Eftir sigur Dana á Norðmönnum, 23-29, í milliriðli 2 á EM í handbolta á sunnudaginn fékk TV 2 álit Boysens á leiknum í kvöldfréttum.
Greining hans var stórundarleg enda hringdi TV 2 í vitlaust númer. Sá sem svaraði þóttist vera Boysen og talaði í fimm mínútur um leikinn.
TV 2 hefur staðfest mistökin, harmað þau og segist ætla að gera allt til að þau endurtaki sig ekki.
Boysen tjáði sig svo sjálfur um þessa upplifun á Twitter.
„Þetta viðtal var langt frá því að vera faglegt eins og ég reyni alltaf að vera. Í tilraun sinni til að vera fyndinn - við deilum ekki sama húmor - var þessi aðili með fáránlega greiningu,“ skrifaði Boysen.
„Í morgun [í gær] var mér gert viðvart og þegar ég sá og hlustaði á það var ég bæði leiður og reiður. Það er óútskýranleg tilfinning þegar einhver þykist vera þú í beinni útsendingu“
I dag har været en langt over gennemsnittet træls dag.
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 22, 2024
Jeg forsøger altid, når jeg deltager i debatprogrammer, podcasts, interviews og lignende samt skriver om håndbolden på de sociale medier, at være objektiv, opføre mig ordentligt og opretholde en høj faglighed.
Den faglighed
Boysen er fyrrverandi leikmaður sem hefur getið sér gott orð fyrir afar atorkusama umfjöllun um handbolta á undanförnum árum.