Sprungur í Grindavík geti komið í ljós næstu mánuði og ár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2024 21:49 Benedikt Ófeigsson er fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni. Vísir/Steingrímur Dúi Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna Grindavíkur verða kynntar á morgun. Landris mælist enn í Svartsengi og land hefur ekki mælst hærra. Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð til að koma rafmagni á í Grindavík í dag. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri hjá Veðurstofunni, segir stöðuna í Svartsengi sambærilega við það sem var eftir kvikuinnskotið 11. nóvember annars vegar og eldgosið 18. desember hins vegar. Litlar ályktanir sé þó hægt að draga af landrisinu. „Við erum svona meira að horfa kannski á rúmmálið sem er að flæða inn, og nú er það bara rétt að byrja aftur. En það er alveg rétt, menn eru að horfa á stöðuna við Svartsengi og hún seig ekkert núna þegar þetta gos kom. Þess vegna fór hún ekkert niður, þannig að hún er í hæstu stöðu og heldur bara áfram að rísa,“ segir Benedikt. Á sama tíma hafi hægt á landsigi í Grindavík, sem sé raunar að snúast við, vegna áhrifa frá Svartsengi. Kortleggja sprungur með dróna Að undanförnu hefur borið á því að jörðin hreinlega opnist í Grindavík, en Benedikt segir um að ræða sprungur sem hafi myndast í undanförnum jarðhræringum. „Þetta eru ekki beinlínist sprungur sem eru ennþá að hreyfast mikið, heldur er það jarðvegurinn ofan á þeim sem er að skolast til.“ Búast megi við því að slíkt haldi áfram að gerast á næstu mánuðum og jafnvel árum. Á næstu dögum mun hópur sérfræðinga erlendis frá koma til með að kortleggja sprungurnar með svokölluðum jarðsjárdróna. „Þetta er undir vegum og alls konar, og menn þurfa að geta farið um með öruggum hætti án þess að eiga á hættu að það pompi eitthvað undan þeim.“ Þyrlan kölluð út Rafmagn fór af Grindavík á fjórða tímanum í nótt þegar stofnstrengur sem nú liggur undir hrauni gaf sig. Við tók vinna þar sem starfsfólk HS Veitna í samstarfi við Landhelgisgæsluna lagði línu yfir 300 metra hraunbreiðu, en þyrla gæslunnar var meðal annars notuð til verksins. Vonir standa til að straumur verði kominn á línuna í fyrramálið, en Grindavík fær nú rafmagn í gegnum varaafl. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hefur boðað að aðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir Grindavík verði kynntar á morgun. „Skilaboðin til Grindvíkinga eru bara skýr: Við ráðum við þetta, og við gerum það sem þarf,“ sagði Lilja á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Landhelgisgæslan Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Slysavarnir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri hjá Veðurstofunni, segir stöðuna í Svartsengi sambærilega við það sem var eftir kvikuinnskotið 11. nóvember annars vegar og eldgosið 18. desember hins vegar. Litlar ályktanir sé þó hægt að draga af landrisinu. „Við erum svona meira að horfa kannski á rúmmálið sem er að flæða inn, og nú er það bara rétt að byrja aftur. En það er alveg rétt, menn eru að horfa á stöðuna við Svartsengi og hún seig ekkert núna þegar þetta gos kom. Þess vegna fór hún ekkert niður, þannig að hún er í hæstu stöðu og heldur bara áfram að rísa,“ segir Benedikt. Á sama tíma hafi hægt á landsigi í Grindavík, sem sé raunar að snúast við, vegna áhrifa frá Svartsengi. Kortleggja sprungur með dróna Að undanförnu hefur borið á því að jörðin hreinlega opnist í Grindavík, en Benedikt segir um að ræða sprungur sem hafi myndast í undanförnum jarðhræringum. „Þetta eru ekki beinlínist sprungur sem eru ennþá að hreyfast mikið, heldur er það jarðvegurinn ofan á þeim sem er að skolast til.“ Búast megi við því að slíkt haldi áfram að gerast á næstu mánuðum og jafnvel árum. Á næstu dögum mun hópur sérfræðinga erlendis frá koma til með að kortleggja sprungurnar með svokölluðum jarðsjárdróna. „Þetta er undir vegum og alls konar, og menn þurfa að geta farið um með öruggum hætti án þess að eiga á hættu að það pompi eitthvað undan þeim.“ Þyrlan kölluð út Rafmagn fór af Grindavík á fjórða tímanum í nótt þegar stofnstrengur sem nú liggur undir hrauni gaf sig. Við tók vinna þar sem starfsfólk HS Veitna í samstarfi við Landhelgisgæsluna lagði línu yfir 300 metra hraunbreiðu, en þyrla gæslunnar var meðal annars notuð til verksins. Vonir standa til að straumur verði kominn á línuna í fyrramálið, en Grindavík fær nú rafmagn í gegnum varaafl. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hefur boðað að aðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir Grindavík verði kynntar á morgun. „Skilaboðin til Grindvíkinga eru bara skýr: Við ráðum við þetta, og við gerum það sem þarf,“ sagði Lilja á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Landhelgisgæslan Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Slysavarnir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira