Veðurstofufólk með augun límd á mælitækjum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2024 11:52 Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni. vísir Dregið gæti til tíðinda á Reykjanesi á næstu dögum og starfsmenn Veðurstofunnar eru á sólarhringsvakt með augun límd á mælitækjum. Fyrirvarinn gæti orðið styttri en áður þar sem jarðskorpan er heit og minna brotgjörn. Um tuttugu skjálftar mældust yfir kvikuganginum við Grindavík í nótt, sem er svipað og var í gær. Þá urðu einnig tveir skjálftar við Djúpavatn á Reykjanesi, annar 3,3 að stærð og hinn 2,6 auk eftirskjálfta í kjölfarið. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, segir skjálftavirknina hefðbundna en hann reiknar með að það fari að draga til tíðinda. „Við erum að nota líkanreikninga til að reikna rúmmálsflæðið inn undir Svartsengi og eftir nokkra daga verður það rúmmál komið í mjög svipað og það var fyrir síðasta gos. Þannig að það gefur okkur vísbendingu um að mögulega fari að koma að næsta eldgosi,“ segir Bendikt. Því eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi og þá allar líkur á að það verði aftur í Sundhnúksgígum. „Líklegasta svæðið við miðbikið en það getur líka farið í jaðrana í átt að Grindavík og sömuleiðis til norðausturs í átt að Stóra Skógfelli.“ Gjósi í jöðrum Sundhnúksgígaraðarinnar tekur það kvikuna nokkra klukkutíma að ferðast frá kvikuhólfinu undir Svartsengi og þangað.vísir/Vilhelm Fyrirvarinn, eða tíminn frá því að fyrstu merki um gos sáust og þar til kvikan kom upp, var um fimm tímar í síðasta gosi en einungis níutíu mínútur fyrir gosið 18. desember. Bendikt segir hann geta orðið enn styttri núna. „Þegar þú gærð svona innskot hvað eftir annað með svona stuttu millibili er jarðskoran heitari og ekki eins brotgjörn þannig að skjálftarnir geta orðið minni og merkin ekki eins sterk.“ Lokað er inn í Grindavík í dag og á morgun vegna veðurs og verðmætabjörgun verður því ekki sinnt. Þrátt fyrir að auknar líkur séu á gosi telur Benedikt að óbreyttu óhætt að sinna henni áfram og að halda Bláa lóninu opnu. Ólíklegt sé að kvika ógni Svartsengissvæðinu með stuttum fyrirvara og fólk sé í Grindavík undir eftirliti viðbragðsaðila. Allt viðbragð eigi því að vera hratt komi til rýminga. Starfsfólk Veðurstofunnar sé með augun límd á mælitækjum. „Það er sólarhringsvakt á Veðurstofunni og svo er bakvakt, þannig ef eitthvað breytist er hringt strax út og í almannavarnir. Þannig að örfáaum mínútum eftir að eitthvað breytist er komið viðbragð, sama hvenær sólarhringsins,“ segir Benedikt. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Um tuttugu skjálftar mældust yfir kvikuganginum við Grindavík í nótt, sem er svipað og var í gær. Þá urðu einnig tveir skjálftar við Djúpavatn á Reykjanesi, annar 3,3 að stærð og hinn 2,6 auk eftirskjálfta í kjölfarið. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, segir skjálftavirknina hefðbundna en hann reiknar með að það fari að draga til tíðinda. „Við erum að nota líkanreikninga til að reikna rúmmálsflæðið inn undir Svartsengi og eftir nokkra daga verður það rúmmál komið í mjög svipað og það var fyrir síðasta gos. Þannig að það gefur okkur vísbendingu um að mögulega fari að koma að næsta eldgosi,“ segir Bendikt. Því eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi og þá allar líkur á að það verði aftur í Sundhnúksgígum. „Líklegasta svæðið við miðbikið en það getur líka farið í jaðrana í átt að Grindavík og sömuleiðis til norðausturs í átt að Stóra Skógfelli.“ Gjósi í jöðrum Sundhnúksgígaraðarinnar tekur það kvikuna nokkra klukkutíma að ferðast frá kvikuhólfinu undir Svartsengi og þangað.vísir/Vilhelm Fyrirvarinn, eða tíminn frá því að fyrstu merki um gos sáust og þar til kvikan kom upp, var um fimm tímar í síðasta gosi en einungis níutíu mínútur fyrir gosið 18. desember. Bendikt segir hann geta orðið enn styttri núna. „Þegar þú gærð svona innskot hvað eftir annað með svona stuttu millibili er jarðskoran heitari og ekki eins brotgjörn þannig að skjálftarnir geta orðið minni og merkin ekki eins sterk.“ Lokað er inn í Grindavík í dag og á morgun vegna veðurs og verðmætabjörgun verður því ekki sinnt. Þrátt fyrir að auknar líkur séu á gosi telur Benedikt að óbreyttu óhætt að sinna henni áfram og að halda Bláa lóninu opnu. Ólíklegt sé að kvika ógni Svartsengissvæðinu með stuttum fyrirvara og fólk sé í Grindavík undir eftirliti viðbragðsaðila. Allt viðbragð eigi því að vera hratt komi til rýminga. Starfsfólk Veðurstofunnar sé með augun límd á mælitækjum. „Það er sólarhringsvakt á Veðurstofunni og svo er bakvakt, þannig ef eitthvað breytist er hringt strax út og í almannavarnir. Þannig að örfáaum mínútum eftir að eitthvað breytist er komið viðbragð, sama hvenær sólarhringsins,“ segir Benedikt.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira