Ævintýrasmíð bestu vinkvenna með sama barnsföður Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. febrúar 2024 08:00 Agnes Helga og fjölskyldan vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Þegar um fjórða stigs, ólæknandi krabbamein er að ræða er ómögulegt að segja til með vissu hverjar horfurnar eru. Samsett Agnes Helga María Ferro er 35 ára móðir sem glímir við langvinnt krabbamein og gengst nú undir stífa og erfiða lyfjameðferð. Agnes lætur þó ekki deigan síga og fer nýstárlega leið til safna í sérstakan ævintýrasjóð fyrir sig og þrettán ára soninn Alexander. „Staðan er þannig núna að við getum ekki gert nein plön fram í tímann. Það eina sem við getum gert er að taka einn dag í einu,“ segir Díana Íris Guðmundsdóttir í samtali við Vísi. Agnes er barnsmóðir unnusta Díönu, og jafnframt hennar besta vinkona. Díana á tvö börn, sjö ára og fjögurra ára, og er sambandið á milli þeirra og Agnesar einstakt. Agnes Helga og Díana Íris eru samstíga í uppeldinu á börnunum sínum og eru bestu vinkonur.Aðsend „Þau eru henni afar kær, og þau eru afskaplega hænd að henni. Fyrir þeim er hún mamma tvö. Og þetta eru börnin okkar saman. Þannig hefur þetta verið frá fyrsta degi. Fólk grínast oft með þetta og við gerum það líka, en við myndum ekki vilja hafa þetta neitt öðrvísi.“ Framtíðin er óljós Í nóvember árið 2017 greindist Agnes með brjóstakrabbamein, þá einungis 28 ára gömul. „Og í kjölfarið tók við lyfjameðferð, svo brjóstnám og að lokum geislameðferð á herjum degi í fimm vikur. Hún var svo á andhormónatöflum í fimm ár. Læknarnir töldu að það væri búið að vinna bug á meininu. En svo gerist það árið 2022 að hún fer að finna fyrir einkennum sem hún tengdi ekki við krabbamein í fyrstu. Í ágúst fann hún hnúð á hálsinum og vegna fyrri sögu var ákveðið að taka ástungu.“ Svo kom skellurinn. Agnes var greind með krabbamein á fjórða stigi. Í ljós kom að meinið hafði dreift sér víða um líkamann; í lungun, bein og lifur. Í kjölfarið gekkst Agnes aftur undir lyfjameðferð. Á dögunum kom í ljós að ástandið á lifrinni hefur versnað og töldu læknar ráðlegt að senda Agnesi í þriðju lyfjameðferðina, sem hófst í síðustu viku. Um er að ræða stífa og krefjandi lyfjameðferð sem tekur sinn toll, líkamlega og andlega. Agnes Helga heldur ótrauð áfram og er staðráðin í að skapa fallegar minningar með fjölskyldunni.Aðsend Agnes og fjölskyldan vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Þegar um fjórða stigs, langvinnt krabbamein er að ræða er ómögulegt að segja til með vissu hverjar horfurnar eru. Undanfarnar vikur hafa myndatökur og frekari greiningar sett litlu fjölskylduna í enn eina rússíbanareiðina og undirstrikað mikilvægi þess njóta lífsins með sínu besta fólki. „En við erum öll í þessu saman. Og við tökumst á við þetta saman,“ segir Díana. Ævintýrasjóður Agnesar og Alexanders Alexander, 13 ára sonur Agnesar, mun fermast núna í vor. Í seinasta mánuði kviknaði sú hugmynd hjá Agnesi að stofna sjóð. Ævintýrasjóð fyrir sig og Alexander. Þau vilja safna peningum í sjóðinn og gera sér þannig kleift að skapa saman fallegar og ógleymanlegar minningar. Líkt og Díana bendir á þá er það í aðstæðum eins og þessum sem það verður enn ljósara að lífið er hverful, og lífið er núna. Agnes sækir nú vikulega lyfjameðferð sem mun eiga sér stað næstu mánuði en samhliða meðferðunum ætla mæðginin að halda áfram að safna í ævintýrasjóðinn sinn svo að þau geti notið alls þess besta á meðan heilsa Agnesar leyfir. Mæðginin Alexander og Agnes hyggjast nota ævintýrasjóðinn til að fjármagna skemmtilegar upplifanir á næstu misserum.Aðsend Á dögunum ákvað Agnes að heyra í vinum og vandamönnum og sjá hvort þau ættu föt, skó og smávöru aflögu sem hún mætti selja á markaði heima í stofu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og um seinustu helgi fór síðan fram fyrsti fatamarkaður mæðginanna. Á morgun ætla þau að endurtaka leikinn. „Agnes sagði við mig á dögunum að hún væri núna byrjuð að finna kraftinn; kraftinn til að sigra þetta. Það er ótrúlega gott í svona aðstæðum að hafa eitthvað að stefna að. Hafa eitthvað til að hlakka til og til að dreifa huganum,“ segir Díana. Þeir sem vilja styrkja Ævintýrasjóð Agnesar og Alexanders er bent á meðfylgjandi reikningsupplýsingar: Kennitala 151088-3849 Reikningsnúmer 0702-15-022813 Aur: 690-8874 Heilbrigðismál Ástin og lífið Krabbamein Helgarviðtal Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Staðan er þannig núna að við getum ekki gert nein plön fram í tímann. Það eina sem við getum gert er að taka einn dag í einu,“ segir Díana Íris Guðmundsdóttir í samtali við Vísi. Agnes er barnsmóðir unnusta Díönu, og jafnframt hennar besta vinkona. Díana á tvö börn, sjö ára og fjögurra ára, og er sambandið á milli þeirra og Agnesar einstakt. Agnes Helga og Díana Íris eru samstíga í uppeldinu á börnunum sínum og eru bestu vinkonur.Aðsend „Þau eru henni afar kær, og þau eru afskaplega hænd að henni. Fyrir þeim er hún mamma tvö. Og þetta eru börnin okkar saman. Þannig hefur þetta verið frá fyrsta degi. Fólk grínast oft með þetta og við gerum það líka, en við myndum ekki vilja hafa þetta neitt öðrvísi.“ Framtíðin er óljós Í nóvember árið 2017 greindist Agnes með brjóstakrabbamein, þá einungis 28 ára gömul. „Og í kjölfarið tók við lyfjameðferð, svo brjóstnám og að lokum geislameðferð á herjum degi í fimm vikur. Hún var svo á andhormónatöflum í fimm ár. Læknarnir töldu að það væri búið að vinna bug á meininu. En svo gerist það árið 2022 að hún fer að finna fyrir einkennum sem hún tengdi ekki við krabbamein í fyrstu. Í ágúst fann hún hnúð á hálsinum og vegna fyrri sögu var ákveðið að taka ástungu.“ Svo kom skellurinn. Agnes var greind með krabbamein á fjórða stigi. Í ljós kom að meinið hafði dreift sér víða um líkamann; í lungun, bein og lifur. Í kjölfarið gekkst Agnes aftur undir lyfjameðferð. Á dögunum kom í ljós að ástandið á lifrinni hefur versnað og töldu læknar ráðlegt að senda Agnesi í þriðju lyfjameðferðina, sem hófst í síðustu viku. Um er að ræða stífa og krefjandi lyfjameðferð sem tekur sinn toll, líkamlega og andlega. Agnes Helga heldur ótrauð áfram og er staðráðin í að skapa fallegar minningar með fjölskyldunni.Aðsend Agnes og fjölskyldan vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Þegar um fjórða stigs, langvinnt krabbamein er að ræða er ómögulegt að segja til með vissu hverjar horfurnar eru. Undanfarnar vikur hafa myndatökur og frekari greiningar sett litlu fjölskylduna í enn eina rússíbanareiðina og undirstrikað mikilvægi þess njóta lífsins með sínu besta fólki. „En við erum öll í þessu saman. Og við tökumst á við þetta saman,“ segir Díana. Ævintýrasjóður Agnesar og Alexanders Alexander, 13 ára sonur Agnesar, mun fermast núna í vor. Í seinasta mánuði kviknaði sú hugmynd hjá Agnesi að stofna sjóð. Ævintýrasjóð fyrir sig og Alexander. Þau vilja safna peningum í sjóðinn og gera sér þannig kleift að skapa saman fallegar og ógleymanlegar minningar. Líkt og Díana bendir á þá er það í aðstæðum eins og þessum sem það verður enn ljósara að lífið er hverful, og lífið er núna. Agnes sækir nú vikulega lyfjameðferð sem mun eiga sér stað næstu mánuði en samhliða meðferðunum ætla mæðginin að halda áfram að safna í ævintýrasjóðinn sinn svo að þau geti notið alls þess besta á meðan heilsa Agnesar leyfir. Mæðginin Alexander og Agnes hyggjast nota ævintýrasjóðinn til að fjármagna skemmtilegar upplifanir á næstu misserum.Aðsend Á dögunum ákvað Agnes að heyra í vinum og vandamönnum og sjá hvort þau ættu föt, skó og smávöru aflögu sem hún mætti selja á markaði heima í stofu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og um seinustu helgi fór síðan fram fyrsti fatamarkaður mæðginanna. Á morgun ætla þau að endurtaka leikinn. „Agnes sagði við mig á dögunum að hún væri núna byrjuð að finna kraftinn; kraftinn til að sigra þetta. Það er ótrúlega gott í svona aðstæðum að hafa eitthvað að stefna að. Hafa eitthvað til að hlakka til og til að dreifa huganum,“ segir Díana. Þeir sem vilja styrkja Ævintýrasjóð Agnesar og Alexanders er bent á meðfylgjandi reikningsupplýsingar: Kennitala 151088-3849 Reikningsnúmer 0702-15-022813 Aur: 690-8874
Heilbrigðismál Ástin og lífið Krabbamein Helgarviðtal Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira