“ The Transatlantic Alliance has underpinned the security and the prosperity of Americans, Canadians and Europeans for 75 years. Reckless statements on #NATO s security and Art 5 solidarity serve only Putin s interest. They do not bring more security or peace to the world. On — Charles Michel (@CharlesMichel) February 11, 2024 Stoltenberg sagði í yfirlýsingu í kjölfarið að allar fullyrðingar í þá átt að aðildarríki Nató gripu ekki öll til varna þegar ráðist væri á eitt þeirra græfi undan öryggi allra, meðal annars Bandaríkjanna, og stofnaði hermönnum þeirra og Evrópu í hættu. „Ég geri ráð fyrir því að óháð því hver sigrar í forsetakosningunum þá verði Bandaríkin áfram sterkur og skuldbundinn bandamaður.“ Fleiri hafa brugðist við ummælum Trump, meðal annars varnarmálaráðherra Póllands, sem sagði mottó Nató um „einn fyrir alla og alla fyrir einn“ fela í sér skuldbindingu sem væri meitluð í stein. Þá sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins að „ábyrgðalausar yfirlýsingar“ um öryggi og samstöðu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins gerðu ekkert nema þjóna hagsmunum Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NATO Donald Trump Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Trump sagði í ræðu á kosningafundi í Suður-Karólínu á laugardag að hann byði Rússum að ráðast gegn hverju því aðildarríki Nató sem honum þætti ekki vera að leggja sitt af mörkum fjárhagslega til bandalagsins. Hvíta húsið sagði ummæli Trump „forkastanleg og brjáluð“. Dewiza NATO jeden za wszystkich, wszyscy za jednego jest konkretnym zobowi zaniem. Podwa anie wiarygodno ci pa stw sojuszniczych to os abianie ca ego Paktu Pó nocnoatlantyckiego. adna kampania wyborcza nie jest wyt umaczeniem dla igrania bezpiecze stwem Sojuszu.— W adys aw Kosiniak-Kamysz (@KosiniakKamysz) February 11, 2024 Trump hélt því fram á kosningafundinum að þegar hann var forseti hefði hann átt orðaskipti við annan þjóðarleiðtoga á ótilgreindum Nató-fundi og sagt að Bandaríkin, undir hans stjórn, myndu ekki koma þeim ríkjum til varnar sem væru í skuld við bandalagið. „Einn forseti stórs ríkis stóð upp og sagði: Jæja, herra, ef við greiðum ekki og Rússland ræðst á okkur, ætlar þú að koma okkur til varna? Ég sagði: Þú borgaðir ekki, þú skuldar?“ sagði Trump. „Nei, ég myndi ekki koma ykkur til varna. Ég myndi raunar hvetja [Rússa] til að gera hvað sem þeir í fjáranum vildu. Þú verður að borga. Þú verður að borga reikningana þína.“ The Transatlantic Alliance has underpinned the security and the prosperity of Americans, Canadians and Europeans for 75 years. Reckless statements on #NATO s security and Art 5 solidarity serve only Putin s interest. They do not bring more security or peace to the world. On — Charles Michel (@CharlesMichel) February 11, 2024 Stoltenberg sagði í yfirlýsingu í kjölfarið að allar fullyrðingar í þá átt að aðildarríki Nató gripu ekki öll til varna þegar ráðist væri á eitt þeirra græfi undan öryggi allra, meðal annars Bandaríkjanna, og stofnaði hermönnum þeirra og Evrópu í hættu. „Ég geri ráð fyrir því að óháð því hver sigrar í forsetakosningunum þá verði Bandaríkin áfram sterkur og skuldbundinn bandamaður.“ Fleiri hafa brugðist við ummælum Trump, meðal annars varnarmálaráðherra Póllands, sem sagði mottó Nató um „einn fyrir alla og alla fyrir einn“ fela í sér skuldbindingu sem væri meitluð í stein. Þá sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins að „ábyrgðalausar yfirlýsingar“ um öryggi og samstöðu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins gerðu ekkert nema þjóna hagsmunum Vladimir Pútín Rússlandsforseta.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NATO Donald Trump Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira