Trump harðlega gagnrýndur fyrir boð til Rússa um að ráðast gegn Nató Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2024 07:24 Stoltenberg sagði ummæli á borð við þau sem Trump hefði látið falla grafa undan Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir bandalagið reiðubúið og viljugt til að vernda alla bandamenn sína, eftir að greint var frá því að Donald Trump hefði eggjað Rússa til að ráðast á þau ríki sem ekki legðu nægt fjármagn til varnarmála. Trump sagði í ræðu á kosningafundi í Suður-Karólínu á laugardag að hann byði Rússum að ráðast gegn hverju því aðildarríki Nató sem honum þætti ekki vera að leggja sitt af mörkum fjárhagslega til bandalagsins. Hvíta húsið sagði ummæli Trump „forkastanleg og brjáluð“. Dewiza NATO jeden za wszystkich, wszyscy za jednego jest konkretnym zobowi zaniem. Podwa anie wiarygodno ci pa stw sojuszniczych to os abianie ca ego Paktu Pó nocnoatlantyckiego. adna kampania wyborcza nie jest wyt umaczeniem dla igrania bezpiecze stwem Sojuszu.— W adys aw Kosiniak-Kamysz (@KosiniakKamysz) February 11, 2024 Trump hélt því fram á kosningafundinum að þegar hann var forseti hefði hann átt orðaskipti við annan þjóðarleiðtoga á ótilgreindum Nató-fundi og sagt að Bandaríkin, undir hans stjórn, myndu ekki koma þeim ríkjum til varnar sem væru í skuld við bandalagið. „Einn forseti stórs ríkis stóð upp og sagði: Jæja, herra, ef við greiðum ekki og Rússland ræðst á okkur, ætlar þú að koma okkur til varna? Ég sagði: Þú borgaðir ekki, þú skuldar?“ sagði Trump. „Nei, ég myndi ekki koma ykkur til varna. Ég myndi raunar hvetja [Rússa] til að gera hvað sem þeir í fjáranum vildu. Þú verður að borga. Þú verður að borga reikningana þína.“ The Transatlantic Alliance has underpinned the security and the prosperity of Americans, Canadians and Europeans for 75 years. Reckless statements on #NATO s security and Art 5 solidarity serve only Putin s interest. They do not bring more security or peace to the world. On — Charles Michel (@CharlesMichel) February 11, 2024 Stoltenberg sagði í yfirlýsingu í kjölfarið að allar fullyrðingar í þá átt að aðildarríki Nató gripu ekki öll til varna þegar ráðist væri á eitt þeirra græfi undan öryggi allra, meðal annars Bandaríkjanna, og stofnaði hermönnum þeirra og Evrópu í hættu. „Ég geri ráð fyrir því að óháð því hver sigrar í forsetakosningunum þá verði Bandaríkin áfram sterkur og skuldbundinn bandamaður.“ Fleiri hafa brugðist við ummælum Trump, meðal annars varnarmálaráðherra Póllands, sem sagði mottó Nató um „einn fyrir alla og alla fyrir einn“ fela í sér skuldbindingu sem væri meitluð í stein. Þá sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins að „ábyrgðalausar yfirlýsingar“ um öryggi og samstöðu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins gerðu ekkert nema þjóna hagsmunum Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NATO Donald Trump Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Trump sagði í ræðu á kosningafundi í Suður-Karólínu á laugardag að hann byði Rússum að ráðast gegn hverju því aðildarríki Nató sem honum þætti ekki vera að leggja sitt af mörkum fjárhagslega til bandalagsins. Hvíta húsið sagði ummæli Trump „forkastanleg og brjáluð“. Dewiza NATO jeden za wszystkich, wszyscy za jednego jest konkretnym zobowi zaniem. Podwa anie wiarygodno ci pa stw sojuszniczych to os abianie ca ego Paktu Pó nocnoatlantyckiego. adna kampania wyborcza nie jest wyt umaczeniem dla igrania bezpiecze stwem Sojuszu.— W adys aw Kosiniak-Kamysz (@KosiniakKamysz) February 11, 2024 Trump hélt því fram á kosningafundinum að þegar hann var forseti hefði hann átt orðaskipti við annan þjóðarleiðtoga á ótilgreindum Nató-fundi og sagt að Bandaríkin, undir hans stjórn, myndu ekki koma þeim ríkjum til varnar sem væru í skuld við bandalagið. „Einn forseti stórs ríkis stóð upp og sagði: Jæja, herra, ef við greiðum ekki og Rússland ræðst á okkur, ætlar þú að koma okkur til varna? Ég sagði: Þú borgaðir ekki, þú skuldar?“ sagði Trump. „Nei, ég myndi ekki koma ykkur til varna. Ég myndi raunar hvetja [Rússa] til að gera hvað sem þeir í fjáranum vildu. Þú verður að borga. Þú verður að borga reikningana þína.“ The Transatlantic Alliance has underpinned the security and the prosperity of Americans, Canadians and Europeans for 75 years. Reckless statements on #NATO s security and Art 5 solidarity serve only Putin s interest. They do not bring more security or peace to the world. On — Charles Michel (@CharlesMichel) February 11, 2024 Stoltenberg sagði í yfirlýsingu í kjölfarið að allar fullyrðingar í þá átt að aðildarríki Nató gripu ekki öll til varna þegar ráðist væri á eitt þeirra græfi undan öryggi allra, meðal annars Bandaríkjanna, og stofnaði hermönnum þeirra og Evrópu í hættu. „Ég geri ráð fyrir því að óháð því hver sigrar í forsetakosningunum þá verði Bandaríkin áfram sterkur og skuldbundinn bandamaður.“ Fleiri hafa brugðist við ummælum Trump, meðal annars varnarmálaráðherra Póllands, sem sagði mottó Nató um „einn fyrir alla og alla fyrir einn“ fela í sér skuldbindingu sem væri meitluð í stein. Þá sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins að „ábyrgðalausar yfirlýsingar“ um öryggi og samstöðu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins gerðu ekkert nema þjóna hagsmunum Vladimir Pútín Rússlandsforseta.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NATO Donald Trump Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira