Hraunflæðið kemur á óvart Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2024 11:25 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Arnar Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa komið sér á óvart að sjá hraun renna yfir Grindavíkurveg og veg að Bláa lóninu. Reynt hafi verið að verja heitavatnslögn á síðustu stundu í morgun. „Þetta kemur manni dálítið á óvart og er í raun og veru bara merkilegt og ekki góð tíðindi. Við erum búin að missa hér Grindavíkurveg og eins Bláa lónsveginn,“ segir Úlfar. Þetta kom fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. Kristján Már Unnasson fréttamaður Stöðvar 2 og Einar Árnason tökumaður eru á vettvangi við Grindavíkurveg sem hraun rann yfir í morgun. Áður höfðu viðbragðsaðilar sagt í morgun að innviðum stafaði lítil hætta af hrauninu. Úlfar segir að sér sýnist sem svo að góður hraði sé á hrauninu. Um 300 metrar virðist vera í heitavatnslögn HS Veitna frá Svartsengi. Mikla athygli vakti að sjá mátti vinnumenn á gröfu við hraunið á vefmyndavél Vísis í morgun. Úlfar segir að þeir hafi verið að reyna að verja hitaveitulögnina. „Við sjáum það líka að þetta hraun liggur ekki upp að varnargarðinum en svo ertu með skarð þarna í garðinum aðeins lengra en menn eru viðbúnir að fylla upp í það ef þess gerist þörf.“ Vinnan vakti mikla athygli. Úlfar segir mestu hættuna sem stafi af hrauninu fyrir innviði vera fyrir vatnsbúskapinn. Þar sé heitavatnslögnin það sem máli skipti. Hann segi viðbragð það sama og verið hefur. Varðandi Grindvíkinga sem flutt hafa búslóð sína úr bænum undanfarna daga segir Úlfar að það sé nú allt til endurskoðunar. Ekki sé ljóst hvernig það verði en tiltölulega fáir íbúar hafi verið í bænum í gær. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Hraun rennur yfir Grindavíkurveg Hraun úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð Grindavíkurvegi. Það er komið yfir veginn. Horfa má á hraunrennslið í beinni úr vefmyndavél Vísis neðst í fréttinni. 8. febrúar 2024 10:23 Verulega ósáttur að fá ekki að fara til Grindavíkur Hafþór Skúlason, íbúi í Grindavík, er verulega ósáttur við skipulag almannavarna en hann hugðist fara í verðmætabjörgun í bænum í dag. 8. febrúar 2024 10:57 Biðja fólk um að lækka á ofnum og ekki fara í bað Útlit er fyrir að hraunið á Reykjanesi fari yfir stofnlögn sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ á næstu klukkustundum. Gerist það verður heitavatnslaust í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum. 8. febrúar 2024 11:12 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Þetta kemur manni dálítið á óvart og er í raun og veru bara merkilegt og ekki góð tíðindi. Við erum búin að missa hér Grindavíkurveg og eins Bláa lónsveginn,“ segir Úlfar. Þetta kom fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. Kristján Már Unnasson fréttamaður Stöðvar 2 og Einar Árnason tökumaður eru á vettvangi við Grindavíkurveg sem hraun rann yfir í morgun. Áður höfðu viðbragðsaðilar sagt í morgun að innviðum stafaði lítil hætta af hrauninu. Úlfar segir að sér sýnist sem svo að góður hraði sé á hrauninu. Um 300 metrar virðist vera í heitavatnslögn HS Veitna frá Svartsengi. Mikla athygli vakti að sjá mátti vinnumenn á gröfu við hraunið á vefmyndavél Vísis í morgun. Úlfar segir að þeir hafi verið að reyna að verja hitaveitulögnina. „Við sjáum það líka að þetta hraun liggur ekki upp að varnargarðinum en svo ertu með skarð þarna í garðinum aðeins lengra en menn eru viðbúnir að fylla upp í það ef þess gerist þörf.“ Vinnan vakti mikla athygli. Úlfar segir mestu hættuna sem stafi af hrauninu fyrir innviði vera fyrir vatnsbúskapinn. Þar sé heitavatnslögnin það sem máli skipti. Hann segi viðbragð það sama og verið hefur. Varðandi Grindvíkinga sem flutt hafa búslóð sína úr bænum undanfarna daga segir Úlfar að það sé nú allt til endurskoðunar. Ekki sé ljóst hvernig það verði en tiltölulega fáir íbúar hafi verið í bænum í gær.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Hraun rennur yfir Grindavíkurveg Hraun úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð Grindavíkurvegi. Það er komið yfir veginn. Horfa má á hraunrennslið í beinni úr vefmyndavél Vísis neðst í fréttinni. 8. febrúar 2024 10:23 Verulega ósáttur að fá ekki að fara til Grindavíkur Hafþór Skúlason, íbúi í Grindavík, er verulega ósáttur við skipulag almannavarna en hann hugðist fara í verðmætabjörgun í bænum í dag. 8. febrúar 2024 10:57 Biðja fólk um að lækka á ofnum og ekki fara í bað Útlit er fyrir að hraunið á Reykjanesi fari yfir stofnlögn sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ á næstu klukkustundum. Gerist það verður heitavatnslaust í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum. 8. febrúar 2024 11:12 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hraun rennur yfir Grindavíkurveg Hraun úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð Grindavíkurvegi. Það er komið yfir veginn. Horfa má á hraunrennslið í beinni úr vefmyndavél Vísis neðst í fréttinni. 8. febrúar 2024 10:23
Verulega ósáttur að fá ekki að fara til Grindavíkur Hafþór Skúlason, íbúi í Grindavík, er verulega ósáttur við skipulag almannavarna en hann hugðist fara í verðmætabjörgun í bænum í dag. 8. febrúar 2024 10:57
Biðja fólk um að lækka á ofnum og ekki fara í bað Útlit er fyrir að hraunið á Reykjanesi fari yfir stofnlögn sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ á næstu klukkustundum. Gerist það verður heitavatnslaust í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum. 8. febrúar 2024 11:12