Lögmál leiksins: Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2024 07:02 Alex Caruso er af mörgum talinn með betri varnarmönnum NBA-deildarinnar. Michael Reaves/Getty Images „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins í gær, mánudag. Þar var farið yfir ótrúlegt stigaskor leikmanna í NBA-deildinni undanfarið. Einnig var farið yfir hversu góðir New York Knicks eru þessa dagana, hvort 65 leikir sé of mikið og hvort Boston Celtics séu á niðurleið. „Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar – Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson að þessu sinni – svara játandi eða neitandi. Í kjölfarið rökstyðja þeir svo svar sitt og oftar en ekki endar það með skemmtilegum rökræðum. Deildin þarf að koma í veg fyrir óhóflega skorun „Menn búnir að vera skora 70 plús stig að undanförnu. Þarf deildin að gera eitthvað? Þetta er búið að vera stóra umræðuefnið. Hvað segir þú Hörður,“ spurði Kjartan Atli. „Ég er á já, finnst það verða koma frá reglugerðarmönnum í deildinni. Finnst þurfa að koma böndum yfir – og við höfum talað um þetta áður – villuköll og vítaskot í deildinni. Held það sé eina leiðin til að stemma stigu við þessu er að leyfa aðeins harðari vörn. Þá er ég aðallega að tala um villur þar sóknarmaðurinn býr til snertingu. Joel Embiid villurnar.“ „Svo þegar þú ert kominn í 40 stig þá er það bara út af í fimm mínútur. „Kominn í 40, út af kallinn minn.“ Ef þú vilt koma böndum yfir þetta,“ sagði Tómas í kjölfarið. „Það má ekki taka þetta of mikið niður,“ sagði Kjartan Atli eftir að þeir höfðu rætt hinar ýmsu leiðir til að minnka stigaskor. Hörður benti þá á að um „plástra“ væri að ræða. „Það sem fer mest í taugarnar á mér er skeytingarleysi í vörn. Sem er algjört hjá liðum fyrsta, annan og þriðja leikhluta. Svo hífa menn upp stuttbuxurnar í fjórða leikhluta. Þetta er of lítil vörn fyrir minn smekk. Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn. Er ekki að tala um 80-70 leiki,“ sagði Kjartan Atli áður en Hörður fékk orðið að nýju. „Deildin getur ekki breytt því en hún getur gert það auðveldara fyrir þig að spila vörn án þess að þú sért alltaf að lenda í þessum ömurlegu villu-köllum.“ Aðrar fullyrðingar voru svohljóðandi: New York Knicks fara í úrslit Austurdeildar 65 leikir er of ströng krafa fyrir MVP (verðmætasti leikmaðurinn) og All-NBA (úrvalslið deildarinnar). Líkurnar á Boston Celtics vinni NBA-deildina hafa minnkað undanfarið. Klippa: Lögmál leiksins: Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn Körfubolti Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Íslendingar vöktu athygli í Boston og afneituðu LeBron James Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður meðal annars kíkt á innslag frá Boston þar sem tveir íslenskir körfuboltaáhugamenn vöktu mikla athygli. 5. febrúar 2024 16:31 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
„Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar – Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson að þessu sinni – svara játandi eða neitandi. Í kjölfarið rökstyðja þeir svo svar sitt og oftar en ekki endar það með skemmtilegum rökræðum. Deildin þarf að koma í veg fyrir óhóflega skorun „Menn búnir að vera skora 70 plús stig að undanförnu. Þarf deildin að gera eitthvað? Þetta er búið að vera stóra umræðuefnið. Hvað segir þú Hörður,“ spurði Kjartan Atli. „Ég er á já, finnst það verða koma frá reglugerðarmönnum í deildinni. Finnst þurfa að koma böndum yfir – og við höfum talað um þetta áður – villuköll og vítaskot í deildinni. Held það sé eina leiðin til að stemma stigu við þessu er að leyfa aðeins harðari vörn. Þá er ég aðallega að tala um villur þar sóknarmaðurinn býr til snertingu. Joel Embiid villurnar.“ „Svo þegar þú ert kominn í 40 stig þá er það bara út af í fimm mínútur. „Kominn í 40, út af kallinn minn.“ Ef þú vilt koma böndum yfir þetta,“ sagði Tómas í kjölfarið. „Það má ekki taka þetta of mikið niður,“ sagði Kjartan Atli eftir að þeir höfðu rætt hinar ýmsu leiðir til að minnka stigaskor. Hörður benti þá á að um „plástra“ væri að ræða. „Það sem fer mest í taugarnar á mér er skeytingarleysi í vörn. Sem er algjört hjá liðum fyrsta, annan og þriðja leikhluta. Svo hífa menn upp stuttbuxurnar í fjórða leikhluta. Þetta er of lítil vörn fyrir minn smekk. Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn. Er ekki að tala um 80-70 leiki,“ sagði Kjartan Atli áður en Hörður fékk orðið að nýju. „Deildin getur ekki breytt því en hún getur gert það auðveldara fyrir þig að spila vörn án þess að þú sért alltaf að lenda í þessum ömurlegu villu-köllum.“ Aðrar fullyrðingar voru svohljóðandi: New York Knicks fara í úrslit Austurdeildar 65 leikir er of ströng krafa fyrir MVP (verðmætasti leikmaðurinn) og All-NBA (úrvalslið deildarinnar). Líkurnar á Boston Celtics vinni NBA-deildina hafa minnkað undanfarið. Klippa: Lögmál leiksins: Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn
Körfubolti Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Íslendingar vöktu athygli í Boston og afneituðu LeBron James Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður meðal annars kíkt á innslag frá Boston þar sem tveir íslenskir körfuboltaáhugamenn vöktu mikla athygli. 5. febrúar 2024 16:31 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Íslendingar vöktu athygli í Boston og afneituðu LeBron James Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður meðal annars kíkt á innslag frá Boston þar sem tveir íslenskir körfuboltaáhugamenn vöktu mikla athygli. 5. febrúar 2024 16:31