Brutu jafnréttislög við ráðningu konu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2024 18:28 Fríða Björk Ingvarsdóttir var rektor Listaháskóla Íslands þegar ráðningin átti sér stað. Tíu ára skipunartíma hennar lauk í fyrra. Kristín Eysteinsdóttir er núverandi rektor skólans. Vísir/Bjarni Listaháskóli Íslands braut gegn jafnréttislögum við ráðningu lektors í sviðslistafræðum í sviðslistadeild skólans árið 2022. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þessari niðurstöðu. Karlmaður, kennari við LHÍ, var á meðal sex sem sóttu um starfið þegar það var auglýst laust til umsóknar í desember 2021. Niðurstaða hæfnisnefndar var sú að fjórir voru metnir hæfir. Karlmaðurinn, kona sem var ráðin og tveir til viðbótar. Fjórmenningarnir fóru í viðtöl og í maí 2022 var tilkynnt að konan hefði verið ráðin. Karlmaðurinn óskaði eftir rökstuðningi fyrir niðurstöðunni og var í framhaldinu boðaður á fund í skólanum til að ræða áframhaldandi kennslu í skólanum. Var honum tjáð að Listaháskólinn veitti almennt ekki skriflegan rökstuðning fyrir ráðningu í störf við skólann. Hlutverk rektors að ráða í starfið Karlmaðurinn kærði niðurstöðuna í nóvember 2022 til kærunefndar jafnréttismála. Taldi hann að Listaháskólinn hefði brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Í hönd fóru skrifleg samskipti kærunefndar við manninn annars vegar og LHÍ hins vegar. Rúmu ári síðar kvað kærunefnd upp úrskurð sinn. Kærunefndin féllst á það með manninum að LHÍ hefði brotið gegn jafnréttislögum. Ástæðan var aðallega sú að í ljós kom að engin gögn voru til vitnis um það að Fríða Björk Ingvarsdóttir, þáverandi rektor LHÍ, hefði komið að ráðningarferlinu eins og rektor ber að gera samkvæmt reglum Listaháskólans og metið ráðninguna út frá þörfum deildarinnar. Líkur hafi því verið á því að karlmanninum hafi verið mismunað á grundvelli kyns þar sem ekki var farið að reglum. Aðeins lágu fyrir handskrifuð matsblöð tveggja af þremur hæfnisnefndarmönnum ásamt stigagjöf með handskrifuðum athugasemdum í punktaformi. Af þeim taldi kærunefndin ekki mega ráða hvernig matið fór fram né hvernig unnið var úr viðtölunum. Tókst ekki að sanna að reglum hefði verið fylgt Viðtalsnefnd hafi því ekki skilað rektor skriflegri umsögn um mat sitt sem rektor hafi getað byggt mat sitt á. Ákvörðun um ráðningu í starfið hafi því legið hjá viðtalsnefndinni en ekki rektor. Það sé Listaháskólans að sanna að farið hafi verið að reglum við ráðningu í akademísk störf hjá LHÍ. Það hafi LHÍ ekki tekist við málsmeðferðina. Var það því niðurstaða kærunefndar jafnréttismála að LHÍ mismunaði umsækjendum um starf lektors í viðslistafræðum í sviðslistadeild á grundvelli kyns. Var LHÍ dæmt til að greiða manninum 250 þúsund krónur í kostnað við kæruferlið. Háskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Menning Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Karlmaður, kennari við LHÍ, var á meðal sex sem sóttu um starfið þegar það var auglýst laust til umsóknar í desember 2021. Niðurstaða hæfnisnefndar var sú að fjórir voru metnir hæfir. Karlmaðurinn, kona sem var ráðin og tveir til viðbótar. Fjórmenningarnir fóru í viðtöl og í maí 2022 var tilkynnt að konan hefði verið ráðin. Karlmaðurinn óskaði eftir rökstuðningi fyrir niðurstöðunni og var í framhaldinu boðaður á fund í skólanum til að ræða áframhaldandi kennslu í skólanum. Var honum tjáð að Listaháskólinn veitti almennt ekki skriflegan rökstuðning fyrir ráðningu í störf við skólann. Hlutverk rektors að ráða í starfið Karlmaðurinn kærði niðurstöðuna í nóvember 2022 til kærunefndar jafnréttismála. Taldi hann að Listaháskólinn hefði brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Í hönd fóru skrifleg samskipti kærunefndar við manninn annars vegar og LHÍ hins vegar. Rúmu ári síðar kvað kærunefnd upp úrskurð sinn. Kærunefndin féllst á það með manninum að LHÍ hefði brotið gegn jafnréttislögum. Ástæðan var aðallega sú að í ljós kom að engin gögn voru til vitnis um það að Fríða Björk Ingvarsdóttir, þáverandi rektor LHÍ, hefði komið að ráðningarferlinu eins og rektor ber að gera samkvæmt reglum Listaháskólans og metið ráðninguna út frá þörfum deildarinnar. Líkur hafi því verið á því að karlmanninum hafi verið mismunað á grundvelli kyns þar sem ekki var farið að reglum. Aðeins lágu fyrir handskrifuð matsblöð tveggja af þremur hæfnisnefndarmönnum ásamt stigagjöf með handskrifuðum athugasemdum í punktaformi. Af þeim taldi kærunefndin ekki mega ráða hvernig matið fór fram né hvernig unnið var úr viðtölunum. Tókst ekki að sanna að reglum hefði verið fylgt Viðtalsnefnd hafi því ekki skilað rektor skriflegri umsögn um mat sitt sem rektor hafi getað byggt mat sitt á. Ákvörðun um ráðningu í starfið hafi því legið hjá viðtalsnefndinni en ekki rektor. Það sé Listaháskólans að sanna að farið hafi verið að reglum við ráðningu í akademísk störf hjá LHÍ. Það hafi LHÍ ekki tekist við málsmeðferðina. Var það því niðurstaða kærunefndar jafnréttismála að LHÍ mismunaði umsækjendum um starf lektors í viðslistafræðum í sviðslistadeild á grundvelli kyns. Var LHÍ dæmt til að greiða manninum 250 þúsund krónur í kostnað við kæruferlið.
Háskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Menning Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira