„Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2024 17:21 Þorvaldur Þórðarsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. „Skjálftafræðingar myndu sennilega kalla þetta ósköp venjulega jarðskjálfta,“ segir Þorvaldur Þórðarsson, prófessor í eldfjallafræði, spurður út í skjálfthrinuna um helgina. Sjálfur telji hann virknina hinsvegar vera hluta af því sem sé að gerast á Reykjanesskaganum. „Hann er komin í gang. Hinar ýmsu gosreinar taka við sér á mismunandi tímum. Við getum hugsað þetta þannig að Brennisteinssreinin sé farin að hugsa sér til hreyfings.“ Hvenær gæti farið að draga til tíðinda sé þó ómögulegt að segja til um. Hún lætur kannski á sér kræla innan fimmtíu ára. Þorvaldur var gestur í Reykjavík síðdegis. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Skíðasvæði og virkjanir í hættu Fari að gjósa á þessu svæði telur Þorvaldur hraun líklegast leita til norðurs, í áttina að Þjóðvegi 1. Sennilega yrðu um tíu til fimmtán kílómetrar í næstu innviði, fyrir utan skíðasvæði Bláfjalla, sem væri í mikilli hættu á að verða undir hrauni. Þá gæti Hellisheiðarvirkjun verið í hættu. „Leiðslan liggur þarna rétt fyrir ofan og spurning hvað skjálftarnir og hreyfingar á sprungum ná langt norðureftir, það á eftir að koma í ljós. Svo er náttúrulega Hengillinn líka virkt eldstöðvarkerfi. Ef það gerist þá má búast við að það stafi einhver ógn af slíku, bæði fyrir Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallarvirkjun.“ Telur að um eitt stórt kerfi sé að ræða Sérfræðingar vilja að sögn Þorvaldar margir hverjir skipta eldfjallakerfunum upp í nokkur kerfi, sumir í þrjú, sumir í fjögur eða fimm, jafnvel sex eða sjö. Sjálfur telur hann að um eitt stórt kerfi sé að ræða. „Ef við horfum á kvikuna sem hefur komið upp á Reykjanesskaga í gegnum tíðina og efnasamsetninguna á henni, þá er hún að stofninum til alveg sú sama. Það er eins og hún hafi öll komið úr sama geymsluhólfinu. Og ef það er rétt, þá er þetta ansi stórt geymsluhólf þarna undir.“ Af þessum sökum telur Þorvaldur mikilvægt að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir. „Ekki byggja varnargarða um Reykjanesskagann þveran og endilangann, heldur fara í að átta sig á hverskonar atburði við getum fengið. Hver eru verstu tilfellin, hvaða áhrif geta þau haft á okkar innviði og jafnvel bústaði. Hvernig getum við brugðist við þannig að við drögum úr áhrifum þessara atburða, ef þeir verða.“ Þetta krefst þess að við hugsum fram í tímann. Gerum áhættumat vel og fljótt, svo hægt sé að nota það. Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Sjá meira
„Skjálftafræðingar myndu sennilega kalla þetta ósköp venjulega jarðskjálfta,“ segir Þorvaldur Þórðarsson, prófessor í eldfjallafræði, spurður út í skjálfthrinuna um helgina. Sjálfur telji hann virknina hinsvegar vera hluta af því sem sé að gerast á Reykjanesskaganum. „Hann er komin í gang. Hinar ýmsu gosreinar taka við sér á mismunandi tímum. Við getum hugsað þetta þannig að Brennisteinssreinin sé farin að hugsa sér til hreyfings.“ Hvenær gæti farið að draga til tíðinda sé þó ómögulegt að segja til um. Hún lætur kannski á sér kræla innan fimmtíu ára. Þorvaldur var gestur í Reykjavík síðdegis. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Skíðasvæði og virkjanir í hættu Fari að gjósa á þessu svæði telur Þorvaldur hraun líklegast leita til norðurs, í áttina að Þjóðvegi 1. Sennilega yrðu um tíu til fimmtán kílómetrar í næstu innviði, fyrir utan skíðasvæði Bláfjalla, sem væri í mikilli hættu á að verða undir hrauni. Þá gæti Hellisheiðarvirkjun verið í hættu. „Leiðslan liggur þarna rétt fyrir ofan og spurning hvað skjálftarnir og hreyfingar á sprungum ná langt norðureftir, það á eftir að koma í ljós. Svo er náttúrulega Hengillinn líka virkt eldstöðvarkerfi. Ef það gerist þá má búast við að það stafi einhver ógn af slíku, bæði fyrir Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallarvirkjun.“ Telur að um eitt stórt kerfi sé að ræða Sérfræðingar vilja að sögn Þorvaldar margir hverjir skipta eldfjallakerfunum upp í nokkur kerfi, sumir í þrjú, sumir í fjögur eða fimm, jafnvel sex eða sjö. Sjálfur telur hann að um eitt stórt kerfi sé að ræða. „Ef við horfum á kvikuna sem hefur komið upp á Reykjanesskaga í gegnum tíðina og efnasamsetninguna á henni, þá er hún að stofninum til alveg sú sama. Það er eins og hún hafi öll komið úr sama geymsluhólfinu. Og ef það er rétt, þá er þetta ansi stórt geymsluhólf þarna undir.“ Af þessum sökum telur Þorvaldur mikilvægt að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir. „Ekki byggja varnargarða um Reykjanesskagann þveran og endilangann, heldur fara í að átta sig á hverskonar atburði við getum fengið. Hver eru verstu tilfellin, hvaða áhrif geta þau haft á okkar innviði og jafnvel bústaði. Hvernig getum við brugðist við þannig að við drögum úr áhrifum þessara atburða, ef þeir verða.“ Þetta krefst þess að við hugsum fram í tímann. Gerum áhættumat vel og fljótt, svo hægt sé að nota það.
Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Sjá meira