Ekki fallist á að fordómar gegn múslimum hafi verið ástæðan Jón Þór Stefánsson skrifar 26. janúar 2024 08:57 Málið varðar starf landamæravarðar á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum braut ekki lög með því að endurnýja ekki ráðningu manns í starf landamæravarðar á Keflavíkurflugvelli sem taldi sig vera mismunað vegna trúar sinnar. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar jafnréttismála. Maðurinn, sem er múslimi, sagðist hafa upplifað mikla fordóma og jafnvel hatursorðræðu á starfstöð sinni á flugvellinum. Hann taldi að ástæða þess að hann hafi ekki fengið fastráðningu hafi verið sú að hann hafi búið lengi erlendis, sé í sambandi við konu sem er hælisleitandi, og hafi verið giftur konu frá Sádi-Arabíu. Lögreglustjórinn hafnaði þessu. Maðurinn hafi verið ráðinn til reynslu á tímabundnum samningi og starfað frá desembermánuði 2022 til mars 2023. Undir lok þess tímabils hafi frammistaða hans verið metin ófullnægjandi á flestum sviðum og ráðningarsamningurinn ekki endurnýjaður. Skömmu áður en sú ákvörðun var tekin hafði hann átt fund við stjórnendur embættisins í kjölfar kvartana vegna framkomu og vinnubragða hans. Í úrskurðinum sem málið varðar er haft eftir lögregluembættinu að maðurinn hafi í upprunalega umsóknarferlinu tekið fram að fyrra bragði að hann væri múslimi og þar af leiðandi sé litið svo á að trú hans hafi ekki haft áhrif á ákvörðun um ráðningu hans. Maðurinn vildi meina að hann hafi ekki fengið ábendingar um ófullnægjandi frammistöðu sína á meðan hann var í starfinu og vildi meina að hefði hann fengið að vita af henni hefði hann reynt að bæta sig. Úrskurðarnefndin komst, líkt og áður segir, að þeirri niðurstöðu að lögreglustjórinn hafi ekki brotið lög með því að endurnýja ekki ráðningarsamninginn. Gögn málsins bendi til þess að ástæða ákvörðunarinnar hafi verið frammistaða mannsins í starfi. Þar af leiðandi megi telja að hlutlæg og málefnaleg sjónarmið hafi legið að ákvörðuninni. Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Trúmál Jafnréttismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Maðurinn, sem er múslimi, sagðist hafa upplifað mikla fordóma og jafnvel hatursorðræðu á starfstöð sinni á flugvellinum. Hann taldi að ástæða þess að hann hafi ekki fengið fastráðningu hafi verið sú að hann hafi búið lengi erlendis, sé í sambandi við konu sem er hælisleitandi, og hafi verið giftur konu frá Sádi-Arabíu. Lögreglustjórinn hafnaði þessu. Maðurinn hafi verið ráðinn til reynslu á tímabundnum samningi og starfað frá desembermánuði 2022 til mars 2023. Undir lok þess tímabils hafi frammistaða hans verið metin ófullnægjandi á flestum sviðum og ráðningarsamningurinn ekki endurnýjaður. Skömmu áður en sú ákvörðun var tekin hafði hann átt fund við stjórnendur embættisins í kjölfar kvartana vegna framkomu og vinnubragða hans. Í úrskurðinum sem málið varðar er haft eftir lögregluembættinu að maðurinn hafi í upprunalega umsóknarferlinu tekið fram að fyrra bragði að hann væri múslimi og þar af leiðandi sé litið svo á að trú hans hafi ekki haft áhrif á ákvörðun um ráðningu hans. Maðurinn vildi meina að hann hafi ekki fengið ábendingar um ófullnægjandi frammistöðu sína á meðan hann var í starfinu og vildi meina að hefði hann fengið að vita af henni hefði hann reynt að bæta sig. Úrskurðarnefndin komst, líkt og áður segir, að þeirri niðurstöðu að lögreglustjórinn hafi ekki brotið lög með því að endurnýja ekki ráðningarsamninginn. Gögn málsins bendi til þess að ástæða ákvörðunarinnar hafi verið frammistaða mannsins í starfi. Þar af leiðandi megi telja að hlutlæg og málefnaleg sjónarmið hafi legið að ákvörðuninni.
Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Trúmál Jafnréttismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira