Erfið akstursskilyrði og mikið um óhöpp Árni Sæberg skrifar 25. janúar 2024 16:56 Umferðin hefur verið þung seinni partinn. Vísir/Sigurjón Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir akstursskilyrði á höfuðborgarsvæðinu erfið. Reykjavíkurborg segir glerhálku víða. Öll snjómoksturstæki séu á stofnbrautum. „Það eru erfið akstursskilyrði, bæði fyrir ökutæki og líka aðra sem eru þátttakendur í umferð, reiðhjól og fótgangandi. Við höfum fengið dálítið af tilkynningum um umferðaróhöpp en sem betur fer eru engin alvarleg slys í þessu,“ segir Árni í samtali við Vísi. Sjúkraflutningamenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru á ferð um borgina á þremur til fjórum sjúkrabílum, þar sem þeir fara á vettvang árekstra og umferðarslysa. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir ekki ljóst hvort einhver hafi verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en árekstrarnir séu margir. Ríkisútvarpið hefur eftir Kristjáni Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Áreksturs.is, að tilkynningar um umferðaróhöpp til fyrirtækisins hlaupa á tugum. Þá segir Árni að rafmagnsleysið í Reykjavík, í kringum klukkan 16, hafi vissulega haft áhrif á umferð, hægt á henni, en umferðaröngþveitið sé aðallega snjókomubakkanum, sem kom yfir höfuðborgarsvæðið eftir hádegi, um að kenna. Mjög hált hafi orðið á vegum, gangstéttum og hjólastígum. Öll tæki borgarinnar á stofn-og tengibrautum Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að öll tæki vetrarþjónustu séu úti á stofn- og tengibrautum. Það fari hinsvegar eftir veðurspá hvenær farið verður í að hreinsa húsagötur. Það verði í síðasta lagi í fyrramálið. Klukkan 17:00 er vandasamt fyrir tækin að komast að sökum umferðar. Segir í tilkynningunni að húsagötur hafi verið forsaltaðar í dag í Reykjavík. Hinsvegar hafi snjóað meira en gert var ráð fyrir og er glerhálka á köflum. Þá segir að umferðarljós borgarinnar séu viðkvæmur rafeindabúnaður sem dottið hafi út vegna rafmagnsleysis í borginni í dag. Þau eigi að detta inn núna eftir að rafmagn komast aftur á. Gerist það ekki sé það gert handvirkt. Biðlar borgin til vegfarenda að fara varlega. Fréttin var uppfærð með tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Veður Færð á vegum Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
„Það eru erfið akstursskilyrði, bæði fyrir ökutæki og líka aðra sem eru þátttakendur í umferð, reiðhjól og fótgangandi. Við höfum fengið dálítið af tilkynningum um umferðaróhöpp en sem betur fer eru engin alvarleg slys í þessu,“ segir Árni í samtali við Vísi. Sjúkraflutningamenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru á ferð um borgina á þremur til fjórum sjúkrabílum, þar sem þeir fara á vettvang árekstra og umferðarslysa. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir ekki ljóst hvort einhver hafi verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en árekstrarnir séu margir. Ríkisútvarpið hefur eftir Kristjáni Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Áreksturs.is, að tilkynningar um umferðaróhöpp til fyrirtækisins hlaupa á tugum. Þá segir Árni að rafmagnsleysið í Reykjavík, í kringum klukkan 16, hafi vissulega haft áhrif á umferð, hægt á henni, en umferðaröngþveitið sé aðallega snjókomubakkanum, sem kom yfir höfuðborgarsvæðið eftir hádegi, um að kenna. Mjög hált hafi orðið á vegum, gangstéttum og hjólastígum. Öll tæki borgarinnar á stofn-og tengibrautum Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að öll tæki vetrarþjónustu séu úti á stofn- og tengibrautum. Það fari hinsvegar eftir veðurspá hvenær farið verður í að hreinsa húsagötur. Það verði í síðasta lagi í fyrramálið. Klukkan 17:00 er vandasamt fyrir tækin að komast að sökum umferðar. Segir í tilkynningunni að húsagötur hafi verið forsaltaðar í dag í Reykjavík. Hinsvegar hafi snjóað meira en gert var ráð fyrir og er glerhálka á köflum. Þá segir að umferðarljós borgarinnar séu viðkvæmur rafeindabúnaður sem dottið hafi út vegna rafmagnsleysis í borginni í dag. Þau eigi að detta inn núna eftir að rafmagn komast aftur á. Gerist það ekki sé það gert handvirkt. Biðlar borgin til vegfarenda að fara varlega. Fréttin var uppfærð með tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Veður Færð á vegum Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira