Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2024 15:01 Elliði Snær Viðarsson ræddi við fjölmiðla á hóteli landsliðsins í Köln í dag. VÍSIR/VILHELM „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. Elliði og félagar í landsliðinu ræddu við blaðamenn á hóteli landsliðsins í Köln í hádeginu. Menn tóku sér skiljanlega sinn tíma í að melta tapið gegn Þýskalandi í gærkvöld: „Við tókum fund hérna og borðuðum svo saman, og svo fóru einhverjir að sofa, einhverjir í meðhöndlun og einhverjir að spjalla uppi á herbergjum. Bara eins og gengur að gerast.“ Óþolandi að hafa ekki fengið nein stig Elliði segir erfitt að kyngja tapinu, og þeirri staðreynd að Ísland sé enn án stiga í milliriðlinum. „Já, klárlega. Á sama tíma var þetta góð frammistaða í gær og ég er ánægður með að við spiluðum góðan leik. En það er óþolandi að hafa ekki fengið nein stig út úr þessu. Í fyrsta lagi vildum við taka stig með okkur inn í milliriðilinn, og svo fannst mér við eiga að vinna í gær miðað við frammistöðu. Það er vel frústrerandi að vera ekki komnir með nein stig.“ Klippa: Elliði tók lítið eftir fjöldanum Vonandi meiri læti í næstu leikjum Þeir 150 stuðningsmenn Íslands sem voru í Lanxess-höllinni í gær máttu sín lítils gegn tæplega 20 þúsund Þjóðverjum en hvernig var að spila við þessar aðstæður? „Maður tók svo sem ekki mikið eftir því að það væru tuttugu þúsund manns í höllinni. Það voru ekkert rosa mikil læti, ekki eins og maður hafði búist við. Mér fannst við ná líka að halda þeim ágætlega í skefjum með okkar frammistöðu. Það verða vonandi meiri læti í næstu leikjum,“ segir Elliði sem nú þarf að vera klár í leik við eitt allra besta landslið heims, Frakka, á morgun klukkan 14.30. „Það leggst ótrúlega vel í mig. Við erum svo sem ekkert búnir að fara yfir þá en ef við höldum áfram því sama og í gær þá munum við gefa þeim góðan leik, og vonandi dettur hann fyrir okkur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland með 42 prósent hornanýtingu á EM og níu víti farið í súginn Íslensku hornamennirnir og vítaskytturnar hafa engan veginn náð sér á strik á Evrópumótinu í Þýskalandi. Tölfræðin sýnir það svart á hvítu. 19. janúar 2024 14:01 Bollasúpan Knorr átti ekki möguleika í Ými Einar Jónsson, þjálfari Fram, hreifst mjög af frammistöðu Ýmis Arnar Gíslasonar í leik Íslands og Þýskalands í gær. Þjóðverjar unnu leikinn, 26-24. 19. janúar 2024 13:02 EM í dag: Þetta var gjörsamlega óþolandi Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins. 19. janúar 2024 11:00 „Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 19. janúar 2024 10:00 Skýrsla Henrys: Úlfurinn át strákana okkar Hvað á maður að segja? Þvílík vonbrigði þessi leikur í kvöld og mótið í heild sinni. Draumurinn um óvænt undanúrslit er dáinn og Ólympíudraumurinn færist fjær. Þetta er alls ekki nógu gott. 18. janúar 2024 23:01 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Elliði og félagar í landsliðinu ræddu við blaðamenn á hóteli landsliðsins í Köln í hádeginu. Menn tóku sér skiljanlega sinn tíma í að melta tapið gegn Þýskalandi í gærkvöld: „Við tókum fund hérna og borðuðum svo saman, og svo fóru einhverjir að sofa, einhverjir í meðhöndlun og einhverjir að spjalla uppi á herbergjum. Bara eins og gengur að gerast.“ Óþolandi að hafa ekki fengið nein stig Elliði segir erfitt að kyngja tapinu, og þeirri staðreynd að Ísland sé enn án stiga í milliriðlinum. „Já, klárlega. Á sama tíma var þetta góð frammistaða í gær og ég er ánægður með að við spiluðum góðan leik. En það er óþolandi að hafa ekki fengið nein stig út úr þessu. Í fyrsta lagi vildum við taka stig með okkur inn í milliriðilinn, og svo fannst mér við eiga að vinna í gær miðað við frammistöðu. Það er vel frústrerandi að vera ekki komnir með nein stig.“ Klippa: Elliði tók lítið eftir fjöldanum Vonandi meiri læti í næstu leikjum Þeir 150 stuðningsmenn Íslands sem voru í Lanxess-höllinni í gær máttu sín lítils gegn tæplega 20 þúsund Þjóðverjum en hvernig var að spila við þessar aðstæður? „Maður tók svo sem ekki mikið eftir því að það væru tuttugu þúsund manns í höllinni. Það voru ekkert rosa mikil læti, ekki eins og maður hafði búist við. Mér fannst við ná líka að halda þeim ágætlega í skefjum með okkar frammistöðu. Það verða vonandi meiri læti í næstu leikjum,“ segir Elliði sem nú þarf að vera klár í leik við eitt allra besta landslið heims, Frakka, á morgun klukkan 14.30. „Það leggst ótrúlega vel í mig. Við erum svo sem ekkert búnir að fara yfir þá en ef við höldum áfram því sama og í gær þá munum við gefa þeim góðan leik, og vonandi dettur hann fyrir okkur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland með 42 prósent hornanýtingu á EM og níu víti farið í súginn Íslensku hornamennirnir og vítaskytturnar hafa engan veginn náð sér á strik á Evrópumótinu í Þýskalandi. Tölfræðin sýnir það svart á hvítu. 19. janúar 2024 14:01 Bollasúpan Knorr átti ekki möguleika í Ými Einar Jónsson, þjálfari Fram, hreifst mjög af frammistöðu Ýmis Arnar Gíslasonar í leik Íslands og Þýskalands í gær. Þjóðverjar unnu leikinn, 26-24. 19. janúar 2024 13:02 EM í dag: Þetta var gjörsamlega óþolandi Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins. 19. janúar 2024 11:00 „Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 19. janúar 2024 10:00 Skýrsla Henrys: Úlfurinn át strákana okkar Hvað á maður að segja? Þvílík vonbrigði þessi leikur í kvöld og mótið í heild sinni. Draumurinn um óvænt undanúrslit er dáinn og Ólympíudraumurinn færist fjær. Þetta er alls ekki nógu gott. 18. janúar 2024 23:01 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Ísland með 42 prósent hornanýtingu á EM og níu víti farið í súginn Íslensku hornamennirnir og vítaskytturnar hafa engan veginn náð sér á strik á Evrópumótinu í Þýskalandi. Tölfræðin sýnir það svart á hvítu. 19. janúar 2024 14:01
Bollasúpan Knorr átti ekki möguleika í Ými Einar Jónsson, þjálfari Fram, hreifst mjög af frammistöðu Ýmis Arnar Gíslasonar í leik Íslands og Þýskalands í gær. Þjóðverjar unnu leikinn, 26-24. 19. janúar 2024 13:02
EM í dag: Þetta var gjörsamlega óþolandi Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins. 19. janúar 2024 11:00
„Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 19. janúar 2024 10:00
Skýrsla Henrys: Úlfurinn át strákana okkar Hvað á maður að segja? Þvílík vonbrigði þessi leikur í kvöld og mótið í heild sinni. Draumurinn um óvænt undanúrslit er dáinn og Ólympíudraumurinn færist fjær. Þetta er alls ekki nógu gott. 18. janúar 2024 23:01