Rafmagnsleysið mjög óvenjulegt Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 25. janúar 2024 20:41 Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður rafveitu hjá Veitum. Stöð 2 Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt. Þetta segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður rafveitu hjá Veitum. Rætt var við Jóhannes í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eins og fram hefur komið urðu víðtækar umferðarteppur síðdegis vegna rafmagnsleysisins og þess að mikil hálka og vetrarverður var á sama tíma. „Í dag í kjölfar þess að Suðurnesjalína 1 leysti út þá óskaði Landsnet eftir því við Veitur að við myndum hreyfa til álag í okkar kerfi. Og við þessar rofahreyfingar þá leysir út aðveitustöð eitt, sem er niðrí bæ og í kjölfarið verður stórt svæði straumlaust.“ Jóhannes segir að svæðið sem varð straumlaust hafi náð ansi víða. Frá Reykjavíkurtjörn og upp að Kringlumýrarbraut við Kringluna. Sett á aftur handvirkt Hversu lengi stóð þetta rafmagnsleysi? „Straumleysið stóð yfir í um það bil tuttugu mínútur. Í kjölfarið voru allir notendur komnir með rafmagn,“ segir Jóhannes. Hann segir að sér sé ekki kunnugt um óhöpp sem orðið hafi í heimahúsum vegna þessa. Umferðin hafi hinsvegar orðið mjög þung og einhver smávægileg óhöpp þar sem slökknaði á umferðarljósum. Eins og fram hefur komið leituðu í hið minnsta fjórir á slysadeild Landspítalans með minniháttar áverka eftir umferðarslys. Er ekki óvanalegt að rafmagn fari af svona stóru svæði? „Jú, uppitíminn í okkar kerfi er gríðarlega hár. Þannig að það er mjög óvanalegt að þetta gerist og að það sé svona víðtækt straumleysi á höfuðborgarsvæðinu.“ Jóhannes segir að á þessu stigi sé ekki enn búið að greina bilunina til hlýtar. Hann segir að farið verði í það á morgun en fyrstu ágiskanir séu þær að um sé að ræða straum á kerfi Veitna. Hvaða aðgerðir eru í gangi núna? „Við náðum rafmagni á alla notendur bara eftir tuttugu mínútur. Eins og þið sáuð var traffíkin talsverð í dag og það voru hópar frá okkur sem þurftu að fara í aðveitustöðina og stýra handvirkt og svo var góður hópur hérna í stjórnstöðinni að stýra aðgerðum.“ Reykjavík Orkumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Þetta segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður rafveitu hjá Veitum. Rætt var við Jóhannes í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eins og fram hefur komið urðu víðtækar umferðarteppur síðdegis vegna rafmagnsleysisins og þess að mikil hálka og vetrarverður var á sama tíma. „Í dag í kjölfar þess að Suðurnesjalína 1 leysti út þá óskaði Landsnet eftir því við Veitur að við myndum hreyfa til álag í okkar kerfi. Og við þessar rofahreyfingar þá leysir út aðveitustöð eitt, sem er niðrí bæ og í kjölfarið verður stórt svæði straumlaust.“ Jóhannes segir að svæðið sem varð straumlaust hafi náð ansi víða. Frá Reykjavíkurtjörn og upp að Kringlumýrarbraut við Kringluna. Sett á aftur handvirkt Hversu lengi stóð þetta rafmagnsleysi? „Straumleysið stóð yfir í um það bil tuttugu mínútur. Í kjölfarið voru allir notendur komnir með rafmagn,“ segir Jóhannes. Hann segir að sér sé ekki kunnugt um óhöpp sem orðið hafi í heimahúsum vegna þessa. Umferðin hafi hinsvegar orðið mjög þung og einhver smávægileg óhöpp þar sem slökknaði á umferðarljósum. Eins og fram hefur komið leituðu í hið minnsta fjórir á slysadeild Landspítalans með minniháttar áverka eftir umferðarslys. Er ekki óvanalegt að rafmagn fari af svona stóru svæði? „Jú, uppitíminn í okkar kerfi er gríðarlega hár. Þannig að það er mjög óvanalegt að þetta gerist og að það sé svona víðtækt straumleysi á höfuðborgarsvæðinu.“ Jóhannes segir að á þessu stigi sé ekki enn búið að greina bilunina til hlýtar. Hann segir að farið verði í það á morgun en fyrstu ágiskanir séu þær að um sé að ræða straum á kerfi Veitna. Hvaða aðgerðir eru í gangi núna? „Við náðum rafmagni á alla notendur bara eftir tuttugu mínútur. Eins og þið sáuð var traffíkin talsverð í dag og það voru hópar frá okkur sem þurftu að fara í aðveitustöðina og stýra handvirkt og svo var góður hópur hérna í stjórnstöðinni að stýra aðgerðum.“
Reykjavík Orkumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira