En hvaða ráð á lögreglan til íbúa til að reyna að koma í veg fyrir innbrot sem þessi?
„Ráð til íbúa eru að gæta þess að læsa híbýlum sínum, ganga vel frá opnanlegum gluggafögum, hafa útiljós og lýsingar í lagi og auglýsa ekki á samfélagsmiðlum um væntanleg frí. Eins að huga vel að verðmætum í kringum hús og gæta þess að verðmæti sjáist ekki í gegnum glugga. Það er reynsla lögreglu að rafræn sönnunargögn sem fást úr til dæmis myndavélum hafa nýst vel við rannsókn á innbrotum, sjáanlegar myndavélar, límmiðar um öryggiskerfi og hreyfinemar í útiljósum hafa fælingarmátt,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi og bætir við.
„Já, við minnum líka á vægi nágrannavörslu. Gott er að gera nágrönnum viðvart um að hús eða íbúð verði mannlaus og vera vakandi fyrir óvenjulegum mannaferðum í kringum hús nágranna. Tilkynna þegar um slíkt til lögreglu í gegnum Neyðarlínuna – 112. "
