Mikilvægt að ala ekki á ótta um möguleg eldgos Jón Þór Stefánsson skrifar 1. febrúar 2024 15:18 Rósa Guðbjartsdóttir, Kristín Jónsdóttir, og Magnús Tumi Guðmundsson ræddu um jarðhræringar og eldgos í Pallborðinu á Vísi. Vísir/Vilhelm Jarðvísindamenn og bæjarstjóri Hafnarfjarðar segja fjölmiðla bera einhverja ábyrgð á umræðu um jarðhræringar og eldvirkni. Mikilvægt að sé að ala ekki á ótta. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag. Aðspurð um hvað íbúar á Völlunum í Hafnarfirði hugsi þegar þeir lesi fréttir um mögulegt hraunrennsli við bæjarfélagið sagði Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði: „Þeir hugsa örugglega ýmislegt.“ „Við ættum að hugsa meira um afleiðingar þess ef sérstök hverfi eða bæjarfélög eru tekin fyrir,“ sagði Rósa. „Pössum umræðuna og pössum yfirlýsingarnar, þær geta alið á ótta.“ Hún tók þó fram að hún væri með þessum orðum ekki að segja að menn væru að reyna að ala á ótta. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, voru á sama máli um ábyrgð fjölmiðla í Pallborðinu. Magnús nefndi dæmi um að stundum hefðu fyrirsagnir ekki endurspeglað það sem viðmælendur, það er að segja jarðvísindamenn, hefðu sagt. „Þið á Vísi. Þið eruð ekki aðalsökudólgarnir,“ sagði hann. Hönnun tímabær en ekki uppbygging Talsvert hefur verið rætt um möguleika á gosi við Hafnarfjörð. Rósa sagði að hún vilji fá heildstætt mat frá sérfræðingum um svæðið. „Ég vil fá að vita hverju er hægt að eiga vona á, bæði í nánustu framtíð og til lengri tíma litið.“ Hún nefndi að hönnun á varnargörðum við höfuðborgarsvæðið væri mikils virði. Þó væri ekki tilefni til að hefja uppbyggingu á varnargörðum fyrr en á því sé þörf. Magnús Tumi tók í sama streng. Hann útskýrði að það myndi að öllum líkindum taka talsverðan tíma fyrir sprungu að koma á yfirborðið. Hann sagði að umfangsmikil uppbygging varnargarða við Hafnarfjörð, eða önnur svæði á höfuðborgarsvæðinu, væri ótímabær. Hins vegar væri sniðugt að hanna þá. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Hafnarfjörður Pallborðið Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag. Aðspurð um hvað íbúar á Völlunum í Hafnarfirði hugsi þegar þeir lesi fréttir um mögulegt hraunrennsli við bæjarfélagið sagði Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði: „Þeir hugsa örugglega ýmislegt.“ „Við ættum að hugsa meira um afleiðingar þess ef sérstök hverfi eða bæjarfélög eru tekin fyrir,“ sagði Rósa. „Pössum umræðuna og pössum yfirlýsingarnar, þær geta alið á ótta.“ Hún tók þó fram að hún væri með þessum orðum ekki að segja að menn væru að reyna að ala á ótta. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, voru á sama máli um ábyrgð fjölmiðla í Pallborðinu. Magnús nefndi dæmi um að stundum hefðu fyrirsagnir ekki endurspeglað það sem viðmælendur, það er að segja jarðvísindamenn, hefðu sagt. „Þið á Vísi. Þið eruð ekki aðalsökudólgarnir,“ sagði hann. Hönnun tímabær en ekki uppbygging Talsvert hefur verið rætt um möguleika á gosi við Hafnarfjörð. Rósa sagði að hún vilji fá heildstætt mat frá sérfræðingum um svæðið. „Ég vil fá að vita hverju er hægt að eiga vona á, bæði í nánustu framtíð og til lengri tíma litið.“ Hún nefndi að hönnun á varnargörðum við höfuðborgarsvæðið væri mikils virði. Þó væri ekki tilefni til að hefja uppbyggingu á varnargörðum fyrr en á því sé þörf. Magnús Tumi tók í sama streng. Hann útskýrði að það myndi að öllum líkindum taka talsverðan tíma fyrir sprungu að koma á yfirborðið. Hann sagði að umfangsmikil uppbygging varnargarða við Hafnarfjörð, eða önnur svæði á höfuðborgarsvæðinu, væri ótímabær. Hins vegar væri sniðugt að hanna þá.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Hafnarfjörður Pallborðið Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira