Gjörbreytt staða í húsnæðismálum á Suðurnesjum sem kallar á nýja nálgun Anton Guðmundsson skrifar 22. janúar 2024 11:30 Það er erfitt fyrir alla Íslendinga að verða vitni að þeim miklu náttúruhamförum sem orðið hafa í og við Grindavík. Öflugt og samheldið samfélag í fyrirmyndar sveitarfélagi hefur orðið fyrir miklum áföllum sem setur íbúa Grindavíkur í erfiða stöðu. Íslendingar eru þekktir fyrir öfluga samstöðu þegar áföll hafa dunið yfir og nú mun reyna á samstöðuna og viðbrögðin sem aldrei fyrr. Samstaða og kærleikur er eitt af einkennum þessarar þjóðar, Við sem byggjum þetta land saman höfum hlotið þá gæfu að til heyra þessu samfélagi. Ég vill byrja á að þakka almannavörnum og öllum þeim viðbragðsaðilum fyrir þeirra ómetanlega framlag við krefjandi aðstæður og er þeim óskað velfarnaðar í þeirra störfum í þágu samfélagsins. Staðan er hins vegar sú að þrýstingur hefur verið aukin til muna á fasteignamarkaðinn við þessar krefjandi aðstæður og var hann töluverður fyrir atburðina í Grindavík. Náttúruhamfarirnar hafa gefið okkur aukin verkefni á þessu sviði sem kallar á nýja sýn að mínu mati. Suðurnesjabær, Reykjanesbær og Vogar er nú þegar í gríðarlegum kostnaðarsömum framkvæmdum á sviði gatnagerðar í hverfum og uppbyggingu innviða, t.d. í nýbyggingum leikskóla og grunnskóla til þess að bregðast við auknum íbúafjölda á Suðurnesjum. Íbúar Suðurnesja voru 32.583 talsins þann 1. Október 2023 Þeim hefur fjölgað um 1.621 frá 1. desember 2022. Í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 1.278 íbúa á sama tímabili sem gerir 5,8% fjölgun íbúa. Hlutfallslega er þó mest fjölgun í Sveitarfélaginu Vogum eða 10,7%. Þetta kemur fram í gögnum frá Þjóðskrá. Hlutfallslega hefur mest íbúafjölgun verið á Suðurnesjum eða um 5,2% sem er fjölgun um 1.621 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 9.676 frá 1. desember 2022 til. 1. október 2023 sem er um 2,5%. Í Reykjanesbæ búa 23.276 manns. Íbúar Suðurnesjabæjar eru orðnir 4.046 talsins. Fjölgunin þar er 137 talsins eða 3,5% á tímabilinu. Grindvíkingar eru 3.718. Grindavíkurbær er byggður á lifandi eldstöð og er mikil óvissa uppi hvenær þeim atburðum linnir Það er samfélagsleg skylda stjórnvalda og nágranna sveitarfélaga að grípa samfélagið í Grindavík. Sú staðreynd blasir við að stór hluti af fólki frá Grindavík mun vilja búa áfram á Suðurnesjum. Ég tel að nú sem aldrei fyrr verði menn að setjast niður og móta markvissar aðgerðir til þess að komast á móts við íbúa og atvinnurekendur á svæðinu. Aukin gatnagerð er kostnaðarsöm, Sveitarfélögin hafa öll gert sínar fjárhagsáætlanir sem bera þess merki að sótt sé fram á öllum sviðum í innviða uppbyggingu en þörfin er meiri nú og hvernig ætlum við að bregðast við þeirri stöðu sem nú er kominn upp? Hægt er að setja aukinn þunga og flýta en frekar fyrir uppbyggingu á gatnagerð, lóðaúthlutunum og innviðaruppbyggingu með því að Alþingi setji á dagskrá og ræði það efnislega að færa nágrannasveitarfélögum Grindavíkur aukna fjármuni tímabundið í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til að bregðast við stöðunni á Suðurnesjum það gerir það að verkum að sveitarfélögin geta farið mun hraðar í skipulagða uppbyggingu á svæðinu en það sem er í gangi nú þegar. Einnig þurfum við að standa vörð um heilbrigðisþjónustu og tryggja viðunandi aðstöðu fyrir aldraða í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum en eins og sakir standa er staðan ekki þannig í dag.Við munum komast í gegnum þessa erfiðu tíma saman með von um bjarta framtíð á Suðurnesjum. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Grindavík Suðurnesjabær Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er erfitt fyrir alla Íslendinga að verða vitni að þeim miklu náttúruhamförum sem orðið hafa í og við Grindavík. Öflugt og samheldið samfélag í fyrirmyndar sveitarfélagi hefur orðið fyrir miklum áföllum sem setur íbúa Grindavíkur í erfiða stöðu. Íslendingar eru þekktir fyrir öfluga samstöðu þegar áföll hafa dunið yfir og nú mun reyna á samstöðuna og viðbrögðin sem aldrei fyrr. Samstaða og kærleikur er eitt af einkennum þessarar þjóðar, Við sem byggjum þetta land saman höfum hlotið þá gæfu að til heyra þessu samfélagi. Ég vill byrja á að þakka almannavörnum og öllum þeim viðbragðsaðilum fyrir þeirra ómetanlega framlag við krefjandi aðstæður og er þeim óskað velfarnaðar í þeirra störfum í þágu samfélagsins. Staðan er hins vegar sú að þrýstingur hefur verið aukin til muna á fasteignamarkaðinn við þessar krefjandi aðstæður og var hann töluverður fyrir atburðina í Grindavík. Náttúruhamfarirnar hafa gefið okkur aukin verkefni á þessu sviði sem kallar á nýja sýn að mínu mati. Suðurnesjabær, Reykjanesbær og Vogar er nú þegar í gríðarlegum kostnaðarsömum framkvæmdum á sviði gatnagerðar í hverfum og uppbyggingu innviða, t.d. í nýbyggingum leikskóla og grunnskóla til þess að bregðast við auknum íbúafjölda á Suðurnesjum. Íbúar Suðurnesja voru 32.583 talsins þann 1. Október 2023 Þeim hefur fjölgað um 1.621 frá 1. desember 2022. Í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 1.278 íbúa á sama tímabili sem gerir 5,8% fjölgun íbúa. Hlutfallslega er þó mest fjölgun í Sveitarfélaginu Vogum eða 10,7%. Þetta kemur fram í gögnum frá Þjóðskrá. Hlutfallslega hefur mest íbúafjölgun verið á Suðurnesjum eða um 5,2% sem er fjölgun um 1.621 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 9.676 frá 1. desember 2022 til. 1. október 2023 sem er um 2,5%. Í Reykjanesbæ búa 23.276 manns. Íbúar Suðurnesjabæjar eru orðnir 4.046 talsins. Fjölgunin þar er 137 talsins eða 3,5% á tímabilinu. Grindvíkingar eru 3.718. Grindavíkurbær er byggður á lifandi eldstöð og er mikil óvissa uppi hvenær þeim atburðum linnir Það er samfélagsleg skylda stjórnvalda og nágranna sveitarfélaga að grípa samfélagið í Grindavík. Sú staðreynd blasir við að stór hluti af fólki frá Grindavík mun vilja búa áfram á Suðurnesjum. Ég tel að nú sem aldrei fyrr verði menn að setjast niður og móta markvissar aðgerðir til þess að komast á móts við íbúa og atvinnurekendur á svæðinu. Aukin gatnagerð er kostnaðarsöm, Sveitarfélögin hafa öll gert sínar fjárhagsáætlanir sem bera þess merki að sótt sé fram á öllum sviðum í innviða uppbyggingu en þörfin er meiri nú og hvernig ætlum við að bregðast við þeirri stöðu sem nú er kominn upp? Hægt er að setja aukinn þunga og flýta en frekar fyrir uppbyggingu á gatnagerð, lóðaúthlutunum og innviðaruppbyggingu með því að Alþingi setji á dagskrá og ræði það efnislega að færa nágrannasveitarfélögum Grindavíkur aukna fjármuni tímabundið í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til að bregðast við stöðunni á Suðurnesjum það gerir það að verkum að sveitarfélögin geta farið mun hraðar í skipulagða uppbyggingu á svæðinu en það sem er í gangi nú þegar. Einnig þurfum við að standa vörð um heilbrigðisþjónustu og tryggja viðunandi aðstöðu fyrir aldraða í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum en eins og sakir standa er staðan ekki þannig í dag.Við munum komast í gegnum þessa erfiðu tíma saman með von um bjarta framtíð á Suðurnesjum. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun