Innlent

Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Inga Sæland kynnir breytingarnar á blaðamannafundi á eftir. 
Inga Sæland kynnir breytingarnar á blaðamannafundi á eftir.  Vísir/Lýður Valberg

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og verðandi mennta- og barnamálaráðherra ætlar að veita fjölmiðlum viðtöl nú í morgunsárið klukkan átta í húsnæði flokksins í Grafarvogi.

Í gærkvöldi var tilkynnt um að Guðmundur Ingi Kristinsson hefði ákveðið að segja af sér ráðherraembætti til þess að einbeita sér að því að ná bata eftir veikindi. Við það fór kapall í gang sem er á þá leið að Inga tekur við af Guðmundi, Ragnar Þór Ingólfsson þingflokksformaður tekur þá við félags- og húsnæðismálaráðuneytinu af Ingu.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir er svo sögð munu taka við sem þingflokksformaður Flokks fólksins. Ekki er þó að fullu ljóst hvenær þessar breytingar verða formlega staðfestar á ríkisráðsfundi því Ríkisstjórnin er á leið á vinnufund á Þingvöllum sem mun standa í allan dag. Að auki er Forseti Íslands stödd í opinberri heimsókn í Vestmannaeyjum í ferð sem hófst í gær og lýkur í kvöld.

Blaðamannafundur Ingu var í beinni útsendingu á Vísi, en hann má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. 

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×