Amazon hættir við kaup á framleiðanda Roomba Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2024 15:19 iRobot hefur tilkynnt að fyrirtækið muni segja upp 350 manns í kjölfar ákvörðunar Amazon. Justin Sullivan/Getty Images Amazon hefur hætt við kaup á snjallryksuguframleiðandanum iRobot. Ákvörðunin liggur fyrir örfáum dögum eftir að fréttir bárust af því að Evrópusambandið hygðist ekki veita fyrirtækinu leyfi fyrir kaupunum. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að fyrirhuguð kaup fyrirtækisins á iRobot, sem þekktast er fyrir framleiðslu sína á snjallryksugunni Roomba, hafi átt að kosta 1,4 milljarð bandaríkjadala, eða því sem nemur rúmum 193 milljörðum íslenskra króna. Evrópusambandið lýsti því yfir í nóvember síðastliðnum að það hefði áhyggjur af áhrifum kaupanna á samkeppni á ryksugumarkaði. Amazon lýsti yfir upphaflega yfir áætlunum sínum um kaupin í ágúst 2022. Í yfirlýsingu sinni gagnrýnir fyrirtækið reglugerðarsetningu, án þess að minnast beinum orðum á ESB. Bandaríska netverslunin hefur þegar keypt rafvörutækjaframleiðendur líkt og Alexa og Ring. Þá höfðu hagsmunasamtök beggja vegna Atlantshafsins, í Bandaríkjunum og í Evrópu, lýst yfir áhyggjum af áhrifum kaupanna á samkeppni, að því er segir í umfjöllun Guardian. Amazon hefur ákveðið að greiða 94 milljónir bandaríkjadala til iRobot vegna riftunar á viðræðum um yfirtöku. Forsvarsmenn síðarnefnda fyrirtækisins hafa þegar tilkynnt að þeir muni reka 31 prósent starfsmanna sinna, 350 talsins vegna þessa. Bretland Evrópusambandið Bandaríkin Samkeppnismál Amazon Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að fyrirhuguð kaup fyrirtækisins á iRobot, sem þekktast er fyrir framleiðslu sína á snjallryksugunni Roomba, hafi átt að kosta 1,4 milljarð bandaríkjadala, eða því sem nemur rúmum 193 milljörðum íslenskra króna. Evrópusambandið lýsti því yfir í nóvember síðastliðnum að það hefði áhyggjur af áhrifum kaupanna á samkeppni á ryksugumarkaði. Amazon lýsti yfir upphaflega yfir áætlunum sínum um kaupin í ágúst 2022. Í yfirlýsingu sinni gagnrýnir fyrirtækið reglugerðarsetningu, án þess að minnast beinum orðum á ESB. Bandaríska netverslunin hefur þegar keypt rafvörutækjaframleiðendur líkt og Alexa og Ring. Þá höfðu hagsmunasamtök beggja vegna Atlantshafsins, í Bandaríkjunum og í Evrópu, lýst yfir áhyggjum af áhrifum kaupanna á samkeppni, að því er segir í umfjöllun Guardian. Amazon hefur ákveðið að greiða 94 milljónir bandaríkjadala til iRobot vegna riftunar á viðræðum um yfirtöku. Forsvarsmenn síðarnefnda fyrirtækisins hafa þegar tilkynnt að þeir muni reka 31 prósent starfsmanna sinna, 350 talsins vegna þessa.
Bretland Evrópusambandið Bandaríkin Samkeppnismál Amazon Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira