Sprungur í Grindavík geti komið í ljós næstu mánuði og ár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2024 21:49 Benedikt Ófeigsson er fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni. Vísir/Steingrímur Dúi Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna Grindavíkur verða kynntar á morgun. Landris mælist enn í Svartsengi og land hefur ekki mælst hærra. Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð til að koma rafmagni á í Grindavík í dag. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri hjá Veðurstofunni, segir stöðuna í Svartsengi sambærilega við það sem var eftir kvikuinnskotið 11. nóvember annars vegar og eldgosið 18. desember hins vegar. Litlar ályktanir sé þó hægt að draga af landrisinu. „Við erum svona meira að horfa kannski á rúmmálið sem er að flæða inn, og nú er það bara rétt að byrja aftur. En það er alveg rétt, menn eru að horfa á stöðuna við Svartsengi og hún seig ekkert núna þegar þetta gos kom. Þess vegna fór hún ekkert niður, þannig að hún er í hæstu stöðu og heldur bara áfram að rísa,“ segir Benedikt. Á sama tíma hafi hægt á landsigi í Grindavík, sem sé raunar að snúast við, vegna áhrifa frá Svartsengi. Kortleggja sprungur með dróna Að undanförnu hefur borið á því að jörðin hreinlega opnist í Grindavík, en Benedikt segir um að ræða sprungur sem hafi myndast í undanförnum jarðhræringum. „Þetta eru ekki beinlínist sprungur sem eru ennþá að hreyfast mikið, heldur er það jarðvegurinn ofan á þeim sem er að skolast til.“ Búast megi við því að slíkt haldi áfram að gerast á næstu mánuðum og jafnvel árum. Á næstu dögum mun hópur sérfræðinga erlendis frá koma til með að kortleggja sprungurnar með svokölluðum jarðsjárdróna. „Þetta er undir vegum og alls konar, og menn þurfa að geta farið um með öruggum hætti án þess að eiga á hættu að það pompi eitthvað undan þeim.“ Þyrlan kölluð út Rafmagn fór af Grindavík á fjórða tímanum í nótt þegar stofnstrengur sem nú liggur undir hrauni gaf sig. Við tók vinna þar sem starfsfólk HS Veitna í samstarfi við Landhelgisgæsluna lagði línu yfir 300 metra hraunbreiðu, en þyrla gæslunnar var meðal annars notuð til verksins. Vonir standa til að straumur verði kominn á línuna í fyrramálið, en Grindavík fær nú rafmagn í gegnum varaafl. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hefur boðað að aðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir Grindavík verði kynntar á morgun. „Skilaboðin til Grindvíkinga eru bara skýr: Við ráðum við þetta, og við gerum það sem þarf,“ sagði Lilja á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Landhelgisgæslan Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Slysavarnir Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri hjá Veðurstofunni, segir stöðuna í Svartsengi sambærilega við það sem var eftir kvikuinnskotið 11. nóvember annars vegar og eldgosið 18. desember hins vegar. Litlar ályktanir sé þó hægt að draga af landrisinu. „Við erum svona meira að horfa kannski á rúmmálið sem er að flæða inn, og nú er það bara rétt að byrja aftur. En það er alveg rétt, menn eru að horfa á stöðuna við Svartsengi og hún seig ekkert núna þegar þetta gos kom. Þess vegna fór hún ekkert niður, þannig að hún er í hæstu stöðu og heldur bara áfram að rísa,“ segir Benedikt. Á sama tíma hafi hægt á landsigi í Grindavík, sem sé raunar að snúast við, vegna áhrifa frá Svartsengi. Kortleggja sprungur með dróna Að undanförnu hefur borið á því að jörðin hreinlega opnist í Grindavík, en Benedikt segir um að ræða sprungur sem hafi myndast í undanförnum jarðhræringum. „Þetta eru ekki beinlínist sprungur sem eru ennþá að hreyfast mikið, heldur er það jarðvegurinn ofan á þeim sem er að skolast til.“ Búast megi við því að slíkt haldi áfram að gerast á næstu mánuðum og jafnvel árum. Á næstu dögum mun hópur sérfræðinga erlendis frá koma til með að kortleggja sprungurnar með svokölluðum jarðsjárdróna. „Þetta er undir vegum og alls konar, og menn þurfa að geta farið um með öruggum hætti án þess að eiga á hættu að það pompi eitthvað undan þeim.“ Þyrlan kölluð út Rafmagn fór af Grindavík á fjórða tímanum í nótt þegar stofnstrengur sem nú liggur undir hrauni gaf sig. Við tók vinna þar sem starfsfólk HS Veitna í samstarfi við Landhelgisgæsluna lagði línu yfir 300 metra hraunbreiðu, en þyrla gæslunnar var meðal annars notuð til verksins. Vonir standa til að straumur verði kominn á línuna í fyrramálið, en Grindavík fær nú rafmagn í gegnum varaafl. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hefur boðað að aðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir Grindavík verði kynntar á morgun. „Skilaboðin til Grindvíkinga eru bara skýr: Við ráðum við þetta, og við gerum það sem þarf,“ sagði Lilja á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Landhelgisgæslan Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Slysavarnir Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira