Erlent

Fyrsta af­takan með köfnunarefnisgasi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Myndin er af Kenneth Eugene Smith og er frá Fangelsismálayfirvöldum í Alabama þar sem hann afplánaði dóm sinn eftir að hafa verið sakfelldur.
Myndin er af Kenneth Eugene Smith og er frá Fangelsismálayfirvöldum í Alabama þar sem hann afplánaði dóm sinn eftir að hafa verið sakfelldur. Vísir/AP

Dæmdi morðinginn Kenneth Eugene Smith var tekinn af lífi í Alabama í nótt eftir að verjendur hans höfðu reynt allar mögulegar leiðir til að stöðva aftökuna. 

Það sem gerir aftökuna sérstaka er að Smith var tekinn af lífi með því að dæla köfnunarefnisgasi inn í grímu sem hafði verið sett á hann.

Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem maður er tekinn af lífi með þessum hætti í Bandaríkjunum. Smith var 58 ára gamall en árið 1989 var hann fundinn sekur um aðild að morði þegar predikari í Alabama réð tvo unga menn til að ráða konu sína af dögum. 

Presturinn Jeff Hood huggaði eiginkonu Smith, Deanna Smith, á blaðamannafundi eftir aftökuna. Vísir/EPA

Fyrir nokkrum árum hafði verið reynt að taka Smith af lífi, þá með eitursprautu, en sú aðgerð hafði misheppnast hrapallega. Síðan þá hafa lyfjafyrirtæki verið afar treg til þess að selja fangelsum þau eiturefni sem notuð eru til þess að taka menn af lífi í Bandaríkjunum og því hefur Alabama brugðið á það ráð að nota köfnunarefni. 

Sonur Elizabeth Sennett, Mike Sennet, ræddi við blaðamenn eftir aftökuna. Smith var ráðinn til að myrða Elizabeth árið 1998. Vísir/AP

Vitni að aftökunni í nótt segja að tæpar tíu mínútur hafi liðið frá því gasinu var hleypt inn í grímuna og uns Smith var allur. Fjallað er um málið á vef Reuters. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×