Neituðu að fara út í kuldann Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2024 13:18 Ragnar Erling Hermannsson hefur verið virkur í að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Vísir/Steingrímur Dúi Hópur heimilislausra manna fór í setuverkfalli í gistiskýlinu á Granda í morgun. Þeir mótmæltu því að skýlinu sé lokað klukkan tíu í frosthörku þegar flestir liggi í flensu. Formaður Velferðarráðs hjá Reykjavíkurborg segir aðstöðu í skýlinu ekki fullnægjandi á daginn. Neyðaropnun hafi verið virkjuð og boðið upp á úrræði og þjónustu í Samhjálp yfir daginn. Með setuverkfallinu mótmælti hópurinn því að þurfa að fara út í kuldann en gistiskýlinu er lokað klukkan tíu á morgnanna. Ragnar Erling Hermannsson er einn þeirra tíu sem sátu í anddyri skýlisins á Granda. „Við gerum þetta vegna þess að hérna eru miklar flensur og pestir ofan á morfínveikina og annað. Þegar menn þurfa að fara út úr húsi þá ná þeir ekki heilsu. Það er bara málið,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Í færslu á Facebook segir Ragnar að hópnum hafi verið vísað út úr gistiskýlinu á Granda eftir nokkurra klukkutíma setu. Þar segist hann kominn í bann í gistiskýlinu eftir athæfið. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi er formaður velferðarráðs borgarinnar.Aðsend Þjónusta í Samhjálp Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að síðasta haust hafi ákvörðun verið tekin um að virkja neyðaropnun í desember, janúar og febrúar. „Og sömdum við Samhjálp sem rekur kaffistofuna um að hafa opið og bjóða upp á dægradvöl yfir daginn. Höfum líka lagt á það áherslu að ef einhver þarf stuðning eða aðstoð við að komast á staðinn þá sé þeim hjálpað á staðinn.“ Þar sé fjölbreyttari aðstoð þó úrræðið sé ekki ásættanlegt til lengri tíma. Ragnar segir aðstöðuna í Samhjálp ekki duga þegar menn séu með flensu. Vilja fjölga búsetukostum Heiða segir aðstöðuna í gistiskýlinu eingöngu til gistingar. Það sé ekki heimili eða aðstaða á daginn. Reykjavíkurborg leggi áherslu á að fjölga búsetukostum. „Þar sem þú færð eigið húsnæði til lengri tíma og getur litið á það sem þitt heimili. Það er auðvitað stærsta og mesta áherslan okkar sem tekin er í samráði við heimilislaust fólk,“ sagði Heiða. Borgin hafi prufað að hafa opið í gistiskýlum yfir daginn síðasta vetur sem hafi ekki komið nægilega vel út. Aðstaðan sé ekki fullnægjandi. „Til lengri tíma litið þá þurfum við að hafa eitthvað dagúrræði og virkniúrræði. Jafnvel væri frábært ef einhver væri til í að bjóða fólki vinnu jafnvel þó það eigi hvergi heima.“ Uppfært klukkan 14:43: Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæði segir ekki rétt hjá Ragnari að lögregla hafi vísað hópnum út, eins og haft var eftir Ragnari í upphaflegri útgáfu fréttarinnar. Unnar Már segir að lögreglan hafi mætt á svæðið en málið leyst á staðnum. Málefni heimilislausra Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira
Með setuverkfallinu mótmælti hópurinn því að þurfa að fara út í kuldann en gistiskýlinu er lokað klukkan tíu á morgnanna. Ragnar Erling Hermannsson er einn þeirra tíu sem sátu í anddyri skýlisins á Granda. „Við gerum þetta vegna þess að hérna eru miklar flensur og pestir ofan á morfínveikina og annað. Þegar menn þurfa að fara út úr húsi þá ná þeir ekki heilsu. Það er bara málið,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Í færslu á Facebook segir Ragnar að hópnum hafi verið vísað út úr gistiskýlinu á Granda eftir nokkurra klukkutíma setu. Þar segist hann kominn í bann í gistiskýlinu eftir athæfið. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi er formaður velferðarráðs borgarinnar.Aðsend Þjónusta í Samhjálp Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að síðasta haust hafi ákvörðun verið tekin um að virkja neyðaropnun í desember, janúar og febrúar. „Og sömdum við Samhjálp sem rekur kaffistofuna um að hafa opið og bjóða upp á dægradvöl yfir daginn. Höfum líka lagt á það áherslu að ef einhver þarf stuðning eða aðstoð við að komast á staðinn þá sé þeim hjálpað á staðinn.“ Þar sé fjölbreyttari aðstoð þó úrræðið sé ekki ásættanlegt til lengri tíma. Ragnar segir aðstöðuna í Samhjálp ekki duga þegar menn séu með flensu. Vilja fjölga búsetukostum Heiða segir aðstöðuna í gistiskýlinu eingöngu til gistingar. Það sé ekki heimili eða aðstaða á daginn. Reykjavíkurborg leggi áherslu á að fjölga búsetukostum. „Þar sem þú færð eigið húsnæði til lengri tíma og getur litið á það sem þitt heimili. Það er auðvitað stærsta og mesta áherslan okkar sem tekin er í samráði við heimilislaust fólk,“ sagði Heiða. Borgin hafi prufað að hafa opið í gistiskýlum yfir daginn síðasta vetur sem hafi ekki komið nægilega vel út. Aðstaðan sé ekki fullnægjandi. „Til lengri tíma litið þá þurfum við að hafa eitthvað dagúrræði og virkniúrræði. Jafnvel væri frábært ef einhver væri til í að bjóða fólki vinnu jafnvel þó það eigi hvergi heima.“ Uppfært klukkan 14:43: Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæði segir ekki rétt hjá Ragnari að lögregla hafi vísað hópnum út, eins og haft var eftir Ragnari í upphaflegri útgáfu fréttarinnar. Unnar Már segir að lögreglan hafi mætt á svæðið en málið leyst á staðnum.
Málefni heimilislausra Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira