Amazon hættir við kaup á framleiðanda Roomba Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2024 15:19 iRobot hefur tilkynnt að fyrirtækið muni segja upp 350 manns í kjölfar ákvörðunar Amazon. Justin Sullivan/Getty Images Amazon hefur hætt við kaup á snjallryksuguframleiðandanum iRobot. Ákvörðunin liggur fyrir örfáum dögum eftir að fréttir bárust af því að Evrópusambandið hygðist ekki veita fyrirtækinu leyfi fyrir kaupunum. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að fyrirhuguð kaup fyrirtækisins á iRobot, sem þekktast er fyrir framleiðslu sína á snjallryksugunni Roomba, hafi átt að kosta 1,4 milljarð bandaríkjadala, eða því sem nemur rúmum 193 milljörðum íslenskra króna. Evrópusambandið lýsti því yfir í nóvember síðastliðnum að það hefði áhyggjur af áhrifum kaupanna á samkeppni á ryksugumarkaði. Amazon lýsti yfir upphaflega yfir áætlunum sínum um kaupin í ágúst 2022. Í yfirlýsingu sinni gagnrýnir fyrirtækið reglugerðarsetningu, án þess að minnast beinum orðum á ESB. Bandaríska netverslunin hefur þegar keypt rafvörutækjaframleiðendur líkt og Alexa og Ring. Þá höfðu hagsmunasamtök beggja vegna Atlantshafsins, í Bandaríkjunum og í Evrópu, lýst yfir áhyggjum af áhrifum kaupanna á samkeppni, að því er segir í umfjöllun Guardian. Amazon hefur ákveðið að greiða 94 milljónir bandaríkjadala til iRobot vegna riftunar á viðræðum um yfirtöku. Forsvarsmenn síðarnefnda fyrirtækisins hafa þegar tilkynnt að þeir muni reka 31 prósent starfsmanna sinna, 350 talsins vegna þessa. Bretland Evrópusambandið Bandaríkin Samkeppnismál Amazon Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að fyrirhuguð kaup fyrirtækisins á iRobot, sem þekktast er fyrir framleiðslu sína á snjallryksugunni Roomba, hafi átt að kosta 1,4 milljarð bandaríkjadala, eða því sem nemur rúmum 193 milljörðum íslenskra króna. Evrópusambandið lýsti því yfir í nóvember síðastliðnum að það hefði áhyggjur af áhrifum kaupanna á samkeppni á ryksugumarkaði. Amazon lýsti yfir upphaflega yfir áætlunum sínum um kaupin í ágúst 2022. Í yfirlýsingu sinni gagnrýnir fyrirtækið reglugerðarsetningu, án þess að minnast beinum orðum á ESB. Bandaríska netverslunin hefur þegar keypt rafvörutækjaframleiðendur líkt og Alexa og Ring. Þá höfðu hagsmunasamtök beggja vegna Atlantshafsins, í Bandaríkjunum og í Evrópu, lýst yfir áhyggjum af áhrifum kaupanna á samkeppni, að því er segir í umfjöllun Guardian. Amazon hefur ákveðið að greiða 94 milljónir bandaríkjadala til iRobot vegna riftunar á viðræðum um yfirtöku. Forsvarsmenn síðarnefnda fyrirtækisins hafa þegar tilkynnt að þeir muni reka 31 prósent starfsmanna sinna, 350 talsins vegna þessa.
Bretland Evrópusambandið Bandaríkin Samkeppnismál Amazon Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira