Mislingar greindust á Landspítalanum Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. febrúar 2024 19:15 Mislingar greindust á Landspítalanum eftir að maður leitaði til læknis á föstudag vegna útbrota. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu frá Landspítala í dag vegna mislinga sem greindust hjá fullorðnum einstakling sem kom erlendis frá miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Viðkomandi einstaklingur er í einangrun á sjúkrahúsi. Þetta segir í tilkynningu á vef sóttvarnarlæknis. Þar segir að einstaklingurinn hafi fengið útbrot fimmtudaginn 1. febrúar og leitað til heilbrigðisþjónustu föstudaginn 2. febrúar. Hann sé nú kominn í einangrun. Sóttvarnarlæknir hefur haft samband við þau flugfélög sem fluttu viðkomandi þann 31. janúar og farþegar upplýstir um smithættu. Hún er mest áður en útbrot koma fram en dvínar eftir það dvínar og gengur yfir á nokkrum dögum. Upplýsingar um mislinga „Mislingar eru bráðsmitandi skæður veirusjúkdómur sem smitar frá öndunarvegi. Einkenni geta komið fram hjá smituðum einni til þremur vikum eftir smit,“ segir í tilkynningu sóttvarnalæknis. Þau sem hafi verið bólusett fyrir mislingum eða fengið mislinga áður smitist mjög ólíklega en ef það gerist eru einkenni oftast væg. Óbólusettir séu hins vegar í áhættu fyrir smiti og veikindum. „Ef haft hefur verið samband við þig vegna hugsanlegrar útsetningar og þú færð einkenni (hita, kvefeinkenni, augnroða og/eða útbrot á húð), sérstaklega ef þú hefur ekki verið bólusett(ur) við mislingum, eða ekki fengið mislinga, hvetjum við þig eindregið til að hafa samband við lækni/heilsugæslu símleiðis eða gegnum netspjall Heilsuveru. Vinsamlegast mætið ekki á heilsugæslu eða sjúklingamóttöku án þess að hafa fyrst samband,“ segir einnig. Telji fólk sig óbólusett við mislingum og vill láta bólusetja sig getur það haft samband við lækni eða heilsugæslu símleiðis eða í gegnum netspjall Heilsuveru. Þá er fólki bent á að bólusetning vegna útsetningar þurfi að eiga sér stað ekki seinna en 5. febrúar. Ekki hjarðónæmi á Íslandi Þátttaka í bólusetningum á mislingum hefur dvínað á undanförnum árum að sögn Guðrúnar Aspelund, landlæknis og er ekki hjarðónæmi á Íslandi. Mislingar séu mjög smitandi og hafi mikil áhrif á óbólusetta. „Það þarf ansi háa þátttöku til að ná þessu svokallaða hjarðónæmi þannig ef smit berst til okkar þannig það nái þá ekki að dreifa sér um samfélagið,“ sagði Guðrún í viðtali í Bítinu í síðustu viku. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. 23. janúar 2024 16:06 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef sóttvarnarlæknis. Þar segir að einstaklingurinn hafi fengið útbrot fimmtudaginn 1. febrúar og leitað til heilbrigðisþjónustu föstudaginn 2. febrúar. Hann sé nú kominn í einangrun. Sóttvarnarlæknir hefur haft samband við þau flugfélög sem fluttu viðkomandi þann 31. janúar og farþegar upplýstir um smithættu. Hún er mest áður en útbrot koma fram en dvínar eftir það dvínar og gengur yfir á nokkrum dögum. Upplýsingar um mislinga „Mislingar eru bráðsmitandi skæður veirusjúkdómur sem smitar frá öndunarvegi. Einkenni geta komið fram hjá smituðum einni til þremur vikum eftir smit,“ segir í tilkynningu sóttvarnalæknis. Þau sem hafi verið bólusett fyrir mislingum eða fengið mislinga áður smitist mjög ólíklega en ef það gerist eru einkenni oftast væg. Óbólusettir séu hins vegar í áhættu fyrir smiti og veikindum. „Ef haft hefur verið samband við þig vegna hugsanlegrar útsetningar og þú færð einkenni (hita, kvefeinkenni, augnroða og/eða útbrot á húð), sérstaklega ef þú hefur ekki verið bólusett(ur) við mislingum, eða ekki fengið mislinga, hvetjum við þig eindregið til að hafa samband við lækni/heilsugæslu símleiðis eða gegnum netspjall Heilsuveru. Vinsamlegast mætið ekki á heilsugæslu eða sjúklingamóttöku án þess að hafa fyrst samband,“ segir einnig. Telji fólk sig óbólusett við mislingum og vill láta bólusetja sig getur það haft samband við lækni eða heilsugæslu símleiðis eða í gegnum netspjall Heilsuveru. Þá er fólki bent á að bólusetning vegna útsetningar þurfi að eiga sér stað ekki seinna en 5. febrúar. Ekki hjarðónæmi á Íslandi Þátttaka í bólusetningum á mislingum hefur dvínað á undanförnum árum að sögn Guðrúnar Aspelund, landlæknis og er ekki hjarðónæmi á Íslandi. Mislingar séu mjög smitandi og hafi mikil áhrif á óbólusetta. „Það þarf ansi háa þátttöku til að ná þessu svokallaða hjarðónæmi þannig ef smit berst til okkar þannig það nái þá ekki að dreifa sér um samfélagið,“ sagði Guðrún í viðtali í Bítinu í síðustu viku.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. 23. janúar 2024 16:06 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Sjá meira
Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. 23. janúar 2024 16:06