Veðurstofufólk með augun límd á mælitækjum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2024 11:52 Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni. vísir Dregið gæti til tíðinda á Reykjanesi á næstu dögum og starfsmenn Veðurstofunnar eru á sólarhringsvakt með augun límd á mælitækjum. Fyrirvarinn gæti orðið styttri en áður þar sem jarðskorpan er heit og minna brotgjörn. Um tuttugu skjálftar mældust yfir kvikuganginum við Grindavík í nótt, sem er svipað og var í gær. Þá urðu einnig tveir skjálftar við Djúpavatn á Reykjanesi, annar 3,3 að stærð og hinn 2,6 auk eftirskjálfta í kjölfarið. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, segir skjálftavirknina hefðbundna en hann reiknar með að það fari að draga til tíðinda. „Við erum að nota líkanreikninga til að reikna rúmmálsflæðið inn undir Svartsengi og eftir nokkra daga verður það rúmmál komið í mjög svipað og það var fyrir síðasta gos. Þannig að það gefur okkur vísbendingu um að mögulega fari að koma að næsta eldgosi,“ segir Bendikt. Því eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi og þá allar líkur á að það verði aftur í Sundhnúksgígum. „Líklegasta svæðið við miðbikið en það getur líka farið í jaðrana í átt að Grindavík og sömuleiðis til norðausturs í átt að Stóra Skógfelli.“ Gjósi í jöðrum Sundhnúksgígaraðarinnar tekur það kvikuna nokkra klukkutíma að ferðast frá kvikuhólfinu undir Svartsengi og þangað.vísir/Vilhelm Fyrirvarinn, eða tíminn frá því að fyrstu merki um gos sáust og þar til kvikan kom upp, var um fimm tímar í síðasta gosi en einungis níutíu mínútur fyrir gosið 18. desember. Bendikt segir hann geta orðið enn styttri núna. „Þegar þú gærð svona innskot hvað eftir annað með svona stuttu millibili er jarðskoran heitari og ekki eins brotgjörn þannig að skjálftarnir geta orðið minni og merkin ekki eins sterk.“ Lokað er inn í Grindavík í dag og á morgun vegna veðurs og verðmætabjörgun verður því ekki sinnt. Þrátt fyrir að auknar líkur séu á gosi telur Benedikt að óbreyttu óhætt að sinna henni áfram og að halda Bláa lóninu opnu. Ólíklegt sé að kvika ógni Svartsengissvæðinu með stuttum fyrirvara og fólk sé í Grindavík undir eftirliti viðbragðsaðila. Allt viðbragð eigi því að vera hratt komi til rýminga. Starfsfólk Veðurstofunnar sé með augun límd á mælitækjum. „Það er sólarhringsvakt á Veðurstofunni og svo er bakvakt, þannig ef eitthvað breytist er hringt strax út og í almannavarnir. Þannig að örfáaum mínútum eftir að eitthvað breytist er komið viðbragð, sama hvenær sólarhringsins,“ segir Benedikt. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi Sjá meira
Um tuttugu skjálftar mældust yfir kvikuganginum við Grindavík í nótt, sem er svipað og var í gær. Þá urðu einnig tveir skjálftar við Djúpavatn á Reykjanesi, annar 3,3 að stærð og hinn 2,6 auk eftirskjálfta í kjölfarið. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, segir skjálftavirknina hefðbundna en hann reiknar með að það fari að draga til tíðinda. „Við erum að nota líkanreikninga til að reikna rúmmálsflæðið inn undir Svartsengi og eftir nokkra daga verður það rúmmál komið í mjög svipað og það var fyrir síðasta gos. Þannig að það gefur okkur vísbendingu um að mögulega fari að koma að næsta eldgosi,“ segir Bendikt. Því eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi og þá allar líkur á að það verði aftur í Sundhnúksgígum. „Líklegasta svæðið við miðbikið en það getur líka farið í jaðrana í átt að Grindavík og sömuleiðis til norðausturs í átt að Stóra Skógfelli.“ Gjósi í jöðrum Sundhnúksgígaraðarinnar tekur það kvikuna nokkra klukkutíma að ferðast frá kvikuhólfinu undir Svartsengi og þangað.vísir/Vilhelm Fyrirvarinn, eða tíminn frá því að fyrstu merki um gos sáust og þar til kvikan kom upp, var um fimm tímar í síðasta gosi en einungis níutíu mínútur fyrir gosið 18. desember. Bendikt segir hann geta orðið enn styttri núna. „Þegar þú gærð svona innskot hvað eftir annað með svona stuttu millibili er jarðskoran heitari og ekki eins brotgjörn þannig að skjálftarnir geta orðið minni og merkin ekki eins sterk.“ Lokað er inn í Grindavík í dag og á morgun vegna veðurs og verðmætabjörgun verður því ekki sinnt. Þrátt fyrir að auknar líkur séu á gosi telur Benedikt að óbreyttu óhætt að sinna henni áfram og að halda Bláa lóninu opnu. Ólíklegt sé að kvika ógni Svartsengissvæðinu með stuttum fyrirvara og fólk sé í Grindavík undir eftirliti viðbragðsaðila. Allt viðbragð eigi því að vera hratt komi til rýminga. Starfsfólk Veðurstofunnar sé með augun límd á mælitækjum. „Það er sólarhringsvakt á Veðurstofunni og svo er bakvakt, þannig ef eitthvað breytist er hringt strax út og í almannavarnir. Þannig að örfáaum mínútum eftir að eitthvað breytist er komið viðbragð, sama hvenær sólarhringsins,“ segir Benedikt.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi Sjá meira