Búrfellslundur – fyrir hvern? Haraldur Þór Jónsson skrifar 25. janúar 2024 07:00 Landsvirkjun vinnur hart að undirbúningi á því að byggja Búrfellslund þessa dagana. Svo hart að þrátt fyrir að Búrfellslundur sé ekki kominn í skipulag sveitarfélagsins sem hann á að rísa í og Orkustofnun hafi ekki gefið út virkjanaleyfi, þá er samt búið að bjóða út vindmyllurnar, það liggur svo mikið á! En hvers vegna liggur svona mikið á? Gæti það hugsanlega verið vegna þess að Landsvirkjun sé búin að selja orkuna? 14. desember 2022 gerði Landsvirkjun 20MW raforkusamning við Landeldi í Þorlákshöfn og átti orkan að afhendast á næstu árum. Þann 6. febrúar 2023 undirritaði Landsvirkjun yfirlýsingu um raforkusölu við GeoSalmon í Þorlákshöfn. Líklega hefur Landsvirkjun ekki þorað að gera annan stóran raforkusamninginn á þessum tíma vitandi það að orkan var ekki til. Svo dregur til tíðinda þann 21. júní 2023 þegar að Orka Náttúrunnar gerir 28MW raforkusamning við GeoSalmon og virðist stela viðskiptavininum GeoSalmon frá Landsvirkjun. Ætli það sé hugsanleg útskýring forstjóra Landsvirkjunar á meintum leka á milli markaða, en áhugavert væri að báðir forstjórarnir útskýrðu fyrir almenningi hvaða orku þeir voru að gera samninga um á sama tíma og skerðingar hafa átt sér stað á raforku síðustu ár. En hvað þýða þessir tveir raforkusamningar sem Landsvirkjun og Orka náttúrunnar gerðu. Þessir tveir raforkusamningar, samtals upp á 48MW þýðir 420 GWst af orku en áætluð orkuframleiðsla 120MW Búrfellslundar er 440GWst. Það má því segja að með byggingu Búrfellslundar væri verið að búa til orku fyrir tvo viðskiptavini í Þorlákshöfn, Landeldi og GeoSalmon. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur nýtt sér heimild í lögum um rammaáætlun að fara fram á frestun á Búrfellslundi, en forstjóri Landsvirkjunar heldur að sveitarstjórnin sé bara að misskilja hlutina þar sem vindmyllurnar fara ofan í jörðina í Rangárþingi Ytra. Hann telur að þrátt fyrir að helgunarsvæði vindmyllnanna sé að hluta í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þá þurfi hann ekki leyfi þar. Þrátt fyrir að grendaráhrif vindmyllugarðsins séu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá þurfi hann ekki leyfi. Einnig heldur hann að þrátt fyrir að öll efnistaka við byggingu Búrfellslundar komi úr námum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá þurfi hann ekki leyfi. Þetta sé bara misskilningur! Einnig telur hann afstaða sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps ekki skipta neinu máli þegar honum er bent á að Búrfellslundur er aðeins rúma 2 km frá Þjóðlendunni í Þjórsárdal þar sem einnig er stærsta friðlýsing minja á Íslandi. Þetta er eftirsóttasti ferðamannastaðurinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en kannski er það bara líka misskilningur! Liggi svo mikið á að byggja vindorkuver fyrir viðskiptavini í Ölfusi, er þá ekki einfaldlega best að byggja vindorkugarðinn í Ölfusi en ekki reyna að koma honum fyrir á hálendi Íslands. Sagan vinnur þar ekki með Ölfusi en þann 25. febrúar 2016 hafnaði bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss vindorkugarði í nágrenni Þorlákshafnar m.a. á þeim forsendum að virkjunin myndi spilla ósnortinni náttúru og ómetanlegu útsýni. Þetta vindorkuver átti að vera um 3 km frá byggðinni í Þorlákshöfn sem er lengra frá heldur en fjarlægð Búrfellslundar frá Þjóðlendunni í Þjórsárdal! Hættum að misskilja hlutina og vinnum saman að aukinni orkuöflun í sátt við nærsamfélagið. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti framkvæmdaleyfi til byggingar Hvammsvirkjunar á síðasta ári, eina sveitarfélagið á Íslandi sem veitti framkvæmdaleyfi til byggingar stórvirkjunar á árinu 2023 og hefur því sannarlega sýnt í verki að sveitarstjórnin vinnur að aukinni grænni orkuöflun, enda mest raforka á Íslandi verið framleidd í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Sveitarstjórnarmál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorka Orkumál Landsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun vinnur hart að undirbúningi á því að byggja Búrfellslund þessa dagana. Svo hart að þrátt fyrir að Búrfellslundur sé ekki kominn í skipulag sveitarfélagsins sem hann á að rísa í og Orkustofnun hafi ekki gefið út virkjanaleyfi, þá er samt búið að bjóða út vindmyllurnar, það liggur svo mikið á! En hvers vegna liggur svona mikið á? Gæti það hugsanlega verið vegna þess að Landsvirkjun sé búin að selja orkuna? 14. desember 2022 gerði Landsvirkjun 20MW raforkusamning við Landeldi í Þorlákshöfn og átti orkan að afhendast á næstu árum. Þann 6. febrúar 2023 undirritaði Landsvirkjun yfirlýsingu um raforkusölu við GeoSalmon í Þorlákshöfn. Líklega hefur Landsvirkjun ekki þorað að gera annan stóran raforkusamninginn á þessum tíma vitandi það að orkan var ekki til. Svo dregur til tíðinda þann 21. júní 2023 þegar að Orka Náttúrunnar gerir 28MW raforkusamning við GeoSalmon og virðist stela viðskiptavininum GeoSalmon frá Landsvirkjun. Ætli það sé hugsanleg útskýring forstjóra Landsvirkjunar á meintum leka á milli markaða, en áhugavert væri að báðir forstjórarnir útskýrðu fyrir almenningi hvaða orku þeir voru að gera samninga um á sama tíma og skerðingar hafa átt sér stað á raforku síðustu ár. En hvað þýða þessir tveir raforkusamningar sem Landsvirkjun og Orka náttúrunnar gerðu. Þessir tveir raforkusamningar, samtals upp á 48MW þýðir 420 GWst af orku en áætluð orkuframleiðsla 120MW Búrfellslundar er 440GWst. Það má því segja að með byggingu Búrfellslundar væri verið að búa til orku fyrir tvo viðskiptavini í Þorlákshöfn, Landeldi og GeoSalmon. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur nýtt sér heimild í lögum um rammaáætlun að fara fram á frestun á Búrfellslundi, en forstjóri Landsvirkjunar heldur að sveitarstjórnin sé bara að misskilja hlutina þar sem vindmyllurnar fara ofan í jörðina í Rangárþingi Ytra. Hann telur að þrátt fyrir að helgunarsvæði vindmyllnanna sé að hluta í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þá þurfi hann ekki leyfi þar. Þrátt fyrir að grendaráhrif vindmyllugarðsins séu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá þurfi hann ekki leyfi. Einnig heldur hann að þrátt fyrir að öll efnistaka við byggingu Búrfellslundar komi úr námum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá þurfi hann ekki leyfi. Þetta sé bara misskilningur! Einnig telur hann afstaða sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps ekki skipta neinu máli þegar honum er bent á að Búrfellslundur er aðeins rúma 2 km frá Þjóðlendunni í Þjórsárdal þar sem einnig er stærsta friðlýsing minja á Íslandi. Þetta er eftirsóttasti ferðamannastaðurinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en kannski er það bara líka misskilningur! Liggi svo mikið á að byggja vindorkuver fyrir viðskiptavini í Ölfusi, er þá ekki einfaldlega best að byggja vindorkugarðinn í Ölfusi en ekki reyna að koma honum fyrir á hálendi Íslands. Sagan vinnur þar ekki með Ölfusi en þann 25. febrúar 2016 hafnaði bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss vindorkugarði í nágrenni Þorlákshafnar m.a. á þeim forsendum að virkjunin myndi spilla ósnortinni náttúru og ómetanlegu útsýni. Þetta vindorkuver átti að vera um 3 km frá byggðinni í Þorlákshöfn sem er lengra frá heldur en fjarlægð Búrfellslundar frá Þjóðlendunni í Þjórsárdal! Hættum að misskilja hlutina og vinnum saman að aukinni orkuöflun í sátt við nærsamfélagið. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti framkvæmdaleyfi til byggingar Hvammsvirkjunar á síðasta ári, eina sveitarfélagið á Íslandi sem veitti framkvæmdaleyfi til byggingar stórvirkjunar á árinu 2023 og hefur því sannarlega sýnt í verki að sveitarstjórnin vinnur að aukinni grænni orkuöflun, enda mest raforka á Íslandi verið framleidd í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun