Greint er frá þessu í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þar er tekið fram að fáir eftirskjálftar hafi fylgt.
Þar er jafnframt greint frá því að skjálfta sem mældist á sama svæði í gærkvöldi, rétt fyrir klukkan ellefu, en hann var 2,4 að stærð.

„Það hafa alveg komið skjálftar af þessari stærð og svipaðri stærð á þessu svæði. Það er ekkert óalgengt,“ segir Ríkey Júlíusdóttir, jarðfræðingur hjá Veðurstofunni.
Hún segir að um sé að ræða dæmigerðan brotaskjálfta sem tengist ekki eldvirkni eða kvikuhreyfingum. „Það eru engin merki um gosóróa.“