Móðir barnsins í haldi og málið rannsakað sem manndráp Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. febrúar 2024 15:17 Lögreglan hefur ekki viljað veita miklar upplýsingareftir að tilkynnt var um andlát sex ára barns á Nýbýlavegi í Kópavogi að morgni miðvikudags, enda er málið mjög viðkvæmt. vísir/arnar Andlát sex ára drengs í Kópavogi er rannsakað sem manndráp. Konan sem er í haldi lögreglu er móðir barnsins. Annað barn bjó á heimilinu og er það nú í viðeigandi úrræði barnaverndaryfirvalda. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu í viðtali við fréttastofu. Hann segir lögreglu hafa ágæta mynd af því sem gerðist. „Rannsóknin beinist að því að barninu hafi verið ráðinn bani,“ segir Grímur. Mæðginin dvalið hér í á fjórða ár Konan sem er í haldi er móðir barnsins. Mæðginin hafa verið á landinu í þrjú til fjögur ár og njóta alþjóðlegrar verndar á Íslandi. „Þau bjuggu saman þarna, móðir með tvö börn.“ Eldra barnið var ekki í íbúðinni Eldra barnið var á leiðinni í skólann þegar lögreglu bar að garði á miðvikudagsmorgun og er nú í viðeigandi úrræði barnaverndaryfirvalda. Grímur segir að móðirin sjálf hafi hringt á lögreglu. Krufning hefur farið fram en niðurstöður liggja ekki fyrir að svo stöddu. Líkt og fram hefur komið gekkst konan undir geðmat stuttu eftir að hún var handtekin. Grímur segist ekki geta greint frá niðurstöðum þess. Aðspurður hvort lögregla eða barnaverndaryfirvöld hafi áður haft afskipti af konunni segist Grímur ekki vilja fara út í þau mál. Rannsókn miði ágætlega Hann segir konuna samstarfsfúsa en vill ekki greina frá því hvort hún hafi játað í málinu. „Rannsókn miðar ágætlega. Þetta er viðkvæmt mál og við höfum haldið að okkur höndum þegar kemur að upplýsingum til fjölmiðla og teljum að þær upplýsingar sem þurfa að koma séu nú fram komnar.“ Grímur segir fjölmarga hafa verið yfirheyrða í málinu. „Í svona málum eru yfirheyrðir þeir sem þurfa þykir. Auðvitað eru lang flestir og allir með réttarstöðu vitnis nema sú sem grunuð er um verknaðinn,“ segir Grímur og bætir við að það þurfi mögulega að yfirheyra fleiri. Lögreglumál Kópavogur Andlát barns á Nýbýlavegi Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu í viðtali við fréttastofu. Hann segir lögreglu hafa ágæta mynd af því sem gerðist. „Rannsóknin beinist að því að barninu hafi verið ráðinn bani,“ segir Grímur. Mæðginin dvalið hér í á fjórða ár Konan sem er í haldi er móðir barnsins. Mæðginin hafa verið á landinu í þrjú til fjögur ár og njóta alþjóðlegrar verndar á Íslandi. „Þau bjuggu saman þarna, móðir með tvö börn.“ Eldra barnið var ekki í íbúðinni Eldra barnið var á leiðinni í skólann þegar lögreglu bar að garði á miðvikudagsmorgun og er nú í viðeigandi úrræði barnaverndaryfirvalda. Grímur segir að móðirin sjálf hafi hringt á lögreglu. Krufning hefur farið fram en niðurstöður liggja ekki fyrir að svo stöddu. Líkt og fram hefur komið gekkst konan undir geðmat stuttu eftir að hún var handtekin. Grímur segist ekki geta greint frá niðurstöðum þess. Aðspurður hvort lögregla eða barnaverndaryfirvöld hafi áður haft afskipti af konunni segist Grímur ekki vilja fara út í þau mál. Rannsókn miði ágætlega Hann segir konuna samstarfsfúsa en vill ekki greina frá því hvort hún hafi játað í málinu. „Rannsókn miðar ágætlega. Þetta er viðkvæmt mál og við höfum haldið að okkur höndum þegar kemur að upplýsingum til fjölmiðla og teljum að þær upplýsingar sem þurfa að koma séu nú fram komnar.“ Grímur segir fjölmarga hafa verið yfirheyrða í málinu. „Í svona málum eru yfirheyrðir þeir sem þurfa þykir. Auðvitað eru lang flestir og allir með réttarstöðu vitnis nema sú sem grunuð er um verknaðinn,“ segir Grímur og bætir við að það þurfi mögulega að yfirheyra fleiri.
Lögreglumál Kópavogur Andlát barns á Nýbýlavegi Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Sjá meira