Hætt á Instagram eftir fullyrðingar um lýtaaðgerðir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2024 12:37 Erin Moriarty segist miður sín yfir umræðunni um útlit hennar. Chelsea Guglielmino/Getty Images Bandaríska leikkonan Erin Moriarty er hætt á Instagram og gagnrýnir fréttakonuna Megyn Kelly harðlega vegna dylgna hennar um að Moriarty hafi gengist undir lýtaaðgerðir. Leikkonan, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í ofurhetjuþáttunum The Boys, segir í yfirlýsingu að hún hafi aldrei búist við því að þurfa að tjá sig um slík mál á opinberum vettvangi. Ástæðan er sú að Kelly nefndi Moriarty í hlaðvarpsþætti sínum sem dæmi um ungmenni sem undirgengst hefðu lýtaaðgerðir. Þá birti hún mynd af leikkonunni. „Fleiri og fleiri ungar konur eru að gera þetta,“ sagði Kelly í hlaðvarpinu. „Þetta snýst ekki um andstöðu gegn lýtaaðgerðum, en þetta snýst um þessa þráhyggju um að breyta þér í falsútgáfu af þér...mér finnst þetta eins og merki um geðsjúkdóm. Ég vil komast í hausinn á þessum ungu konum og segja: „Plís, ekki gera þetta.“ Klippu úr þættinum má horfa á hér fyrir neðan. Megan Kelly on Actress Erin Moriarty's radical transformation with what seems like plastic surgery pic.twitter.com/15xe9ptTXc— Sociat USA (@SociatUSA) January 28, 2024 Segist í áfalli yfir ummælunum Í yfirlýsingu sinni segist bandaríska leikkonan aldrei hafa lent í viðlíka einelti og nú. Hún segist hafa fengið send skilaboð um ummæli Megyn og að hún sé í áfalli vegna málsins. Mynd sem Megyn hafi birt af leikkonunni og sagt að væri árs gömul mynd, væri í raun tíu ára gömul. Hin nýja mynd hafi verið af leikkonunni þar sem hún hafi verið með mikinn farða á sér. Hún segist ekki ætla að sætta sig við að talað sé um sig á þennan hátt. „Þetta er áreitni. Þetta eru falsfréttir,“ segir leikkonan. Hún segist ekki ætla að opna Instagram aftur um hríð, mögulega aldrei aftur. Yfirlýsing leikkonunnar í heild sinni: Hollywood Bandaríkin Lýtalækningar Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Leikkonan, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í ofurhetjuþáttunum The Boys, segir í yfirlýsingu að hún hafi aldrei búist við því að þurfa að tjá sig um slík mál á opinberum vettvangi. Ástæðan er sú að Kelly nefndi Moriarty í hlaðvarpsþætti sínum sem dæmi um ungmenni sem undirgengst hefðu lýtaaðgerðir. Þá birti hún mynd af leikkonunni. „Fleiri og fleiri ungar konur eru að gera þetta,“ sagði Kelly í hlaðvarpinu. „Þetta snýst ekki um andstöðu gegn lýtaaðgerðum, en þetta snýst um þessa þráhyggju um að breyta þér í falsútgáfu af þér...mér finnst þetta eins og merki um geðsjúkdóm. Ég vil komast í hausinn á þessum ungu konum og segja: „Plís, ekki gera þetta.“ Klippu úr þættinum má horfa á hér fyrir neðan. Megan Kelly on Actress Erin Moriarty's radical transformation with what seems like plastic surgery pic.twitter.com/15xe9ptTXc— Sociat USA (@SociatUSA) January 28, 2024 Segist í áfalli yfir ummælunum Í yfirlýsingu sinni segist bandaríska leikkonan aldrei hafa lent í viðlíka einelti og nú. Hún segist hafa fengið send skilaboð um ummæli Megyn og að hún sé í áfalli vegna málsins. Mynd sem Megyn hafi birt af leikkonunni og sagt að væri árs gömul mynd, væri í raun tíu ára gömul. Hin nýja mynd hafi verið af leikkonunni þar sem hún hafi verið með mikinn farða á sér. Hún segist ekki ætla að sætta sig við að talað sé um sig á þennan hátt. „Þetta er áreitni. Þetta eru falsfréttir,“ segir leikkonan. Hún segist ekki ætla að opna Instagram aftur um hríð, mögulega aldrei aftur. Yfirlýsing leikkonunnar í heild sinni:
Hollywood Bandaríkin Lýtalækningar Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira