Mjög stressuð fyrir að láta félagið vita: „Ég er sú fyrsta sem verður ólétt“ Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2024 08:00 Sandra Erlingsdóttir með liðsfélögum sínum í Metzingen sem tóku vel í þær fréttir að hún væri orðin ólétt. Instagram/@tussiesmetzingen Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handbolta, varð strax óróleg yfir stöðu sinni hjá þýska félaginu Metzingen eftir að hún komst að því að hún væri ólétt. Ýmsar sögur eru af því að félög komi illa fram við óléttar íþróttakonur en áhyggjur Söndru virðast hafa reynst óþarfar. Sandra er algjör lykilmaður í hinu bleikklædda liði Metzingen sem spilar í efstu deild Þýskalands. Það er því missir af henni fyrir liðið nú þegar ljóst er að hún spilar ekki meira fyrr en á næstu leiktíð. En Sandra hefur ekki orðið vör við neitt annað en stuðning í Þýskalandi eftir gleðifréttirnar, rétt eins og hjá íslenska landsliðinu en hún fékk fréttirnar á HM. „Strax og ég pissaði á prófið og sá að ég var ólétt þá fór smá um mann, úff, af því að það hefur engin í liðinu [Metzingen] eignast barn. Ég er sú fyrsta sem verður ólétt. Það er algengt í Þýskalandi að konur spili til þrítugs og fari svo í barneignir, á meðan að við í Skandinavíu eignumst frekar börn og spilum svo áfram,“ útskýrir Sandra. Klippa: Sandra fyrst í liðinu til að eignast barn „Ég var því mjög stressuð að láta þjálfarann og stjórann vita. En það tóku þessu allir ótrúlega vel. Ég er samningsbundin út þetta tímabil og það næsta, svo að ég stefni bara á að koma inn á næsta tímabili og klára samninginn minn hjá Metzingen. Og ég hef fengið ótrúlega góðan stuðning frá liðinu og stjórninni,“ segir Sandra en þýska félagið óskaði henni meðal annars til hamingju á samfélagsmiðlum sínum. View this post on Instagram A post shared by TusSies Metzingen (@tussiesmetzingen) Segja má að Sandra sé að vinna ákveðið brautryðjendastarf en hún verður enn aðeins 26 ára þegar barnið kemur í heiminn. „Það eru örfáar í þýsku deildinni sem eiga barn. Ég gæti talið þær á fingrum annarrar handar. Þetta er því frekar nýtt hérna og gaman að sjá að félagið tæklar þetta vel,“ segir Sandra sem fékk einnig góðan stuðning frá stelpunum í liðinu sínu. „Ég var einmitt mjög stressuð líka að láta þær vita, þó að ég vissi að þær yrðu mjög glaðar. En það var strax í upphitun á fyrstu æfingu farið að plana „babyshower“ og að sprengja blöðru til að vita kynið og svona. Það voru allir rosa glaðir strax,“ segir Sandra sem enn æfir með Metzingen eins og hún getur en mun smám saman draga sig í hlé og á von á sér í byrjun ágúst. Landslið kvenna í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir Sandra ólétt á HM: „Hleyp fram og kalla: Andrea! Sjáðu!“ Sandra Erlingsdóttir var í stóru hlutverki á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland lék á HM í handbolta í desember. Það sem aðeins hún og nánustu liðsfélagar og fjölskylda vissu, var að hún var einnig orðin ólétt að sínu fyrsta barni. 5. febrúar 2024 08:00 Þessi fengu stig í kjöri á íþróttamanni ársins Alls fengu 23 einstaklingar stig í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2023. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson hlaut nafnbótina í fyrsta sinn í kvöld. 4. janúar 2024 21:37 Sandra og Gísli best í handbolta Handknattleikssamband Íslands hefur valið þau Gísla Þorgeir Kristjánsson og Söndru Erlingsdóttur sem handknattleiksfólk ársins. 22. desember 2023 17:46 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Sandra er algjör lykilmaður í hinu bleikklædda liði Metzingen sem spilar í efstu deild Þýskalands. Það er því missir af henni fyrir liðið nú þegar ljóst er að hún spilar ekki meira fyrr en á næstu leiktíð. En Sandra hefur ekki orðið vör við neitt annað en stuðning í Þýskalandi eftir gleðifréttirnar, rétt eins og hjá íslenska landsliðinu en hún fékk fréttirnar á HM. „Strax og ég pissaði á prófið og sá að ég var ólétt þá fór smá um mann, úff, af því að það hefur engin í liðinu [Metzingen] eignast barn. Ég er sú fyrsta sem verður ólétt. Það er algengt í Þýskalandi að konur spili til þrítugs og fari svo í barneignir, á meðan að við í Skandinavíu eignumst frekar börn og spilum svo áfram,“ útskýrir Sandra. Klippa: Sandra fyrst í liðinu til að eignast barn „Ég var því mjög stressuð að láta þjálfarann og stjórann vita. En það tóku þessu allir ótrúlega vel. Ég er samningsbundin út þetta tímabil og það næsta, svo að ég stefni bara á að koma inn á næsta tímabili og klára samninginn minn hjá Metzingen. Og ég hef fengið ótrúlega góðan stuðning frá liðinu og stjórninni,“ segir Sandra en þýska félagið óskaði henni meðal annars til hamingju á samfélagsmiðlum sínum. View this post on Instagram A post shared by TusSies Metzingen (@tussiesmetzingen) Segja má að Sandra sé að vinna ákveðið brautryðjendastarf en hún verður enn aðeins 26 ára þegar barnið kemur í heiminn. „Það eru örfáar í þýsku deildinni sem eiga barn. Ég gæti talið þær á fingrum annarrar handar. Þetta er því frekar nýtt hérna og gaman að sjá að félagið tæklar þetta vel,“ segir Sandra sem fékk einnig góðan stuðning frá stelpunum í liðinu sínu. „Ég var einmitt mjög stressuð líka að láta þær vita, þó að ég vissi að þær yrðu mjög glaðar. En það var strax í upphitun á fyrstu æfingu farið að plana „babyshower“ og að sprengja blöðru til að vita kynið og svona. Það voru allir rosa glaðir strax,“ segir Sandra sem enn æfir með Metzingen eins og hún getur en mun smám saman draga sig í hlé og á von á sér í byrjun ágúst.
Landslið kvenna í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir Sandra ólétt á HM: „Hleyp fram og kalla: Andrea! Sjáðu!“ Sandra Erlingsdóttir var í stóru hlutverki á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland lék á HM í handbolta í desember. Það sem aðeins hún og nánustu liðsfélagar og fjölskylda vissu, var að hún var einnig orðin ólétt að sínu fyrsta barni. 5. febrúar 2024 08:00 Þessi fengu stig í kjöri á íþróttamanni ársins Alls fengu 23 einstaklingar stig í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2023. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson hlaut nafnbótina í fyrsta sinn í kvöld. 4. janúar 2024 21:37 Sandra og Gísli best í handbolta Handknattleikssamband Íslands hefur valið þau Gísla Þorgeir Kristjánsson og Söndru Erlingsdóttur sem handknattleiksfólk ársins. 22. desember 2023 17:46 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Sandra ólétt á HM: „Hleyp fram og kalla: Andrea! Sjáðu!“ Sandra Erlingsdóttir var í stóru hlutverki á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland lék á HM í handbolta í desember. Það sem aðeins hún og nánustu liðsfélagar og fjölskylda vissu, var að hún var einnig orðin ólétt að sínu fyrsta barni. 5. febrúar 2024 08:00
Þessi fengu stig í kjöri á íþróttamanni ársins Alls fengu 23 einstaklingar stig í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2023. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson hlaut nafnbótina í fyrsta sinn í kvöld. 4. janúar 2024 21:37
Sandra og Gísli best í handbolta Handknattleikssamband Íslands hefur valið þau Gísla Þorgeir Kristjánsson og Söndru Erlingsdóttur sem handknattleiksfólk ársins. 22. desember 2023 17:46