LHÍ hafnar með öllu að kyn hafi skipt máli við ráðninguna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2024 17:15 Málið kom upp í rektorstíð Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur. Kristín Eysteinsdóttir er í dag rektor LHÍ sem gerir athugasemdir við niðurstöðu kærunefndarinnar. Vísir/Vilhelm Listaháskóli Íslands hafnar því með öllu að kyn umsækjenda hafi haft nokkuð með það að gera þegar kona var ráðin lektor í sviðslistafræðum við sviðslistadeild skólans árið 2022. Þá hafi kærunefnd jafnréttismála ekki leitað eftir upplýsingum um aðkomu rektors í málinu sem skipti sköpum í úrskurði nefndarinnar. Vísir fjallaði um niðurstöðu kærunefndarinnar í gær. Þar kom fram að karlmaður, kennari við LHÍ, hefði sótt um stöðuna, ekki fengið og verið ósáttur. Talið sig standa konunni sem var ráðin framar og að ekki hefði verið staðið rétt að ráðningunni. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á umsækjendum og þar með á jafnréttislögum vegna þess að ekkert benti til þess að rektor LHÍ hefði komið að ráðningarferlinu eins og ferlið ætti að vera samkvæmt reglum Listaháskólans. Tvær nefndir skipaðar Ráðningin átti sér stað árið 2022 þegar Fríða Björk Ingvarsdóttir var rektor. Síðan þá er Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, tekin við rektorsstöðunni. Í tilkynningu frá LHÍ til fréttastofu eru gerðar athugasemdir við niðurstöðu kærunefndar. Fríða Björk var rektor þegar málið kom upp.Vísir/Bjarni Óumdeilt sé að rektor LHÍ beri ábyrgð á öllum ráðningum innan háskólans, samkvæmt þeim reglum sem háskólinn hefur sett sér sem hluta af gæðastarfi háskólans. „Umrætt ráðningarferli var með þeim hætti að óháð hæfisnefnd mat hæfi allra umsækjenda um þetta tiltekna starf. Þeir sem um ræðir, kærandi og sá einstaklingur sem ráðinn var, voru bæði talin hæf samkvæmt gögnum hæfisnefndar. Eftir það tók við ráðningarnefnd, skipuð utanaðkomandi aðila af fagvettvangi, forseta viðkomandi deildar og sviðsforseta. Nefndin tók ráðningarviðtöl við þá umsækjendur sem metnir voru hæfir. Frammistaða þeirra var skráð á stöðluð matsblöð í viðtölunum og var það mat ráðningarnefndar að sá umsækjandi sem hlaut starfið væri hæfust,“ segir í tilkynningu frá LHÍ. Rektor fengið öll gögn Að þessu ferli loknu hafi þáverandi rektor fengið í hendur öll gögn og upplýsingar um það sem fram kom í viðtölum. „Rektor átti jafnframt ítarlegt samtal við sviðsforseta og deildarforseta og samþykkti að því loknu tillögu þeirra að ráðningu þess sem ráðningarnefndin lagði til. LHÍ telur að ekki hafi verið gætt að því að hálfu kærunefndarinnar að afla afstöðu skólans og gagna sem snúa að aðkomu rektors að málinu.“ Þá vill LHÍ að lokum árétta að kyn umsækjenda hafi engin áhrif haft á ráðningu í starfið, heldur byggst á málefnalegum sjónarmiðum í takt við þarfir og faglega sýn skólans. Háskólar Jafnréttismál Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brutu jafnréttislög við ráðningu konu Listaháskóli Íslands braut gegn jafnréttislögum við ráðningu lektors í sviðslistafræðum í sviðslistadeild skólans árið 2022. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þessari niðurstöðu. 25. janúar 2024 18:28 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Sjá meira
Vísir fjallaði um niðurstöðu kærunefndarinnar í gær. Þar kom fram að karlmaður, kennari við LHÍ, hefði sótt um stöðuna, ekki fengið og verið ósáttur. Talið sig standa konunni sem var ráðin framar og að ekki hefði verið staðið rétt að ráðningunni. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á umsækjendum og þar með á jafnréttislögum vegna þess að ekkert benti til þess að rektor LHÍ hefði komið að ráðningarferlinu eins og ferlið ætti að vera samkvæmt reglum Listaháskólans. Tvær nefndir skipaðar Ráðningin átti sér stað árið 2022 þegar Fríða Björk Ingvarsdóttir var rektor. Síðan þá er Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, tekin við rektorsstöðunni. Í tilkynningu frá LHÍ til fréttastofu eru gerðar athugasemdir við niðurstöðu kærunefndar. Fríða Björk var rektor þegar málið kom upp.Vísir/Bjarni Óumdeilt sé að rektor LHÍ beri ábyrgð á öllum ráðningum innan háskólans, samkvæmt þeim reglum sem háskólinn hefur sett sér sem hluta af gæðastarfi háskólans. „Umrætt ráðningarferli var með þeim hætti að óháð hæfisnefnd mat hæfi allra umsækjenda um þetta tiltekna starf. Þeir sem um ræðir, kærandi og sá einstaklingur sem ráðinn var, voru bæði talin hæf samkvæmt gögnum hæfisnefndar. Eftir það tók við ráðningarnefnd, skipuð utanaðkomandi aðila af fagvettvangi, forseta viðkomandi deildar og sviðsforseta. Nefndin tók ráðningarviðtöl við þá umsækjendur sem metnir voru hæfir. Frammistaða þeirra var skráð á stöðluð matsblöð í viðtölunum og var það mat ráðningarnefndar að sá umsækjandi sem hlaut starfið væri hæfust,“ segir í tilkynningu frá LHÍ. Rektor fengið öll gögn Að þessu ferli loknu hafi þáverandi rektor fengið í hendur öll gögn og upplýsingar um það sem fram kom í viðtölum. „Rektor átti jafnframt ítarlegt samtal við sviðsforseta og deildarforseta og samþykkti að því loknu tillögu þeirra að ráðningu þess sem ráðningarnefndin lagði til. LHÍ telur að ekki hafi verið gætt að því að hálfu kærunefndarinnar að afla afstöðu skólans og gagna sem snúa að aðkomu rektors að málinu.“ Þá vill LHÍ að lokum árétta að kyn umsækjenda hafi engin áhrif haft á ráðningu í starfið, heldur byggst á málefnalegum sjónarmiðum í takt við þarfir og faglega sýn skólans.
Háskólar Jafnréttismál Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brutu jafnréttislög við ráðningu konu Listaháskóli Íslands braut gegn jafnréttislögum við ráðningu lektors í sviðslistafræðum í sviðslistadeild skólans árið 2022. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þessari niðurstöðu. 25. janúar 2024 18:28 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Sjá meira
Brutu jafnréttislög við ráðningu konu Listaháskóli Íslands braut gegn jafnréttislögum við ráðningu lektors í sviðslistafræðum í sviðslistadeild skólans árið 2022. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þessari niðurstöðu. 25. janúar 2024 18:28
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“