Pepparar Guðlaugs höfðu betur gegn riddurum Bjarna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2024 21:55 Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson eru lykilmenn hjá Sjálfstæðisflokknum, saman í ríkisstjórn en ólíka sýn á framtíð flokksins. Vísir/Vilhelm Janus Arn Guðmundsson og Steinar Ingi Kolbeins hlutu kosningu sem aðalmenn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Báðir eru nánir samstarfsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og höfðu betur í baráttu við nána samstarfsmenn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. Bjarni og Guðlaugur Þór háðu harða baráttu í kosningu til formanns Sjálfstæðisflokksins í nóvember 2022. Bjarni hlaut 59 prósent atkvæða á landsfundi flokksins en Guðlaugur Þór 40 prósent. Síðan er liðið rúmt ár og styttist í landsfund. Enn takast armar Guðlaugs og Bjarna á um ítökin innan flokksins. Smalað á kjörstað Kosningu Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, til miðstjórnar fór fram í gær og í dag. Fjórir voru í framboði. Annars vegar þeir Janus Arn Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Háskóla Íslands, og Steinar Ingi Kolbeins aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Báðir hafa verið afar virkir í flokknum um árabil og stuðningsmenn Guðlaugs Þórs. Janus og Steinar Ingi eru komnir með sæti í miðstjórn sem fulltrúar Reykjavíkurkjördæmis.XD Hins vegar buðu sig fram Elsa Björk Valsdóttir, skurðlæknir og lektor við læknadeild Háskóla Íslands, og Magnús Þór Gylfason, forstöðumaður samskipta hjá Kviku banka. Bæði hafa verið virk í starfi flokksins í lengri tíma og tilheyra stuðningsmönnum Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Elsa og Magnús Þór hverfa úr miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Kjörsóknin var afar góð og mögulega til marks um að styttist í landsfund. Alls mættu 352 til að kjósa í Valhöll í Reykjavík. Aðeins þeir sem eru í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mega kjósa. Má telja fullvíst að mörg símtöl stuðningsmanna Bjarna og Guðlaugs hafi átt sér stað í aðdraganda kosninganna og hvatt til að kjósa. Svo fór að Janus fékk 240 atkvæði, Steinar 236 atkvæði, Elsa 117 atkvæði og Magnús 109 atkvæði. Merkja átti við tvo af fjórum á atkvæðaseðlinum og er til marks um skiptinguna milli stuðningsmanna Bjarna annars vegar og Guðlaugs Þórs hins vegar að þeir sem kusu Janus virðast nánast allir hafa kosið Steinar líka. Þeir sem kusu Elsu virðast sömuleiðis svo til allir hafa kosið Magnús um leið. Miðstjórn áhrifamikil á landsfundum Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins er mjög áhrifamikil þegar kemur að ákvörðunum tengdum landsfundi. Í miðstjórn sitja meðal annars formaður, varaformaður og ritari flokksins auk formanna ungliðahreyfinga og Sjálfstæðisfélaga í kjördæmum landsins. Reykjavíkurkjördæmi átti sex fulltrúa í miðstjórn en á landsfundinum fyrir rúmu ári var samþykkt tillaga um að fækka fulltrúunum um tvo. Elsa Björk og Magnús Þór áttu sæti í miðstjórninni ásamt fjórum til viðbótar. Þau þurfa nú að víkja fyrir þeim Janusi og Steinari Inga. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 16,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og hefur aldrei mælst minna í könnunum Maskínu. Bjarni og Guðlaugur Þór ræddu sýn sína á Sjálfstæðisflokkinn í Pallborðinu á Vísi í aðdraganda formannskosninga á landsfundi í nóvember 2022. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Bjarni og Guðlaugur Þór háðu harða baráttu í kosningu til formanns Sjálfstæðisflokksins í nóvember 2022. Bjarni hlaut 59 prósent atkvæða á landsfundi flokksins en Guðlaugur Þór 40 prósent. Síðan er liðið rúmt ár og styttist í landsfund. Enn takast armar Guðlaugs og Bjarna á um ítökin innan flokksins. Smalað á kjörstað Kosningu Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, til miðstjórnar fór fram í gær og í dag. Fjórir voru í framboði. Annars vegar þeir Janus Arn Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Háskóla Íslands, og Steinar Ingi Kolbeins aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Báðir hafa verið afar virkir í flokknum um árabil og stuðningsmenn Guðlaugs Þórs. Janus og Steinar Ingi eru komnir með sæti í miðstjórn sem fulltrúar Reykjavíkurkjördæmis.XD Hins vegar buðu sig fram Elsa Björk Valsdóttir, skurðlæknir og lektor við læknadeild Háskóla Íslands, og Magnús Þór Gylfason, forstöðumaður samskipta hjá Kviku banka. Bæði hafa verið virk í starfi flokksins í lengri tíma og tilheyra stuðningsmönnum Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Elsa og Magnús Þór hverfa úr miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Kjörsóknin var afar góð og mögulega til marks um að styttist í landsfund. Alls mættu 352 til að kjósa í Valhöll í Reykjavík. Aðeins þeir sem eru í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mega kjósa. Má telja fullvíst að mörg símtöl stuðningsmanna Bjarna og Guðlaugs hafi átt sér stað í aðdraganda kosninganna og hvatt til að kjósa. Svo fór að Janus fékk 240 atkvæði, Steinar 236 atkvæði, Elsa 117 atkvæði og Magnús 109 atkvæði. Merkja átti við tvo af fjórum á atkvæðaseðlinum og er til marks um skiptinguna milli stuðningsmanna Bjarna annars vegar og Guðlaugs Þórs hins vegar að þeir sem kusu Janus virðast nánast allir hafa kosið Steinar líka. Þeir sem kusu Elsu virðast sömuleiðis svo til allir hafa kosið Magnús um leið. Miðstjórn áhrifamikil á landsfundum Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins er mjög áhrifamikil þegar kemur að ákvörðunum tengdum landsfundi. Í miðstjórn sitja meðal annars formaður, varaformaður og ritari flokksins auk formanna ungliðahreyfinga og Sjálfstæðisfélaga í kjördæmum landsins. Reykjavíkurkjördæmi átti sex fulltrúa í miðstjórn en á landsfundinum fyrir rúmu ári var samþykkt tillaga um að fækka fulltrúunum um tvo. Elsa Björk og Magnús Þór áttu sæti í miðstjórninni ásamt fjórum til viðbótar. Þau þurfa nú að víkja fyrir þeim Janusi og Steinari Inga. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 16,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og hefur aldrei mælst minna í könnunum Maskínu. Bjarni og Guðlaugur Þór ræddu sýn sína á Sjálfstæðisflokkinn í Pallborðinu á Vísi í aðdraganda formannskosninga á landsfundi í nóvember 2022.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira