Innlent

Kvartað undan há­vaða vegna snjómoksturs

Lovísa Arnardóttir skrifar
Ekki kom fram í tilkynningu lögreglu hvernig snjómokstursvél var um að ræða.
Ekki kom fram í tilkynningu lögreglu hvernig snjómokstursvél var um að ræða. Vísir/Vilhelm

Kvartað var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða við snjómokstur. Það kemur fram í dagbók lögreglu í dag. Alls voru 48 mál bókuð í skráningarkerfi lögreglunnar, LÖKE, frá klukkan 17 í gær til fimm í nótt.

„Heilt yfir var kvöldið of nóttin frekar róleg,“ segir í tilkynningu lögreglu en að eitthvað hafi verið tilkynnt um fólk í annarlegu ástandi og veikindi. Lögregla afgreiddi slík mál og kvartanir vegna snjómoksturs á vettvangi. Töluvert var af slíkum kvörtunum að sögn lögreglu.

Þá kemur fram í dagbók að lögregla hafði afskipti af nokkrum ökumönnum vegna aksturs undir áhrifum áfengis.

Einn var vistaður í fangageymslu vegna ástands en hann var handtekinn fyrir minniháttar eignaspjöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×