Lögmál leiksins: LaMelo Ball í einskismannslandi í Charlotte Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2024 07:00 Hversu góður verður LaMelo Ball á endanum? Jacob Kupferman/Getty Images Hinn sívinsæli liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins. Að þessu sinni voru LaMelo Ball, Joel Embiid og Donovan Mitchell til umræðu sem og hvort liðið sé betra: Philadelphia 76ers eða Milwaukee Bucks. „Nei eða Já“ er einfaldlega þannig að þáttastjórnandi setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar játa eða neita ásamt því að rökstyðja svar sitt. Að þessu sinni þakkaði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, gervigreindinni fyrir aðstoðina við gerð fullyrðinganna en með honum að þessu sinni voru Sigurður Orri Kristjánsson og Hörður Unnsteinsson. LaMelo Ball verður nógu góður til að leiða lið í úrslit NBA-deildarinnar „Á ég ekki bara að taka Siggu; Nei, nei, nei, nei, nei. Nei! En hann getur alveg verið í liði sem fer alla lið,“ sagði Sigurður Orri um þessa fullyrðingu áður. Klippa: Lögmál leiksins: LaMelo Ball í einskismannslandi í Charlotte „Ég hef gaman af LaMelo Ball en kannski er dálítið gott fyrir hann að húka aðeins í Charlotte, komandi úr fjölskyldunni sem hann kemur úr og látunum sem því fylgdu í upphafi. Það er ákveðin jarðtenging sem fylgir því að vera í Charlotte,“ bætti Sigurður Orri við. „Þetta er búið að vera vonbrigði því hann er bara búinn að vera í einskismannslandi í Charlotte fyrstu þrjú árin af ferli sínum. Ég held það hafi hjálpað honum að bróðir hans hafi komið inn í deildina á undan, pabbi hans fékk að taka út maníuna á bróðir hans frekar en á honum,“ sagði Hörður og hélt áfram. Lonzo Ball samdi þá við Los Angeles Lakers nokkrum árum áður en LaMelo mætti til Charlotte. Í dag er Lonzo leikmaður Chicago Bulls en hefur verið meira og minna meiddur undanfarin misseri. „Erum ekki búin að fá þennan sirkus í kringum LaMelo sem var í kringum Lonzo þegar hann kom inn í deildina 2017.“ „Held að þetta sé ágætis byrjun á ferlinum hans. Búin að vera fín byrjun tölfræðilega, búið að vera fín byrjun körfuboltalega en hann á eftir að taka stökk í stærra lið, eflaust eftir 1-2 ár en það verður aldrei lið sem hann leiðir í úrslit sjálfur en hann gæti verið Jamal Murray í liði sem verður meistari.“ Aðrar fullyrðingar Joel Embiid ætti að eiga minni möguleika á MVP-titlinum fyrir að hafa ekki mætt til Denver. Donovan Mitchell er topp 10 leikmaður í deildinni. Philadelphia 76ers er líklegra en Milwaukee Bucks að verða meistari. Annað árið í röð mætti Embiid ekki á heimavöll Nikola Jokić.Tim Nwachukwu/Getty Images Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
„Nei eða Já“ er einfaldlega þannig að þáttastjórnandi setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar játa eða neita ásamt því að rökstyðja svar sitt. Að þessu sinni þakkaði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, gervigreindinni fyrir aðstoðina við gerð fullyrðinganna en með honum að þessu sinni voru Sigurður Orri Kristjánsson og Hörður Unnsteinsson. LaMelo Ball verður nógu góður til að leiða lið í úrslit NBA-deildarinnar „Á ég ekki bara að taka Siggu; Nei, nei, nei, nei, nei. Nei! En hann getur alveg verið í liði sem fer alla lið,“ sagði Sigurður Orri um þessa fullyrðingu áður. Klippa: Lögmál leiksins: LaMelo Ball í einskismannslandi í Charlotte „Ég hef gaman af LaMelo Ball en kannski er dálítið gott fyrir hann að húka aðeins í Charlotte, komandi úr fjölskyldunni sem hann kemur úr og látunum sem því fylgdu í upphafi. Það er ákveðin jarðtenging sem fylgir því að vera í Charlotte,“ bætti Sigurður Orri við. „Þetta er búið að vera vonbrigði því hann er bara búinn að vera í einskismannslandi í Charlotte fyrstu þrjú árin af ferli sínum. Ég held það hafi hjálpað honum að bróðir hans hafi komið inn í deildina á undan, pabbi hans fékk að taka út maníuna á bróðir hans frekar en á honum,“ sagði Hörður og hélt áfram. Lonzo Ball samdi þá við Los Angeles Lakers nokkrum árum áður en LaMelo mætti til Charlotte. Í dag er Lonzo leikmaður Chicago Bulls en hefur verið meira og minna meiddur undanfarin misseri. „Erum ekki búin að fá þennan sirkus í kringum LaMelo sem var í kringum Lonzo þegar hann kom inn í deildina 2017.“ „Held að þetta sé ágætis byrjun á ferlinum hans. Búin að vera fín byrjun tölfræðilega, búið að vera fín byrjun körfuboltalega en hann á eftir að taka stökk í stærra lið, eflaust eftir 1-2 ár en það verður aldrei lið sem hann leiðir í úrslit sjálfur en hann gæti verið Jamal Murray í liði sem verður meistari.“ Aðrar fullyrðingar Joel Embiid ætti að eiga minni möguleika á MVP-titlinum fyrir að hafa ekki mætt til Denver. Donovan Mitchell er topp 10 leikmaður í deildinni. Philadelphia 76ers er líklegra en Milwaukee Bucks að verða meistari. Annað árið í röð mætti Embiid ekki á heimavöll Nikola Jokić.Tim Nwachukwu/Getty Images
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum