Leikurinn var gríðarlega jafn framan af og aðeins munaði einu marki í hálfleik, Valskonur þá einu marki yfir. Í síðari hálfleik skiptust liðin á að hafa eins marks forystu þangað til Valur náði uppi tveggja marka forystu þegar tæplega tíu mínútur lifðu leiks.
Tveggja marka forysta varð að þriggja marka forystu og hana létu Valskonu ekki af hendi. Lokatölur 27-24 og Valur í góðri stöðu fyrir síðari leikinn.
Elín Rósa Magnúsdóttir var markahæst í liði Vals með 7 mörk. Þar á eftir kom Lovísa Thompson með 5 mörk. Í markinu varði Hafdís Renötudóttir 12 skot.
Í liði gestanna skoruðu þær Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Berta Rut Harðardóttir báðar tvö mörk.