Stórefla þarf löggæsluna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 12:00 Í langan tíma hefur réttarkerfið verið afgangsstærð í stjórnarráðinu. Á höfuðborgarsvæðinu eru lögreglumenn svo fáir að það hefur áhrif á störf og öryggi þeirra. Árið 2007 var nýtt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu stofnað. Þá störfuðu þar 339 lögreglumenn. Svæði embættisins þjónar í dag um 250.000 íbúum landsins. Færri lögreglumenn en árið 2007 Eins og gildir um allar höfuðborgir eru verkefnin mörg, fjölbreytt og sum hver mjög þung. Hér um mikil umferð með tilheyrandi verkefnum á því sviði. Hingað koma næstum allir ferðamenn sem sækja landið heim með tilheyrandi álagi. Miðborginni fylgir næturlíf og þegar líða tekur á nóttina fylgir því erill, útköll og ofbeldi. Hér er stjórnsýsla landsins og hér eru öll erlend sendiráð. Síðast en ekki síst hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu frá því að sameinað embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var stofnað árið 2007. Þessum aukna fólksfjölda hefur hins vegar ekki verið fylgt eftir með því að efla löggæsluna til samræmis. Einn lögreglumaður á hverja þúsund íbúa Árið 2023 hafði lögreglumönnum embættisins fækkað og voru orðnir 297 talsins, frá því að hafa verið 339 í upphafi. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að svo mikil fækkun hafi orðið í lögreglunni á þessu fjölmennasta svæði landsins, þangað sem um 75-80% hegningarlagabrota á landinu koma til meðferðar. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur sem sagt fækkað umtalsvert á sama tíma og gífurleg fólksfjölgun hefur orðið og mikil aukning ferðamanna. Og á sama tíma og skipulögð glæpastarfsemi er veruleiki á Íslandi og rannsóknir sakamála flóknari en áður. Árið 2022 voru lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu um 1,2 lögreglumaður á hverja eitt þúsund íbúa. Til að hlutfallið yrði til svipað og hjá þeim embættum sem eru með næst lægsta hlutfallið á landinu þyrfti að fjölga lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu í kringum 200. Breytt landslag Það er staðreynd að í öðrum löndum er hlutfall lögreglumanna hærra í höfuðborgum en landsbyggð. Svo er ekki hér á landi. Landsbyggðin á Íslandi er hins vegar sannarlega ekki ofalin í þessu sambandi enda er löggæslan yfir landið allt of fámenn. Umdæmi lögreglunnar víða um land eru stór og víðfeðm og þyrfti að gera betur þar. Árið 2020 var fjöldi lögreglumanna á hverja 100 þúsund íbúa árið næst lægstur á Íslandi í samanburði við 32 önnur Evrópuríki. Staðan í alþjóðlegum samanburði er þess vegna ekki góð. Fjöldi lögreglumanna á Íslandi er sjálfstætt vandamál. Hann er vandamál fyrir öryggi landsmanna og öryggi lögreglumanna sjálfra. Viðreisn hefur vakið athygli á mikilvægi þess að réttarkerfið fái stuðning í fjárveitingum. Við höfum ítrekað rætt um málsmeðferðartíma í kerfinu, stöðu lögreglunnar og í fangelsum landsins. Ég mun í dag ræða um mönnun lögreglu og biðtíma eftir afplánun í fyrirspurn til dómsmálaráðherra á Alþingi. Lögreglan hefur notið mikils trausts hjá almenningi samkvæmt ítrekuðum könnunum, sem er á skjön við það sem stundum mætti ætla mætti af umfjöllun um lögreglu. Lögregla nýtur hins vegar trausts almennings og hún á njóta velvilja stjórnvalda í mikilvægum störfum sínum fyrir öryggi fólksins í landinu. Næstu ríkisstjórnar bíður það verkefni að stórefla löggæsluna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Lögreglan Viðreisn Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Í langan tíma hefur réttarkerfið verið afgangsstærð í stjórnarráðinu. Á höfuðborgarsvæðinu eru lögreglumenn svo fáir að það hefur áhrif á störf og öryggi þeirra. Árið 2007 var nýtt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu stofnað. Þá störfuðu þar 339 lögreglumenn. Svæði embættisins þjónar í dag um 250.000 íbúum landsins. Færri lögreglumenn en árið 2007 Eins og gildir um allar höfuðborgir eru verkefnin mörg, fjölbreytt og sum hver mjög þung. Hér um mikil umferð með tilheyrandi verkefnum á því sviði. Hingað koma næstum allir ferðamenn sem sækja landið heim með tilheyrandi álagi. Miðborginni fylgir næturlíf og þegar líða tekur á nóttina fylgir því erill, útköll og ofbeldi. Hér er stjórnsýsla landsins og hér eru öll erlend sendiráð. Síðast en ekki síst hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu frá því að sameinað embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var stofnað árið 2007. Þessum aukna fólksfjölda hefur hins vegar ekki verið fylgt eftir með því að efla löggæsluna til samræmis. Einn lögreglumaður á hverja þúsund íbúa Árið 2023 hafði lögreglumönnum embættisins fækkað og voru orðnir 297 talsins, frá því að hafa verið 339 í upphafi. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að svo mikil fækkun hafi orðið í lögreglunni á þessu fjölmennasta svæði landsins, þangað sem um 75-80% hegningarlagabrota á landinu koma til meðferðar. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur sem sagt fækkað umtalsvert á sama tíma og gífurleg fólksfjölgun hefur orðið og mikil aukning ferðamanna. Og á sama tíma og skipulögð glæpastarfsemi er veruleiki á Íslandi og rannsóknir sakamála flóknari en áður. Árið 2022 voru lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu um 1,2 lögreglumaður á hverja eitt þúsund íbúa. Til að hlutfallið yrði til svipað og hjá þeim embættum sem eru með næst lægsta hlutfallið á landinu þyrfti að fjölga lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu í kringum 200. Breytt landslag Það er staðreynd að í öðrum löndum er hlutfall lögreglumanna hærra í höfuðborgum en landsbyggð. Svo er ekki hér á landi. Landsbyggðin á Íslandi er hins vegar sannarlega ekki ofalin í þessu sambandi enda er löggæslan yfir landið allt of fámenn. Umdæmi lögreglunnar víða um land eru stór og víðfeðm og þyrfti að gera betur þar. Árið 2020 var fjöldi lögreglumanna á hverja 100 þúsund íbúa árið næst lægstur á Íslandi í samanburði við 32 önnur Evrópuríki. Staðan í alþjóðlegum samanburði er þess vegna ekki góð. Fjöldi lögreglumanna á Íslandi er sjálfstætt vandamál. Hann er vandamál fyrir öryggi landsmanna og öryggi lögreglumanna sjálfra. Viðreisn hefur vakið athygli á mikilvægi þess að réttarkerfið fái stuðning í fjárveitingum. Við höfum ítrekað rætt um málsmeðferðartíma í kerfinu, stöðu lögreglunnar og í fangelsum landsins. Ég mun í dag ræða um mönnun lögreglu og biðtíma eftir afplánun í fyrirspurn til dómsmálaráðherra á Alþingi. Lögreglan hefur notið mikils trausts hjá almenningi samkvæmt ítrekuðum könnunum, sem er á skjön við það sem stundum mætti ætla mætti af umfjöllun um lögreglu. Lögregla nýtur hins vegar trausts almennings og hún á njóta velvilja stjórnvalda í mikilvægum störfum sínum fyrir öryggi fólksins í landinu. Næstu ríkisstjórnar bíður það verkefni að stórefla löggæsluna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar