Íslenski boltinn

Þróttur sækir tvær á Sel­foss

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristrún Rut er mætt í Þrótt.
Kristrún Rut er mætt í Þrótt. Vísir/Hulda Margrét

Kristrún Rut Antonsdóttir og Íris Una Þórðardóttir munu leika með Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Þær koma báðar frá Selfossi sem féll úr deildinni á síðasta ári.

Miklar breytingar hafa orðið á liði Þróttar frá því að síðustu leiktíð lauk. Ólafur Kristjánsson er tekinn við liðinu og þá hafa orðið töluverðar breytingar á leikmannahópi Þróttar. Ólafur er í óðaönn að styrkja liðið og hefur nú náð í tvo öfluga leikmenn þó svo að Selfoss hafi fallið síðasta haust.

Hin 29 ára gamla Kristrún Rut leikur vanalega á miðri miðjunni og hefur komið víða við á ferli sínum. Hefur hún til að mynda spilað í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Austurríki og á Ítalíu.

Hin 22 ára gamla Íris Una er fjölhæfur varnarmaður sem leikur oftast nær sem bakvörður. Hún hefur spilað með Keflavík, Fylki og Selfossi til þessa.

Þróttur á enn eftir að tilkynna leikmennina en báðar eru komnar með félagaskipti á vefsíðu KSÍ.


Tengdar fréttir

Nik tekur við Blikum

Nik Chamberlain hefur látið af störfum sem þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Hann er í þann mund að taka við sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×