Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2024 12:02 Þorsteinn Leó Gunnarsson í kunnuglegri stöðu. Hann skoraði átta mörk í níu skotum gegn Bosníu. vísir/anton Grípa, upp, skjóta og BÚMM! Aftur og aftur og aftur. Stundum er fegurðin fólgin í því frumstæða, handboltanum í sinni hráustu mynd. Þorsteinn Leó Gunnarsson minnti okkur á það í gær. „Ég fékk bara fullt skotleyfi og ég auðvitað nýtti mér það. Þeir sögðu mér bara að vaða á þetta og fara hundrað prósent. Ég gerði það bara,“ sagði Þorsteinn eftir stórleik sinn í viðureign Íslands og Bosníu í undankeppni EM 2026 í Laugardalshöll í gærkvöldi. Kvöldið þar sem hann kynnti sig fyrir hinum almenna Íslendingi. Busaballið hans. Þetta var reyndar ekki fyrsti landsleikur Þorsteins og handboltaáhugafólk hefur fylgst með honum í nokkur ár. Hann er nú einu sinni atvinnumaður í greininni. En í gær stimplaði hann sig inn hjá Jóa á bolnum, Dúdda Liverpool og Dilla á lyftaranum (nikk til Bestu plötu manna). Eftir mikið hnoð og stirða sókn í fyrri hálfleik losaði Þorsteinn um stífluna þegar hann kom inn á í byrjun seinni hálfleiks. Þegar yfir lauk hafði hann skorað átta mörk úr níu skotum í 32-26 sigri Íslands. Strákarnir okkar skoruðu aðeins tólf mörk í fyrri hálfleik en tuttugu í þeim seinni og sigurinn var á endanum öruggur. Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson jós Þorstein lofi eftir leikinn. „Þetta var svolítið stirt sóknarlega og við vorum lengi að finna taktinn. Svo auðvitað heggur Steini [Þorsteinn Leó Gunnarsson] á ákveðinn hnút og kemur með þessi auðveldu mörk sem við þurftum á að halda. Ómar [Ingi Magnússon] og Janus [Daði Smárason] gera frábærlega að spila hann uppi, en mér fannst að þegar Steini fór að setja þessi mörk þá losnaði um alla aðra sóknarlega og við gengum á lagið,“ sagði Snorri. „Hann er búinn að vera meiddur í síðustu tveimur verkefnum, en æfði með okkur í janúar. Við erum búnir að vera aðeins að bíða eftir honum. Maður er búinn að fylgjast með honum í Porto og hann hefur gert hlutina vel þar. Hann er bara vopn sem við höfum ekkert endilega haft og gefur okkur klárlega mikla vídd sem við þurfum að nýta.“ Eins og Snorri sagði býr Þorsteinn yfir eiginleikum sem íslenska landsliðið hefur ekki haft í mörg ár. Hávaxin skytta af gamla skólanum sem getur lyft sér upp langt fyrir utan og neglt á markið. Mótvægi við hina frábæru útispilarana sem við eigum. Með tilkomu Þorsteins ættu lið ekki að geta komist upp með að negla tjaldhælunum á sex metrunum og bjóða íslenska liðinu að skjóta fyrir utan. Þorsteinn gerði þetta auðvitað ekki einn og eins og Snorri nefndi opnuðu Ómar og Janus fyrir hann hvað eftir annað og komu honum í þær stöður sem hann er bestur í. Og Þorsteinn gekk á lagið og kláraði færin sín, aftur og aftur. Útilínan Ómar-Janus-Þorsteinn leit allavega hrikalega vel út. Það er auðvitað freistandi að fara fram úr sér eftir þessa góðu frumraun en vísara að stíga varlega til jarðar. Andstæðingurinn var ekki sá besti, þrátt fyrir að vera með heimsklassa markvörð, og Þorsteinn mun ekki spila svona í öllum landsleikjum. En mikið ofboðslega lofaði hann góðu. Það er heldur ekki eins og Þorsteinn sé að gera þetta í fyrsta skipti. Hann var einn besti leikmaður deildarinnar hér heima áður en hann hélt til Porto þar sem hann hefur spilað stórvel og er þriðji markahæsti leikmaður portúgölsku úrvalsdeildarinnar. Og Þorsteinn var í lykilhlutverki hjá íslenska U-20 ára landsliðinu sem vann brons á HM í fyrra. Þorsteinn sýndi allavega að hann getur hjálpað íslenska liðinu á HM í janúar. Hann er vopn sem við höfum varla haft síðan í svarthvítu. Það virðist allavega vera í genunum að vera góður að kasta hlutum. Systir hans er kúluvarparinn og Ólympíufarinn Erna Sóley Gunnarsdóttir. Og megi þau gleðja íslenskt íþróttaáhugafólk sem mest á næstum árum. Utan vallar Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira
„Ég fékk bara fullt skotleyfi og ég auðvitað nýtti mér það. Þeir sögðu mér bara að vaða á þetta og fara hundrað prósent. Ég gerði það bara,“ sagði Þorsteinn eftir stórleik sinn í viðureign Íslands og Bosníu í undankeppni EM 2026 í Laugardalshöll í gærkvöldi. Kvöldið þar sem hann kynnti sig fyrir hinum almenna Íslendingi. Busaballið hans. Þetta var reyndar ekki fyrsti landsleikur Þorsteins og handboltaáhugafólk hefur fylgst með honum í nokkur ár. Hann er nú einu sinni atvinnumaður í greininni. En í gær stimplaði hann sig inn hjá Jóa á bolnum, Dúdda Liverpool og Dilla á lyftaranum (nikk til Bestu plötu manna). Eftir mikið hnoð og stirða sókn í fyrri hálfleik losaði Þorsteinn um stífluna þegar hann kom inn á í byrjun seinni hálfleiks. Þegar yfir lauk hafði hann skorað átta mörk úr níu skotum í 32-26 sigri Íslands. Strákarnir okkar skoruðu aðeins tólf mörk í fyrri hálfleik en tuttugu í þeim seinni og sigurinn var á endanum öruggur. Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson jós Þorstein lofi eftir leikinn. „Þetta var svolítið stirt sóknarlega og við vorum lengi að finna taktinn. Svo auðvitað heggur Steini [Þorsteinn Leó Gunnarsson] á ákveðinn hnút og kemur með þessi auðveldu mörk sem við þurftum á að halda. Ómar [Ingi Magnússon] og Janus [Daði Smárason] gera frábærlega að spila hann uppi, en mér fannst að þegar Steini fór að setja þessi mörk þá losnaði um alla aðra sóknarlega og við gengum á lagið,“ sagði Snorri. „Hann er búinn að vera meiddur í síðustu tveimur verkefnum, en æfði með okkur í janúar. Við erum búnir að vera aðeins að bíða eftir honum. Maður er búinn að fylgjast með honum í Porto og hann hefur gert hlutina vel þar. Hann er bara vopn sem við höfum ekkert endilega haft og gefur okkur klárlega mikla vídd sem við þurfum að nýta.“ Eins og Snorri sagði býr Þorsteinn yfir eiginleikum sem íslenska landsliðið hefur ekki haft í mörg ár. Hávaxin skytta af gamla skólanum sem getur lyft sér upp langt fyrir utan og neglt á markið. Mótvægi við hina frábæru útispilarana sem við eigum. Með tilkomu Þorsteins ættu lið ekki að geta komist upp með að negla tjaldhælunum á sex metrunum og bjóða íslenska liðinu að skjóta fyrir utan. Þorsteinn gerði þetta auðvitað ekki einn og eins og Snorri nefndi opnuðu Ómar og Janus fyrir hann hvað eftir annað og komu honum í þær stöður sem hann er bestur í. Og Þorsteinn gekk á lagið og kláraði færin sín, aftur og aftur. Útilínan Ómar-Janus-Þorsteinn leit allavega hrikalega vel út. Það er auðvitað freistandi að fara fram úr sér eftir þessa góðu frumraun en vísara að stíga varlega til jarðar. Andstæðingurinn var ekki sá besti, þrátt fyrir að vera með heimsklassa markvörð, og Þorsteinn mun ekki spila svona í öllum landsleikjum. En mikið ofboðslega lofaði hann góðu. Það er heldur ekki eins og Þorsteinn sé að gera þetta í fyrsta skipti. Hann var einn besti leikmaður deildarinnar hér heima áður en hann hélt til Porto þar sem hann hefur spilað stórvel og er þriðji markahæsti leikmaður portúgölsku úrvalsdeildarinnar. Og Þorsteinn var í lykilhlutverki hjá íslenska U-20 ára landsliðinu sem vann brons á HM í fyrra. Þorsteinn sýndi allavega að hann getur hjálpað íslenska liðinu á HM í janúar. Hann er vopn sem við höfum varla haft síðan í svarthvítu. Það virðist allavega vera í genunum að vera góður að kasta hlutum. Systir hans er kúluvarparinn og Ólympíufarinn Erna Sóley Gunnarsdóttir. Og megi þau gleðja íslenskt íþróttaáhugafólk sem mest á næstum árum.
Utan vallar Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira