Trump harðlega gagnrýndur fyrir boð til Rússa um að ráðast gegn Nató Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2024 07:24 Stoltenberg sagði ummæli á borð við þau sem Trump hefði látið falla grafa undan Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir bandalagið reiðubúið og viljugt til að vernda alla bandamenn sína, eftir að greint var frá því að Donald Trump hefði eggjað Rússa til að ráðast á þau ríki sem ekki legðu nægt fjármagn til varnarmála. Trump sagði í ræðu á kosningafundi í Suður-Karólínu á laugardag að hann byði Rússum að ráðast gegn hverju því aðildarríki Nató sem honum þætti ekki vera að leggja sitt af mörkum fjárhagslega til bandalagsins. Hvíta húsið sagði ummæli Trump „forkastanleg og brjáluð“. Dewiza NATO jeden za wszystkich, wszyscy za jednego jest konkretnym zobowi zaniem. Podwa anie wiarygodno ci pa stw sojuszniczych to os abianie ca ego Paktu Pó nocnoatlantyckiego. adna kampania wyborcza nie jest wyt umaczeniem dla igrania bezpiecze stwem Sojuszu.— W adys aw Kosiniak-Kamysz (@KosiniakKamysz) February 11, 2024 Trump hélt því fram á kosningafundinum að þegar hann var forseti hefði hann átt orðaskipti við annan þjóðarleiðtoga á ótilgreindum Nató-fundi og sagt að Bandaríkin, undir hans stjórn, myndu ekki koma þeim ríkjum til varnar sem væru í skuld við bandalagið. „Einn forseti stórs ríkis stóð upp og sagði: Jæja, herra, ef við greiðum ekki og Rússland ræðst á okkur, ætlar þú að koma okkur til varna? Ég sagði: Þú borgaðir ekki, þú skuldar?“ sagði Trump. „Nei, ég myndi ekki koma ykkur til varna. Ég myndi raunar hvetja [Rússa] til að gera hvað sem þeir í fjáranum vildu. Þú verður að borga. Þú verður að borga reikningana þína.“ The Transatlantic Alliance has underpinned the security and the prosperity of Americans, Canadians and Europeans for 75 years. Reckless statements on #NATO s security and Art 5 solidarity serve only Putin s interest. They do not bring more security or peace to the world. On — Charles Michel (@CharlesMichel) February 11, 2024 Stoltenberg sagði í yfirlýsingu í kjölfarið að allar fullyrðingar í þá átt að aðildarríki Nató gripu ekki öll til varna þegar ráðist væri á eitt þeirra græfi undan öryggi allra, meðal annars Bandaríkjanna, og stofnaði hermönnum þeirra og Evrópu í hættu. „Ég geri ráð fyrir því að óháð því hver sigrar í forsetakosningunum þá verði Bandaríkin áfram sterkur og skuldbundinn bandamaður.“ Fleiri hafa brugðist við ummælum Trump, meðal annars varnarmálaráðherra Póllands, sem sagði mottó Nató um „einn fyrir alla og alla fyrir einn“ fela í sér skuldbindingu sem væri meitluð í stein. Þá sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins að „ábyrgðalausar yfirlýsingar“ um öryggi og samstöðu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins gerðu ekkert nema þjóna hagsmunum Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NATO Donald Trump Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Trump sagði í ræðu á kosningafundi í Suður-Karólínu á laugardag að hann byði Rússum að ráðast gegn hverju því aðildarríki Nató sem honum þætti ekki vera að leggja sitt af mörkum fjárhagslega til bandalagsins. Hvíta húsið sagði ummæli Trump „forkastanleg og brjáluð“. Dewiza NATO jeden za wszystkich, wszyscy za jednego jest konkretnym zobowi zaniem. Podwa anie wiarygodno ci pa stw sojuszniczych to os abianie ca ego Paktu Pó nocnoatlantyckiego. adna kampania wyborcza nie jest wyt umaczeniem dla igrania bezpiecze stwem Sojuszu.— W adys aw Kosiniak-Kamysz (@KosiniakKamysz) February 11, 2024 Trump hélt því fram á kosningafundinum að þegar hann var forseti hefði hann átt orðaskipti við annan þjóðarleiðtoga á ótilgreindum Nató-fundi og sagt að Bandaríkin, undir hans stjórn, myndu ekki koma þeim ríkjum til varnar sem væru í skuld við bandalagið. „Einn forseti stórs ríkis stóð upp og sagði: Jæja, herra, ef við greiðum ekki og Rússland ræðst á okkur, ætlar þú að koma okkur til varna? Ég sagði: Þú borgaðir ekki, þú skuldar?“ sagði Trump. „Nei, ég myndi ekki koma ykkur til varna. Ég myndi raunar hvetja [Rússa] til að gera hvað sem þeir í fjáranum vildu. Þú verður að borga. Þú verður að borga reikningana þína.“ The Transatlantic Alliance has underpinned the security and the prosperity of Americans, Canadians and Europeans for 75 years. Reckless statements on #NATO s security and Art 5 solidarity serve only Putin s interest. They do not bring more security or peace to the world. On — Charles Michel (@CharlesMichel) February 11, 2024 Stoltenberg sagði í yfirlýsingu í kjölfarið að allar fullyrðingar í þá átt að aðildarríki Nató gripu ekki öll til varna þegar ráðist væri á eitt þeirra græfi undan öryggi allra, meðal annars Bandaríkjanna, og stofnaði hermönnum þeirra og Evrópu í hættu. „Ég geri ráð fyrir því að óháð því hver sigrar í forsetakosningunum þá verði Bandaríkin áfram sterkur og skuldbundinn bandamaður.“ Fleiri hafa brugðist við ummælum Trump, meðal annars varnarmálaráðherra Póllands, sem sagði mottó Nató um „einn fyrir alla og alla fyrir einn“ fela í sér skuldbindingu sem væri meitluð í stein. Þá sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins að „ábyrgðalausar yfirlýsingar“ um öryggi og samstöðu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins gerðu ekkert nema þjóna hagsmunum Vladimir Pútín Rússlandsforseta.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NATO Donald Trump Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira